Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Bréfið til Hebrea 10.

Fyrst segir hann: ,,Fórnir og gjafir og brennifórnir og syndafórnir hefur þú eigi viljað og eigir geðjaðist þér að þeim." En það eru einmitt þær sem fram eru bornar samkvæmt lögmálinu. Síðan segir hann: ,,Sjá, ég er kominn til að gera vilja þinn." Hann afnemur hið fyrra og staðfestir hið síðara. Þannig gerði hann það sem Guð vildi og þess vegna erum við helguð orðin að hann fórnaði sjálfum sér í eitt skipti fyrir öll. Sérhver prestur er hvern dag bundinn við helgiþjónustu sína og ber fram margsinnis hinar sömu fórnir. Þær geta þó aldrei afmáð syndir. En Jesús bar fram eina fórn fyrir syndirnar og settist um aldur við hægri hönd Guðs og bíður þess síðan að óvinir hans verði gerðir að fótskör hans. Því að með einni fórn hefur hann um aldur fullkomnað þau er helguð verða. Heilagur andi vitnar einnig fyrir okkur. Fyrst segir hann: 

Þetta er sáttmálinn er ég mun gera við þá eftir þá daga, segir Drottinn. Lög mín vil ég leggja í hjörtu þeirra og í hugskot þeirra vil ég rita þau.

Síðan segir hann:

Ég mun  aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota. 

En þar sem syndirnar eru fyrirgefnar þarf ekki framar fórn fyrir synd. Bréf/Hebrea 10:8-18.

 


Bæn dagsins.

Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. 2.Kor.6:2.


Bréfið til Hebrea 10.

Hin eina fórn

Lögmálið geymir aðeins skugga hins góða sem er í vændum, ekki skýra mynd þess. Þær sömu fórnir sem ár eftir ár eru bornar fram geta því aldrei gert þá fullkomna til frambúðar sem ganga fram fyrir Guð. Hefðu ekki dýrkendur Guðs þá annars hætt að fórna ef þeir hefðu hreinsast í eitt skipti fyrir öll og væru sér ekki framar meðvitandi um synd? En með þessum fórnum er minnt á syndirnar ár hvert. Því að blóð nauta og hafra getur með engu móti numið burt syndir. Því er það að Kristur segir þegar hann kemur í heiminn:

Fórn og gjafir hefur þú eigi viljað en líkama hefur þú búið mér. Brennifórnir og syndafórnir geðjuðust þér ekki. Þá sagði ég: ,,Sjá, ég er kominn til að gera vilja þinn, Guð minn, eins og ritað er í bókinni um mig." Bréf/Hebrea 10:1-7.


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Enginn getur sér Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." Jóh. 3:3.


Bréfið til Hebrea 9.

Í eitt skipti fyrir öll

Það var því óhjákvæmilegt að eftirmyndir þeirra hluta sem á himnum eru yrðu hreinsaðar með slíkum hættir. En sjálft hið himneska krefst betri fórna en þessara. Því að Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gerðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í sjálfan himininn, til þess að birtast nú fyrir augliti Guðs okkar vegna. Og ekki gerði hann það til þess að fórna sjálfum sér margsinnis eins og æðsti presturinn sem gengur inn í hið heilaga á ári hverju með annarra blóð. Þá hefði hann oft þurft að líða frá grundvöllum heims. En nú hefur hann birst í eitt skipti fyrir öll við endi aldanna til að afmá syndina með fórn sinni. Á sama hátt og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm, þannig var Kristi fórnfært í eitt skipti  til þess að bera syndir margra, og aftur mun hann birtast, ekki sem syndafórn heldur til að frelsa þá sem bíða hans. Bréf/Hebrea.9:23-28.


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður." Matt.28:18-20.


Bréfið til Hebrea 9

Þannig er þessu fyrir komið. Prestarnir ganga stöðugt inn í fremri tjaldbúðina og annast þjónustu sína. Inn í hina hina innri gengur æðsti presturinn einn, einu sinni á ári, ekki án fórnarblóðs. Það ber hann fram vegna sjálfs sín og fyrir syndir sem fólkið hefur drýgt af vangá. Með því sýnir heilagur andi að vegurinn til hins heilaga er enn eigi kunnur orðinn, á meðan fremri tjaldbúðin stendur enn. Hún er ímynd þess tíma sem nú er. Hér eru fram bornar gjafir og fórnir sem megna ekki að færa þeim sem innir þjónustuna af hendi vissu um að vera fullkominn. Þetta eru aðeins ytri fyrirmæli ásamt reglum um mat og drykk og ýmiss konar þvotta sem mönnum eru á herðar lagðar lagðar allt þangað til Guð endurnýjar allt. En Kristur er kominn sem æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð sem ekki er með höndum gerð, það er að segja er ekki af þessari sköpun. Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa heldur með eigið blóð inn í heiðheilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar. Blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gerst, á að helga þá svo að þeir verði hreinir hið ytra. Hve miklu fremur mun þá blóð Krists, þegar hann hefur í krafti eilífs anda borið sjálfan sig fram fyrir Guð sem lýtalausa fórn, hreinsa samvisku okkar af dauðum verkum svo að við getum þjónað lifanda Guði. Þess vegna er hann meðalgangari nýs  sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum til þess að þau sem Guð hafði kallað mættu öðlast hina eilífu arfleifð sem heitið var. Arfleiðsluskrá tekur ekki gildi fyrr en sá er dáinn sem gerði hana. Hún er óhagganleg þegar um látna er að ræða en er í engu gildi meðan arfleiðandi lifir. Þess vegna var ekki heldur hinn fyrri sáttmáli settur án blóðs. Þegar Móse hafði kunngjört gjörvöllum lýðnum öll boðorð lögmálsins, þá tók hann blóð kálfanna og hafranna ásamt vatni og skarlatsrauðri ull og ísópi, og stökkti bæði á sjálfa bókina og allan lýðinn og mælti: ,,Þetta er blóð sáttmálans sem Guð gerði við yður. Sömuleiðis stökkti hann blóðinu á tjaldbúðina og öll áhöldin við helgiþjónustuna. Og samkvæmt lögmálinu er það nálega allt sem hreinsast með blóði og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs. Bréf/Hebrea 9:6-22.


Bæn dagsins

Kristur Jesús afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu. 2 Tím.1:10.


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera." Lúk.12:34


Bréfið til Hebrea 9.

Helgidómur á himni og jörðu

Nú hafði fyrri sáttmálinn líka fyrirskipanir um þjónustuna og jarðneskan helgidóm. Tjaldbúð var gerð og í fremri hluta hennar voru bæði ljósastikan, borðið og skoðunarbrauðin og heitir hún ,,hið heilaga". En bak við annað fortjaldið var tjaldbúð sem hét ,,hið allra helgasta".Þar var reykelsisaltari úr gulli og sáttmálsörkin sem öll var gulli búin. Í henni var gullkerið með manna í, stafur Arons sem laufgast hafði og sáttmálsspjöldin. En yfir henni voru kerúbar dýrðarinnar og breiddu vængina yfir náðarstólinn. En um þetta hvert og eitt ræði ég ekki nú. Bréf/Hebrea 9:1-5.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 207707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband