Bæn dagsins..Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Lofa þú Drottin, sála mín, konunginn mikla.

Því að Jerúsalem mun endurreist sem hús Drottins um aldir alda.

Ég mun sæll ef nokkrir niðjar minna lifa og fá að líta dýrð þína og lofa konung himinsins.

Hlið Jerúsalem munu gerð úr safír og smaragði, allir múrar þínir af eðalsteinum.

Turnar Jerúsalem munu gerðir af gulli, varðturnarnir af skíragulli.

Stræti Jerúsalem munu lögð steinflögumyndum og eðalsteinum frá Ófír.

Frá hliðum Jerúsalem munu gleðisöngvar óma og frá hverju húsi mun hljóma: Hallelúja, lofaður sé Ísraels Guð! Hinir blessuðu munu lofa nafn Hins heilaga nú og að eilífu. Amen.

Tóbítsbók:13:15-18


Bæn dagsins..Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Bölvaðir séu allir sem lasta þig, bölvaðir allir sem eyða þig og rífa niður múra þína, fella turna þína og leggja eld að húsum þínum.

En blessaðir séu þeir um eilífð sem auðsýna þér lotningu.

Kom þá og fagna yfir sonum réttlátra því að allir munu safnast saman og lofa Drottin eilífðarinnar.

Sælir eru þeir sem elska þig, sælir eru þeir sem gleðjast yfir velgengni þinni.

Sælir eru allir þeir sem hryggjast yfir þeim þjáningum öllum sem á þér dundu því að þeir munu gleðjast yfir þér og sjá öll fagnaðarefni þín um eilífð. Amen.

tóbítsbók:13:12-14


Bloggfærslur 4. mars 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 207887

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.