Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Jóhannesarguðspjall.

158749124_3765180336935077_6293819627059200157_nMaður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það. Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. amen. Jóh,1,6-8.


Jóhannesarguðspjall.

166462419_3821990117920765_8866231407131210591_nOrðið varð hold 

Í upphafi var Orðið  og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því. amen. Jóh,1,1-5.


Lúkasarguðspjall.

159330644_3768328216620289_1519971444223404893_nTrú þú aðeins.

En er Jesús kom aftur fagnaði mannfjöldinn honum því að allir væntu hans. Þávkom þar maður, Jaírus að nafni, forstöðumaður samkundunnar. Hann féll til fóta Jesú og bað hann koma heim til sín því að hann átti einkadóttur, um tólf ára að aldri, og hún lá fyrir dauðanum. Þegar Jesús var á leiðinni þrengdi mannfjöldinn að honum. Þar var kona sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði leitað lækna og varið til aleigu sinni en enginn getað læknað hana. Hún kom að baki Jesú og snart fald klæða hans og jafnskjótt stövaðist blóðlát hennar. Jesús sagði: ,,Hver var það sem snart mig? En er allir synjuðu fyrir það sagði Petur. ,,Meistari, mannfjöldinn treðst að þér og þrýstir á." En Jesús sagði: ,,Einhver snart mig því að ég fann að kraftur fór út frá mér." En er konan sá að hún fékk eigi dulist kom hún skjálfandi, féll til fóta Jesú og skýrði frá því í áheyrn alls fólksins hvers vegna hún snart hann og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast. Jesú sagði þá við hana: ,,Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði." Meðan Jesús var að segja þetta kemur maður heiman frá samkundustjóranum og segir. ,,Dóttir þín er látin, ómaka þú ekki meistarann lengur." En er Jesús heyrði þetta sagði hann við hann; ,,Óttast ekki, trú þú aðeins og mun hún heil verða." þegar hann kom að húsinu leyfði hann engum að fara inn með sér nema Pétri, Jóhannesi og Jakobi og föður stúlkunnar og móður, Og allir grétu og syrgðu hana. Jesúscsagði: ,, Grátið ekki hún er ekki dáin, hún sefur," En þeir hlógu að honum þar eð þeir vissu að hún var dáin. Hann tók þá hönd hennar og kallaði: ,,Stúlka, rís upp! Og andi hennar kom aftur og hún reis þegar upp en hann bauð að gefa henni að eta. Foreldrar hennar urðu frá sér numdir en Jesús bauð þeim að segja engun frá þessum atburði. amen.Lúk,8,40-56.


Lúkasarguðspjall.

158999366_3768251716627939_8349521312038857965_oEn ég segi yður er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður, blessið þá sem bölva yður og biðjið fyrir þeim er misþyrma yður. amen Lúk,6,27-28.

 


Matteusarguðspjall.

165517298_3818525058267271_445006713804609018_oBiðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. 

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hver þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann. amen. matt,7,7-8,13-14.


Lúkasarguðspjall

158694429_10218733634561401_733515007542064626_oDæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfellið. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður. Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Þá sagði Jesús þeim og líkingu; ,,Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans. Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en trkur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn; Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns. amen. Lúk,6,37-42.


Sálmarnir.

160108768_875698592997049_792075791027990392_nÉg elska Drottin af því að hann heyrir grátbeiðni mína. Hann hneigði eyra sitt að mér þegar ég ákallaði hann. amen. sálm,116,1-2.


Sálmarnir.

154128963_121506799890655_342151051073690969_oTil þín hef ég augu mín, þú sem situr áa himnum. Eins og þjónar mæna á hönd húsbænda sinna og eins og þerna mænir á hönd húsmóður sinnar horfa augu vor til drottins Guðs vors uns hann líka oss. Líka oss, Drottinn,líkna  oss því að vér göfum fengið meira en  nóg af spotti, vér höfum fengið meira en nóg af háði hrokafullra, af spotti dramblátra. amen. sálm,123,1-4.


Sálmarnir.

88085122_1475403522637679_8586518310588252160_nHróp mitt nálgist auglit þitt, Drottinn, veit mér skilning samkvæmt orði þínu. Grátbeini mín komi fyrir auglit þitt, frelsa mig eins og þú hefur heitið. Lofsöngur streymi af vörum mínum því að þú kennir mér lög þín, tunga mín syngi orði þínu lof því að öll boð þín eru réttlát. Hönd þín veiti mér lið því að ég kaus fyrirmæli þín. Ég þrái hjálpræði þitt, Drottinn, og lögmál þitt er unun mín. Gef mér að lifa að ég lofi þig og reglur þínar veiti mér lið. Ég villist eins og týndur sauður, leita þú þjóns þíns því að ég hef ekki gleymt boðum þínum. amen, sálm,119,169-176.


Sálmarnir.

89363479_1483274715183893_4225620891477737472_nHöfðingjar ofsækja mig að tilefnislausu en hjarta mitt óttast orð þitt. Ég gleðst yfir fyrirheiti þínu eins og sá er fær mikið herfang. Lygi hata ég og fyrirlít en lögmál þitt elska ég. Sjö sinnum á dag lofaa ég þig fyrir réttlát ákvæði þín. Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt. Ég vænti hjálpræðis þíns, Drottinn, og fer að boðum þínum. Ég fylgi fyrirmælum þínum og elska þau mjög. Ég held boð þín og fyrirmæli og allir vegir mínir eru þér kunnir. amen. sálm,119,161-168.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 207882

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.