Lúkasarguðspjall.

159330644_3768328216620289_1519971444223404893_nTrú þú aðeins.

En er Jesús kom aftur fagnaði mannfjöldinn honum því að allir væntu hans. Þávkom þar maður, Jaírus að nafni, forstöðumaður samkundunnar. Hann féll til fóta Jesú og bað hann koma heim til sín því að hann átti einkadóttur, um tólf ára að aldri, og hún lá fyrir dauðanum. Þegar Jesús var á leiðinni þrengdi mannfjöldinn að honum. Þar var kona sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði leitað lækna og varið til aleigu sinni en enginn getað læknað hana. Hún kom að baki Jesú og snart fald klæða hans og jafnskjótt stövaðist blóðlát hennar. Jesús sagði: ,,Hver var það sem snart mig? En er allir synjuðu fyrir það sagði Petur. ,,Meistari, mannfjöldinn treðst að þér og þrýstir á." En Jesús sagði: ,,Einhver snart mig því að ég fann að kraftur fór út frá mér." En er konan sá að hún fékk eigi dulist kom hún skjálfandi, féll til fóta Jesú og skýrði frá því í áheyrn alls fólksins hvers vegna hún snart hann og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast. Jesú sagði þá við hana: ,,Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði." Meðan Jesús var að segja þetta kemur maður heiman frá samkundustjóranum og segir. ,,Dóttir þín er látin, ómaka þú ekki meistarann lengur." En er Jesús heyrði þetta sagði hann við hann; ,,Óttast ekki, trú þú aðeins og mun hún heil verða." þegar hann kom að húsinu leyfði hann engum að fara inn með sér nema Pétri, Jóhannesi og Jakobi og föður stúlkunnar og móður, Og allir grétu og syrgðu hana. Jesúscsagði: ,, Grátið ekki hún er ekki dáin, hún sefur," En þeir hlógu að honum þar eð þeir vissu að hún var dáin. Hann tók þá hönd hennar og kallaði: ,,Stúlka, rís upp! Og andi hennar kom aftur og hún reis þegar upp en hann bauð að gefa henni að eta. Foreldrar hennar urðu frá sér numdir en Jesús bauð þeim að segja engun frá þessum atburði. amen.Lúk,8,40-56.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 208145

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.