Markúsarguðspjall.

Fyrir ráðinu

Nú færðu þeir Jesú til æðsta prestsins. Þar komu saman allir æðstu prestarnir, öldungarnir og fræðimennirnir. Pétur fylgdi honum álengdar, allt inn í garð æðsta prestsins. Þar sat hann hjá þjónunum og vermdi  sig við eldinn. Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu vitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann en fundu eigi. Margir báru þó ljúgvitni gegn honum en framburði þeirra bar ekki saman. Þá stóðu nokkrir upp og báru ljúgvitni gegn Jesú og sögðu: ,, Við heyrðum hann segja: Ég mun brjóta niður musteri þetta, sem með höndum er gert, og reisa annað á þrem dögum sem ekki er með höndum gert." En ekki bar þeim heldur saman um þetta. Þá stóð æðsti presturinn upp og spurði Jesú: ,,Svarar þú því engu sem þessir vitna gegn þér?" En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: ,,Ertu Kristur, sonur hins blessaða?" Jesús sagði: ,,Ég er sá og þið munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hins almáttuga og koma í skýjum himins." Þá reif æðst presturinn klæði sín og sagði: ,,Hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. Hvað líst ykkur?" Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan. Þá tóku sumir að hrækja á hann, þeir huldu andlit hans, slógu hann með hnefunum og sögðu við hann: ,,Þú ert spámaður, hver sló þig? Eins börðu þjónarnir hann. Mark.14:53-65.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband