Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025
12.1.2025 | 09:42
Bæn dagsins...
Sunnudagsmorgunn
Góði Guð
Vertu velkominn inn í hjarta mitt í dag. Viltu hjálpa mér að halda því hreinu og hjálpaðu mér að gæta tungu minnar. Ég bið þess að þú stýrir skrefum mínum í dag að þú leiðir mig þangað sem þú vilt. Hjálpaðu mér að láta gott af mér leiða og bera ljósið þitt og kærleika til allra þeirra sem ég hitti í dag. Ég bið þig, Drottinn, að hjálpa mér að láta aldrei skapið hlaupa með mig í gönur. Vilt þú sniða af þá galla sem þú sérð í fari mínu til þess að allir þeir kostir sem þú hefur gefið mér fái notið sín betur, þér til dýrðar og öðrum til blessunar. Hjálpaðu mér að muna að lífið er gjöf frá þér og ég þarfnast hjálpar þinnar til að fara vel með það. Ég fel hús mitt allt, ættingja mína, vini og Íslendinga alla í þínar hendur í dag. Hjálpaðu okkur öllum að fylgja þér og gefðu okkur þinn frið. Í Jesú nafni amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2025 | 13:00
Bæn dagsins...
Laugardagskvöld
Góði Guð
Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er að baki. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag, fylgdir mér eftir og hjálpaðir mér. Viltu vaka yfir mér í nótt og öllu mínu fólki. Viltu gefa að við vöknum frísk og heil heilsu í fyrramálið á Drottins degi. Hjálpaðu okkur öllum að fara vel með gjafir þínar og vera góð hvert við annað. Ég bið þig, Jesús, að þinn vilji verði í lífi mínu, að þú hjálpir mér að líkjast þér í orði og verki. Viltu hjálpa mér að lesa orðið þitt, Biblíuna, og gefa mér skilning á því sem ég les. Varðveittu skref mín frá hrösun og verndaðu mig og allt mitt fólk frá öllu illu. Ég fel land mitt og þjóð í þínar hendur í nótt og alla daga. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2025 | 08:56
Bæn dagsins...
Laugardagsmorgunn
góði Guð
Þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir allt sem þú gefur mér. Hjálpaðu mér að feta í fótspor þín í dag. Hjálpaður mér að leita þín af öllu hjarta. Verði þinn vilji í lífi mínu í dag. viltu hjálpa mér að skilja hvað þú, Jesúys, gerðir fyrir mig á Golgata. Þakka þér fyrir að þú dóst á krossinum til þess að ég kæmist til þín þegar þ´ðu kallar mig burt úr þessum heimi. Leyfðu mér að finna hinn sanna tilgang lífsins og hjálpaðu mér að trúa á þig. Þú ert styrkurinn minn og ég vil fylgja þér. Drottinn, ég bið þig að hjálpa mér að lifa í friði, sátt og samlyndi við alla menn og gefðu mér styrk til að þegja yfir þeim leyndamálum sem mér er trúað fyrir. Í Jesú nafni, amen.
bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2025 | 21:41
Bæn dagsins...
Föstudagskvöld
Góði Guð
Þakka þér fyrir varðveislu þína í dag. Þakka þér fyrir að mega tala við þig hvern einasta dag og hvert einasta kvöld. Þakka þér fyrir að þú skulir alltaf hafa tíma. Ég bið, Jesús, fyrir öllum þeim sem á þig trúa. Viltu auka þeim trú. Ég bið líka fyrir þeim sem eru ofsóttir fyrir að trúa á þig. Hjálpaðu þeim að gefast ekki upp. Elsku Jesús, ég bið þig líka að vera með öllum kristniboðunum út um allan heim, gefa þeim visku og styrk til að takast á við allt sem mætir þeim. Leiddu þá alla eftir þínum vilja. Hjálpaðu öllum börnunum út um allan heim sem eiga ekkert heimili. Ég bið þig líka að hugga og hjálpa öllum börnum á Íslandi sem eiga bágt. Hjálpaðu þeim sem eiga foreldra sem drekka mikið eða neyta fíkniefna. Sendu þína lausn inn á þau heimili. Svo bið ég þig, Jesús, umfrið yfir allt mitt hús í nótt og rektu allt illt í burtu. Í Jesús nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2025 | 05:32
Bæn dagsins...
Föstudagsmorgunn
Góði Guð
Ég þakka þér fyrir nýjan dag. Þakka þér fyrir hvíld næturinnar. Þakka þér fyrir dagana sem að baki eru og þakka þér fyrir þér fyrir þá sem framundan eru. Viltu hjálpa mér að vera trú/r í öllu sem ég tek mér fyrir hendur í dag. Viltu gefa mér löngun til að vera heiðarleg/urr og segja satt. Hjálpaðu mér að stæra mig ekki í dag og gefðu að ég geri ekki lítið úr öðrum. Ég á ekkert sem ég hef ekki þegið úr þinni hendi og ég bið þig að hjálpa mér að muna það Jesús, vilt þú sjálfur ganga mér við hlið í dag og ég bið þess að aðrir megi finna að þú ert vinur minn. Ég þakka þér fyrir að þú bregst mér ekki og ég bið þig að hjálpa mér að bregðast þér ekki. Heilagur andi, þú sem hjálpar mér og biður fyrir mér, gefðu að ég megi kynnast þér betur og þekkja þig. Verði þinn vilji í lífi mínu, Drottinn, í dag og alla daga. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2025 | 20:16
Bæn dagsins...
Fimmtudagskvöld
Góði Guð
Ég þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir að ég fékk að vakna í morgun og lifa fram á kvöld. Viltu hugga alla þá sem hafa misst vini sína eða ættingja og syrgja. Viltu hugga alla þá sem kvíða nóttunni og leyfa þeim að finna þig og þann frið sem þú gefur. Ef það er eitthvað, Drottinn, sem ég hef gert og þér líkar ekki þá bið ég að fyrirgefa mér. Ef ég hef komið illa fram við einhvern án þess að taka eftir því, þá bið ég þig að fyrirgefa mér, og ég bið þig líka að hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Hér er ég, Drottinn.Gerðu mig eins og þú vilt hafa mig. Taktu gallana burt úr fari mínu og mótaðu mig eins og þú vilt. Ég þakka þér fyrir að áætlun þín er mér fyrir bestu. Þú elska mig eins og ég er og þú hefur máttinn til að laga það sem betur má fara. Góða nótt, Jesús. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2025 | 05:38
Bæn dagsins...
Fimmtudagsmorgunn
Góði Guð
Enn á ný hefur þú varðveitt mig og gætt mín vel. Hjálpaðu mér í dag að fara vel með gjafir þínar. Jesús, viltu varðveita hjarta mitt hreint. Gefðu mér visku til að hleypa óhreinu inn í huga eða hjarta og ég bið þig, Jesús, að búa í hjarta mínu. Leyfðu mér að finna hvenær þér mislíkar það sem ég geri eða hugsa svo ég geti hagað mér vel á allan hátt. Ég legg þennan dag í þínar hendur og allt sem ég þarf að gera í dag. Viltu hjálpa mér að lifa þannig að ég þurfi ekki að sjá eftir neinu í kvöld. Hjálpaðu mér að vera sannur vinur vina minna og bregðast þeim ekki. Hjálpaðu mér líka að tala ekki illa um neinn og vera góð/urr við þá sem eru minni máttar. Taktu burt allan kvíða, óróa og efa og hjálpaðu mér að treysta þér. Jesús, fylltu mig af anda þínum og varðveittu mig í trúnni á þig. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2025 | 22:24
Bæn dagsins...
Miðvikudagskvöld
Góði Guð Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er kominn að kvöldi. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag. fylgdir mér hvert sem ég fór og verndaðir mig frá öllu illu. Viltu gefa mér þinn frið. Hjálpaðu mér að leggja allt í þínar hendur sem íþyngir mér. Jesús, ég þakka þér fyrir að þú lifir og viltu leyfa mér að finna fyrir nærveru þinni á þessari stundu. Gefðu að ég megi finna fyrir nærveru þinni hvern einasta dag. Ég bið þig að vaka yfir öllum ættingjum mínum og vinum í nótt og vera með öllum þeim sem eiga bágt. viltu gefa þinn frið yfir landið mitt í nótt og gefa vináttu og kærleika inn á öll heimilin. Þér er enginn hlutur hulinn, Drottinn, og þú getur allt. Þess vegna bið ég þig að hjálpa öllum þeim sem þurfa á þinni hjálp að halda, en kunna ekki að leita til þín og þekkja þig ekki. Opnaðu hjarta þeirra fyrir orði þínu, Biblíunni, og sendu einhvern til þeirra sem færir þeim þinn frið. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2025 | 05:46
Bæn dagsins
Miðvikudagsmorgunn
Góði Guð
Þú ert Guð sem gefur lífið og þú einn veist hvað á eftir að mæta mér í dag. Viltu gefa mér gleði, umburðarlyndi og hógværð, hvað sem hendir mig. Viltu gefa mér gleðina þína og hjálpa mér að sjá alltaf jákvæða hluti í öllum kringumstæðum. Þakka þér fyrir þá trú sem þú gefið mér og bið þig að auka mér trú Hjálpaðu mér að líkjast þér, Jesús, og fylltu mig af krafti þínum. Ég bið þig Drottinn, að vernda mig í dag frá öllum slysum og hættum og frá öllum sjúkdómum og veikindum. Varðveittu mig í umferðinni og gefðu mér skynsemi. Viltu líka gefa að ég heyri þegar þú tala og hjálpaðu mér að hlýða þér. Ég vil ganga með þér hvern einasta dag og viltu hjálpa mér að láta gott af mér leiða. Leiddu mig í veg fyrir það fólk sem þú vilt að ég hitti í dag og láttu ljósið þitt lýsa í mér. Jesús, vertu velkominn inn í hjarta mitt í dag og alla daga. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2025 | 20:05
Bæn dagsins...
Þriðjudagskvöld
Góði Guð
Þakka þér fyrir að mega koma fram fyrir þig hvar og hvenær sem er. Þakka þér fyrir að þú þekkir alla hluti og í návist þinni get ég verið nákvæmlega eins og ég er. Þú þekkir mig betur en ég sjálf/ur og þú veist hvað ég hugsa. Fyrirgefðu mér, Drottinn, að ég hef oft syndgað gegn þér og gert það sem rangt er í þínum augum. En ég vil vera góð manneskja og ég vil Vaxa og þroskast í lífinu. Hjálpaðu mér að láta ekki óhöpp lífsins, særandi orð eða háðsglósur annarra skapa hatur í hjarta mínu. Ég bið fyrir öllum þeim sem einhvern tíma hafa sært mig. Hjálpaðu mér að fyrirgefa þeim og ég bið þig, Jesús, að hjálpa þeim að fyrirgefa mér. Hjálpaðu mér að láta ekki vonsku annarra hafa þau áhrif á mig að ég verði vond/ur og bitur. Gefðu heldur, Drottinn, að jákvætt viðhorf mitt og góðmennska breyti framkomu annarra til betri vegar. Svo bið ég þig að gefa mér góða nótt í nótt og vernda heimilið mitt. Í Jesú nafni. amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
258 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 215617
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 10.4.2025 Bæn dagsins...
- 9.4.2025 Bæn dagsins...
- 8.4.2025 Bæn dagsins...
- 7.4.2025 Bæn dagsins...
- 6.4.2025 Bæn dagsins...
- 5.4.2025 Bæn dagsins...
- 4.4.2025 Bæn dagsins...
- 3.4.2025 Bæn dagsins...
- 2.4.2025 Bæn dagsins...
- 1.4.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson