Matteusarguðspjall.

165517298_3818525058267271_445006713804609018_oBiðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. 

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hver þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann. amen. matt,7,7-8,13-14.


Lúkasarguðspjall

158694429_10218733634561401_733515007542064626_oDæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfellið. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður. Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Þá sagði Jesús þeim og líkingu; ,,Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans. Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en trkur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn; Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns. amen. Lúk,6,37-42.


Sálmarnir.

160108768_875698592997049_792075791027990392_nÉg elska Drottin af því að hann heyrir grátbeiðni mína. Hann hneigði eyra sitt að mér þegar ég ákallaði hann. amen. sálm,116,1-2.


Sálmarnir.

154128963_121506799890655_342151051073690969_oTil þín hef ég augu mín, þú sem situr áa himnum. Eins og þjónar mæna á hönd húsbænda sinna og eins og þerna mænir á hönd húsmóður sinnar horfa augu vor til drottins Guðs vors uns hann líka oss. Líka oss, Drottinn,líkna  oss því að vér göfum fengið meira en  nóg af spotti, vér höfum fengið meira en nóg af háði hrokafullra, af spotti dramblátra. amen. sálm,123,1-4.


Sálmarnir.

88085122_1475403522637679_8586518310588252160_nHróp mitt nálgist auglit þitt, Drottinn, veit mér skilning samkvæmt orði þínu. Grátbeini mín komi fyrir auglit þitt, frelsa mig eins og þú hefur heitið. Lofsöngur streymi af vörum mínum því að þú kennir mér lög þín, tunga mín syngi orði þínu lof því að öll boð þín eru réttlát. Hönd þín veiti mér lið því að ég kaus fyrirmæli þín. Ég þrái hjálpræði þitt, Drottinn, og lögmál þitt er unun mín. Gef mér að lifa að ég lofi þig og reglur þínar veiti mér lið. Ég villist eins og týndur sauður, leita þú þjóns þíns því að ég hef ekki gleymt boðum þínum. amen, sálm,119,169-176.


Sálmarnir.

89363479_1483274715183893_4225620891477737472_nHöfðingjar ofsækja mig að tilefnislausu en hjarta mitt óttast orð þitt. Ég gleðst yfir fyrirheiti þínu eins og sá er fær mikið herfang. Lygi hata ég og fyrirlít en lögmál þitt elska ég. Sjö sinnum á dag lofaa ég þig fyrir réttlát ákvæði þín. Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt. Ég vænti hjálpræðis þíns, Drottinn, og fer að boðum þínum. Ég fylgi fyrirmælum þínum og elska þau mjög. Ég held boð þín og fyrirmæli og allir vegir mínir eru þér kunnir. amen. sálm,119,161-168.


Sálmarnir.

88090384_1476427362535295_3607615607714873344_nSjá eymd mína og frelsa mig því að ég hef eigi gleymt lögmáli þínu. Flyt þú mál mitt og bjarga mér, lát mig lífi halda samkvæmt þínu. Hjálpræðið er fjarri óguðlegum því að þeir leita eigi fyrirmæla þinna. Mikil er miskunn þín, Drottinn, lát mig lífi halda eftir ákvæðum þínum. Margir ofsækja mig og þrengja að mér, ég hef ekki vikið frá fyrirmælum þínum. Ég sé trúrofana og kenni viðbjóðs; þeir varðveita eigi orð þitt. Sjá hve ég elska fyrirmæli þín, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir miskunn þinni. Sérhvert orð þitt er satt og réttlætisákvæði þín vara að eilífu. amen. sálm,119,153-160.


Sálmarnir.

87950450_1472942956217069_3506528080615178240_nÉg hrópa af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn, ég vil halda lög þín. Ég ákalla þig, hjálpa þú mér, að ég megi varðveita fyrirmæli þín. Ég er á ferli fyrir dögun, hrópa og bíð orða þinna. Fyrr en vakan hefst eru augu mín vökul og ég íhuga orð þitt. Hlýð á raust mína eftir miskunn þinni, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir ákvæðum þínum. Flátáðir ofsækjendur mínir eru nærri, þeir fjarri lögmáli þínu. Þú ert nálægur, Drottinn, og öll boð þín eru sannleikur. Fyrir löngu hef ég vitað um reglur þínar; þú settir þær, að þær giltu um eilífð. amen. sálm,119,145-152.


Sálmarnir.

87116661_1469072349937463_4667559948060721152_nRéttlátur ert þú, Drorrinn, og réttmætir eru dómar þínir. Þú hefur sett lög þín af réttlæti og mikilli trúfesti. ákal-fi minn tærir mig því að fjendur mínir hafa gleymt orðum þínum. Orð þitt er hreint og tært og þjónn þinn elskar það. Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en fyrirmælum þínum hef ég eigi gleymt. Réttlæti þitt er eilíft réttlæti og lögmál þitt sannleikur. Neyð og hörmung hafa mér að höndum borið, boð þín eru unun mín. Fyrirmæli þíneru rétt um eilífð, veit mér skilning svo að ég megi lifa. amen. sálm,119,137-144.


Sálmarnir.

84919385_1457021321142566_6362997016846401536_nGer skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér. Leys mig undan kúgun manna, að ég megi halda fyrirmæli þín. Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn og kenn mér lög þín. Augu mín flóa í tárum af því að menn varðveita eigi lögmál þitt. amen. sálm,119,133-136.


Sálmarnir.

86989556_1466587716852593_1953580249841139712_nUndursamleg eru fyrirmæli þín, þess vegna held ég þau. Þegar orð þín ljúkast upp ljóma þau og gera fávísa vitra. Ég opna munn minn af áfergju því að ég þrái boð þín. Snú þér til mín og ver mér náðugur eins og þeim er ætlað sem elska nafn þitt. amen.sálm.119,129-132.


Sálmarnir.

84394221_1446814222163276_9221508313106087936_nAugu mín daprast af þrá eftir hjálp þinni og réttlátu fyrirheiti þínu. far með þjón þinn eftir miskunn þinni og kenn mér lög þín. Ég er þjónn þinn, veit mér skilning til að þekkja reglur þínar. Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana, þeir hafa rofið lögmáli þitt. Þess vegna elska ég boð þín meira en gull, já skíragull. Þess vegna fylgi ég öllum fyrirmælum þínum af kostæfni og hata sérhvern lygaveg. amen. sálm,119,123-128.


Sálmarnir.

85159999_1464954120349286_6146391886144733184_nÉg hata tvílráða menn en lögmál þitt elska ég. Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt. Víkið frá mér, illgjörðamenn, að ég megi halda boð Guðs míns. Styð mig með orði þínu, að ég megi lifa og lát von mína eigi verða til skammar. Styð mig að ég megi frelsast og ætíð gefa gaum að lögum þínum.Þú hafnar öllum sem villast frá lögum þínum því að svik þeirra eru til einskis. Þú metur sem sorp alla óguðlega, þess vegna ekska ég fyrirmæli þín, Ég nötra af hræðslu við þig og skelfist dóma þína.  Ég hef iðkað rétt og féttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Tryggðu þjóni þínum velfarnað, lát eigi ofstopamennina kúga mig. amen. sálm.119,113-122.


Sálmarnir.

83245567_1446854138825951_815865124190420992_nÞitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Ég hef svarið  og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði. Ég er mjög beygður, Drottinnn, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Drottinn, tak með velþóknum við gjöfum munns míns og kenn mér ákvæði þín. Líf mitt er ætíð í hættu en ég hef ekki gleymt lögmáli þínu. óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig en ég hef ekki villst frá fyrirmælum þínum. Fyrirmæli þín eru hlutskipti mitt um aldur því að þau gleðja hjarta mitt. ég hef hneigt hjarta mitt að því að hlýða boðum þínum um aldur og allt til enda. amen. sálm.119,105-112.


Sálmarnir.

147182783_353593669063826_2288281887055687419_oHve mjög elska ég lögmál þitt, allan daginn íhuga ég það, Boð þín hafa gert mig vitrari en óvin mína því að þau hef ég ætíð hjá mér. Ég er hyggnari en allir kennarar mínir því að ég íhuga reglur þínar. Ég er skynsamari en öldungar því að ég heldd fyrirmæli þín. Ég forða fæti mínum frá hverjum vondum vegi því að ég fylgi orði þínu. Ég vík eigi frá reglum þínum því að þú hefur kennt mér. Hve sæt eru fyriheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum. Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn, þess vegna hata ég sérhvern lygaveg. amen. sálm,119,97-104.


Sálmarnir.

154128963_121506799890655_342151051073690969_oSál mín tærist af þrá eftir hjálp þinni, ég bíð eftir orði þínu, augu mín daprast af þrá eftir orði þínu: Hvenær  munt þú hugga mig? Ég er orðinn eins og skorpinn vínbelgur en lögum þínum hef ég eigi gleymt. Hve margir eru dagar þjóns þíns? Hvenær kveður þú upp dóm yfir ofsækjendum mínum? Hrokafullir grófu mér grafir, þeir hlýða ekki lögum þínum. Öll boð þín eru áreiðanleg, menn ofsækja mig með lygum, veit mér lið! Við lá að þeir afmáða mig af jörðinni en ég vék ekki frá fyrirmælum þínum. Lát mig lífi halda sakir miskunnar þínnar, að ég megi varðveita reglunnar af munni þínum. Orð þitt, Drottinn, varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum. Frá kyni til kyns varir trúfesti þín, þú hefur grundvallað jörðina og hún stendur. Eftir ákvæðum þínum stendur hún enn í dag því að allt lýtur þér. Væru lög þín ekki gleði mín hefði ég farist í eymd minni. Ég skal aldrei gleyma fyrirmælum þínum því að með þeim hefur þú látið mig lífi halda. Þinn er ég, bjarga mér því að ég leita fyrirmæla þinna, Óguðlegir sitja fyrir mér en ég gef gaum að reglum þínum. Ég hef séð takmörk á allri fullkomnun en boð þín eiga sér engin takmörk. amen. sálm, 119,81-96.


Sálmarnir.

82381173_1439712612873437_7187413695801065472_nHendur þínar sköpuðu mig og mótuðu, veit mér skilning til að læra boð þín. Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir, að þú auðmýktir mig í trúfesti þinni. Lát náð þína verða mér til huggunar eins og þú hefur heitið þjóni þínum. Sendu mér miskunn þína, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín. Lát hrokagikkina verða til skammar sem þjaka mig að ósekju en ég íhuga fyrirmæli þín. Þeir snúi sér til mín sem óttast þig og þekkja fyrirmæli þín. Gef mér að fylgja lögum þínum af heilu hjarta svo að ég verði eigi til skammar. amen.sálm,119,73-80.


Sálmarnir.

80693257_1412537758924256_2015836917488156672_nÞú hefur gert vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Veit mér dómgreind og þekkingu því að ég treysti boðum þínum. Áður en ég varð auðmjúkur villtist ég en nú varðveoti ég orð þitt. Þú ert góður og gerir vel, kenn mér lög þín. Hrokafullir spinna upp lygar gegn mér en ég fylgi boðum þínum af öllu hjarta. Hjarta þeirra er sljótt og feitt en ég hef yndi af lögmáli þínu. Það varð mér til góðs að ég var beygður svo að ég gæti lært lög þín. Lögmálið úr munni þínum er mér mætara en þúsundir skildinga úr silfri og gulli. amen. sálm 119.65-72.


Sálmarnir.

79667013_1405831952928170_3625779221978152960_nDrottinn er hlutskipti mitt, ég hef heitið að halda boð þín. Ég ákalla þig af öllu hjarta, vertu mér náðugur eins og þú hefur heitið. Ég hef hugað að vegum mínum og beint skrefum mínum að fyrirmælum þínum.Ég hef flýtt mér og eigi tafið að hlýða boðum þínum. Snörur óguðlegra lykja um       mig en ég gleymi ekkilögmáli þínu. Um miðnætti tís ég upp til að þakka þér réttlát ákvæði þín. Ég er vinur allra sem óttast þig og halda fyrirmæli þín. Drottinn, jörðin er full af miskun þinni, kenn mér lög þín. amen. sálm,119,57-64.


Sálmarnir.

79184837_1399876156857083_2218110339323527168_nÉg finn unað í boðum þínum, þeim er ég elska. Ég rétti út hendurnar móti boðum þínum, þeim er ég elska, og íhuga lög þín. Minnstu þess orðs við þjón þinn sem þú gafst mér að vona á, það er huggun mín í eymd minni að orð þitt lætur mig lífi halda. Þeir hrokafullu spotta mig ákaflega en ég vík eigi frá lögmáli þínu. Ég minnist boða þinna frá öndverðu, Drottinn, og læt huggastt.amen. sálm,119,47-52.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

86 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 218349

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.