Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

bæn til mín

30 Júní 2009

Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftur, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.  Róm.8:38-39

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins: Ég bið um að vera laus við það að bera byrðar fortíðarinnar. Ég bið að mega varpa þeim frá mér og lifa framvegis í trú. 24 stunda bókin


Bæn til mín

29 Júní 2009

Og engli safnaðarins í Fíladelfíu skalt þú rita:  Þetta sagir sá heilagi, sá sanni, sem hefur lykil Davíðs, hann sem lýkur upp, svo að enginn læsir, og læsir, svo að enginn lýkur upp. Ég þekki verkin þín. Sjá, ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér, sem enginn getur lokað. Þú hefur lítinn mátt, en hefur varðveitt orð mitt og ekki afneitað nafni´mínu.  Ég skal láta nokkra af samkundu satans, er segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur ljúga, - ég skal láta þá koma og kasta sér fyrir fætur þér og láta þá vita, að ég elska þig. Opinb.3:7-9.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins:  Ég bið að ég verði búinn undir betri daga, sem Guð hefur búið mér. Ég bið að ég megi treysta Guði um alla framtíð. 24 stunda bókin 29 Júní.


Bæn til mín

28 Júní 2009

Skelfist eigi og látið eigi hugfallast. Hefi ég ekki þegar fyrir löngu sagt þér það og boðað það? Þér eruð vottar mínir. Er nokkur Guð til nema ég? Nei, ekkert annað hellubjarg er til, ég veit af engu öðru. Jes.44:8.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins: Ég bið að geta með gleði lagt framtíð mína í hendur Guði. Ég bið að geta treyst því að góðir hlutir muni gerast á meðan ég er sjálfur á réttir leið. 24 stunda bókin 28 Júní.


Bæn til mín

27 Júní 2009

Þegar þeir höfðu lokið máli sínu, sagði Jakob: ,,Bræður,hlýðið á mig. Róm. 15:13.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar þá sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins: Ég bið að mér auðnist að láta blessanir Guðs mér til handa berast áfram. Ég bið að þær nái að steyma inn í líf annarra manna. 24 stunda bókin 27 Júní.


Bæn til mín

Jesús elsks allar

Eins og faðir sýnir miskunn  börnum sínum,  eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.  Því að hann þekkir eðli vort minnist þess að vér erum mold. sálm.103:13-14.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins: Ég bið að mér auðnist að fresta framkvæmdum þangað til ég veit að ég er að gera rétt. Ég bið að ég rasi ekki um ráð fram. 24 stunda bókin. 26 Júní.


bæn til mín

25 Júní 2009

Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti. matt.10:28

Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. matt.10:26.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins: Ég bið að ég megi veita viðtöku þeim anda, sem er takmarkalaus og eilífur. Ég bið að hann megi birtast í lífi mínum. 24 stunda bókin 25 Júní.


Bæn til mín

 

 

 

24 Júní 2009

Þetta eru þeir, sem ekki hafa saurgast með konum, því að þeir eru sem meyjar. Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer. Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guði og handa lambinu.  Og í munni þeirra var enga lygi að finna. þeir eru lýtalausir.Opinb.14:4-5.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.´

Bæn dagsins: Ég bið að ekkert komi mér úr jafnvægi. Ég bið að ég megi ganga leið mína með hægð. 24 stunda bókin.24 Júní.


bæn til mín

23 Júní 2009

Þegar Jesús sá það, sárnaði honum, og hann mælti við þá: ,,Leyfið börnunum að koma til mín varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.Mark.10:14.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins: Ég bið að ég megi hvílast og endurnærast. Ég bið að ég megi staldra við og bíða þess að styrkur minn endurnýist. 24 stunda bókin 23 Júní.


Sálmarnir

Picture 020

Hallelúja.  Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans! Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans!. sálm 150:1-2.

Hve mjög elska ég lögmál þitt,allan liðlangan daginn íhuga ég það. Boð þín hafa gjört mig  vitrari en óvinir mínir, því að þau heyra mér til um eilífð.  Ég er hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar. Ég er skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæii þín. Ég held fæti mínum frá hverjum vondum vegi til þess að gæta orðs þíns. sálm.119:97-101.

 


Bæn til mín

22 Júní 2009

Drottinn hefir hirt mig harðlega en eigi ofurselt mig dauðanum. Í þrengingunni ákallaði ég Drottin, hann bænheyrði mig og rýmkaði um mig. sálm.118:18. 5.

Orð til mín og vini mína bið Guð/Jesús að blessa þá og allar sem lesa þetta.Amen.

Bæn dagsins:  Ég bið að ég fái að horfast í augu við framtíðina með djörfung. Ég bið að mér verði gefinn styrkur til að mæta lífi og dauða óttalaust. 24 stunda bókin 22 Júní.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

280 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 206820

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.