Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Markúsarguðspjall.

Slíkra er Guðs ríki

Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur. Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Mark.10:13-16.

 


Bæn dagsins.

Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttakan þeim til hjálpar,sem eru heils hugar við hann. 2. kron.16:9.

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur! Jes.55:6.

Jesús sagði: ,,Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim." Matt.18:19.


Markúsarguðspjall.

Það sem Guð hefur tengt

Jesús tók sig upp þaðan og hélt til byggða Júdeu handan Jórdanar. Fjöldi fólks safnast enn til hans og hann kenndi því eins og hann var vanur. Farísear komu og spurðu Jesú hvort maður mætti skilja við konu sína. þeir vildu reyna hann. hann svaraði þeim: ,, Hvað hefur Móse boðið ykkur? Þeir sögðu: ,,Móse leyfði að rita skilnaðarbréf og skilja við hana." Jesús mælti þá til þeirra: ,,Hann ritaði ykkur þetta boðorð vegna þverúðar ykkar en frá upphafi sköpunar gerði Guð þau karl og konu. Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má maður eigi sundur skilja." Þegar lærisveinarnir voru komnir inn spurðu þeir Jesú aftur um þetta. En hann sagði við þá: ,, Sá sem skilur við konu sína og kvænist annarri drýgir hór gegn henni. Og ef kona skilur við mann sinn og giftist öðrum drýgir hún hór." Mark.10:1-12.


Bæn dagsins.

Sæll er sá maður, sem stenzt freistingu, því að þegar hann hefir reynzt hæfur, mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefir heitið þeim, er elska hann. Jak.1:12.

Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja. Sálm.25:12.

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! 4.Mós.6:25-26.


Markúsarguðspjall.

Varnið þess ekki

Jóhannes sagði við hann: ,,Meistari, við sáum mann reka út illa anda í þínu nafni og vildum við varna honum þess af því að hann fylgdi okkur ekki." Jesús sagði: ,,Varnið honum þess ekki því að enginn gerir kraftaverk í mínu nafni og fer þegar á eftir að tala illa um mig. Sá sem er ekki á móti okkur er með okkur. Sannlega segi ég ykkur að hver sem gefur ykkur bikar vatns að drekka vegna þess að þið hafið játast Kristi, hann mun alls ekki missa af launum sínum. Mark.9:38-41.

Hverju skal til kosta?

Hverjum þeim sem tælir til falls einn af þessum smælingjum sem trúa væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvandi eld. (Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.) Ef fótur þinn tælir þig til falls þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. (Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.) Og ef auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki. Sérhver mun eldi saltast. Saltið er gott en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þið þá krydda það? Hafið salt í sjálfum ykkur og haldið frið ykkar á milli.." Mark.9:42-50.


Bæn dagsins.

Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg. Sálm.139:23-24.

Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16.

fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um þa, sem á jörðunni er. Kól.3:1-2.


Markúsarguðsplajj.

Þeir skildu ekki

Þeir héldu nú brott þaðan og fóru um Galíleu en Jesús vildi ekki að neinn vissi það því að hann var að kenna lærisveinum sínum. Hann sagði þeim: ,,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur og þeir munu lífláta hann en eftir þrjá daga mun hann rísa upp." En þeir skildu ekki það sem hann sagði og þorðu ekki að spyrja hann. 

Hver er mestur?

Þeir komu til Kapernaúm. Þegar þeir voru komnir inn spurði Jesús þá: ,,Hvað voruð þið að ræða á leiðinni?" En þeir sögðu . Þeir höfðu verið að ræða það sín á milli á leiðinni hver væri mestur. Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: ,,Hver sem vill vera fremstur sé síðastur allra og þjónn allra."  Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá: ,,Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur ekki aðeins við mér heldur og við þeim er sendi mig." Mark.9:30-37.

 


Bæn dagsins

Hvern á ég annars að á himnum? Og hafi ég þig, hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. Sálm.73:25-26.

Hvernig fáum vér undan komizt, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði, sem flutt var að upphafi af Drottni?

Heb.2:3.

Drottinn er í nánd Fil.4:5.

Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. 1.Jóh.5:14.

 


Bæn dagsins

Jesús sagði: ,,Mitt ríki er ekki af þessum heimi." Jóh.18:36.

Jesús sagði: ,,Hvar, sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera." Lúk.12:34.

Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér,frelsaði mig frá öllu því, er ég hræddist. Sálm.34:5.


Bæn dagsins.

Hann skaltu láta heita Jesúm, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. Matt.1:21

Ég og ættmenn mínir munum þjóna Drottni. Jós.24:15.

Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir. Jóh.8:36.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

244 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 207847

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband