Bæn dagsins...Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Þá mun tjaldbúð þín endurreist verða með miklum fögnuði.

Drottinn gleðji alla útlaga þína, Jerúsalem, og auðsýni öllum þínum umkomulausu kærleika frá kyni til kynd og um aldir alda.

Skært ljós mun skína til endimarka jarðar og margar þjóðir munu koma langt að til þín, lýðir frá ystu endimörkum jarðar til að nálgast þitt heilaga nafn.

Þeir munu færa konungi himinsins gjafir.

Ein kynslóð af annarri mun syngja gleðisöng í þér og nafn hinnar útvöldu borgar mun vara frá kyni til kyns um aldir alda.Amen.

Tóbítsbók:13:10-11


Bæn dagsins... Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Ég lofa Guð minn og sál mín lofsyngur konung himinsins og fagnar yfir mikilleik hans.

Allir skulu tala um stórvirki hans og syngja honum lof Jerúsalem.

Jerúsalem, borgin helga, þig mun hann hirta fyrir syndir sona þinna en réttlátum mun hann miskunna.

Þakka þú Drottni því að hann er góður, lofa konung eilífðarinnar. Amen.

Tóbítsbók:13:7-10


Bæn dagsins...Lofgjörð Tóbíts...þá bað Tóbít:

Hann mun hirta yður vegna ranglætis yðar, en hann mun einnig miskunna yður og leiða yður aftur frá þjóðunum öllum sem yður var dreift á meðal.

Þegar þér snúið yður til hans af öllu hjarta og allri sálu og gerið rétt fyrir augliti hans mun hann snúa sér að yður og ekki framar hylja ásjónu sína fyrir yður.

Sjáið hvað hann hefur gert fyrir yður og þakkið honum hástöfum.

Lofið Drottin réttlætisins, vegsamið konung eilífðarinnar.

Ég þakka honum í landi útlegðar minnar, kunngjöri syndugri þjóð mátt hans og mikilleik.

Snúið við, syndarar, lífið réttlátlega fyrir augliti hans.

Þá kann að vera að hann auðsýni yður náð og miskunn.Amen.

Tóbítsbók:13:5-6


Bæn dagsins Lofgjörð Tóbíts...þá bað Tóbít:

Lofaður sé lifandi Guð að eilífu, lofað sé ríki hans.

Hann agar en miskunnar einnig, leiðir til heljar niður í jarðardjúp en hrífur einnig úr gereyðingunni.

Enginn fær umflúið hönd hans.

Þakkið honum, Ísraelsmenn, í augsýn heiðingjanna.

Meðal þeirra dreifði hann yður.

Þar sýndi hann mátt sinn.

Vegsamið hann frammi fyrir öllum lifendum því að hann er Drottinn vor, Guð vor og faðir vor.

Hann er Guð um aldir alda.Amen.

Tóbítsbók:13:1-4


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.