Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022

Sálmarnir 47

Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir allri jörðinni. sálm.47:2-3


Jóhanneargðspjall 1

Í upphafi var Orðið  og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því. AMEN. Jóh.1:1-5


Sálmarinir 31

Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar. Bjarga mér í réttlæti þínu. Hneig eyra þitt að mér, kom skjótt mér til hjálpa. sáalm.31:2-3


Bæn dagsins

Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna.AMEN. sálm.84:2


Sálmarn. 5

Heyr orð mín, drottinn, gef gaum að andvörpum mínum. Heyr þú hróp mitt, konungur minn og Guð minn, því að til þín bið ég. Á morgnana heyrir þú ákall mitt, Drottinn, á morgnana fæ ég þér fórn mína og bið þín. Þú ert ekki guð sem gleðst yfir ranglæti, því geta vondir menn ekki leitað skjóls hjá þér. Dramblátir standast ekki fyrir augum þínum, illvirka hatar þú. Þú tortímir lygurum. Drottinn hefur andstyggð  á blóðþyrstum og svikurum. AMEN. sálm.5:2-7


Sálmarnir 86

Hneig eyra þitt, Dottinn, og bænheyr mig því að ég er hjálparvana og snauður. Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum sem treystir þér. Ver mér náðugur, Drottinn, því að ég ákalla þig allan daginn. Lát þjó þinn fagna því að ég hef sál mína til þín. Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Hlýð, Drottinn, á bæn mína og gef gaum að grátbeiðni minni. Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. AMEN.sjám.86:1-7 


Jesaja. 55

Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur.

Hinn guðlausi láti af breytni sinni og illmennið af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins svo að hann miskunni honum, til Guðs vors því að hann fyrirgefur ríkulega. AMEN. jesaja.55:6-7


Jesja.55

Komið, öll sem þyrst eruð, komið til vatnsins og þér sem ekkert fé eigið, komið, komið, kaupið korn og etið, komið,þiggið korn án silfurs og endurgjaldslaust, bæði vín og mjólk. AMEN. jesaja.55:1


Jesaja.56

Bænhús fyrir allar þjóðir

Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og iðkið réttlæti því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega.

Sæll er sá maður sem breytir þannig og heldur fast við það að halda hvíldardaginn án þess að vanhelga hann og varðveitir hönd sína frá því að gera illt. AMEN. Jesaja.56:1


sálmarnir

Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gerir hinn fávísa vitran. AMEN.Sálm.19:8


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 207707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband