Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025
7.1.2025 | 05:35
Bæn dagsins...
Þriðjudagsmorgunn
Góði Guð
Þakka þér fyrir að þú sendir Jesú í heiminn til að verða frelsarinn minn. Þakka þér, Jesús, fyrir að vilja koma og ganga þann veg sem Guð ætlaði þér. Þakka þér fyrir að gefast ekki upp og ég bið þig að hjálpa mér í dag að hafa sama hugarfar og þú. Viltu hjálpa mér að gefast aldrei upp og viltu gefa að ég finni þann tilgang sem þú, Drottinn, hefur með lífi mínu. Jesús, viltu hjálpa mér við allt sem ég tek mér fyrir hendur í dag. Láttu það heppnast og viltu hjálpa mér að vera þér til gleði. Hjálpaðu mér líka að upphefja ekki sjálfa/n mig því að allir mínir hæfileikar og kostir eru frá þér komnir. Þú einn hefur líf mitt í þinni hendi og þú veist hversu margir ævidagar mínir verða. Viltu gefa, Drottinn minn, að ég verði tilbin/n að mæta þér og ég bið þess að nafnið mitt verði skráð í lífsins bók og aldrei afmáð þaðan. Þinn er mátturinn og þin er dýrðin. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2025 | 21:30
Bæn dagsins
Mánudagskvöld
Góði Guð
Þakka þér fyrir þennan dag, sem nú er kominn að kvöldi. Þakka þér fyrir alla þá sem ég hitti í dag og viltu varðveita okkur öll frá öllu illu. Ég bið þig, Jesús, að fyrirgefa mér það sem ég gerði rangt í dag og hjálpaðu mér að gera það sem rétt er. Viltu hjálpa mér að hleypa aldrei hatri inn í hjarta mitt heldur lifa í kærleika og fyrirgefningu þinni. Þakka þér fyrir lífið sem þú gafst mér og viltu hjálpa mér að fara vel með allar þær gjafir sem þú hefur gefið mér. Viltu vaka yfir heimili mínu í nótt og gæta mín á meðan ég sef. Láttu líkama þinn og blóð, Jesús, sem við minnumst í altarisgöngunni vernda okkur öll og alla okkar lífsleið. Þinn er mátturinn og dýrðin Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2025 | 05:36
Bæn dagsins...
Mánudagsmorgunn
Góði Guð
Þakka þér fyrir nóttina sem þú gafst mér. Þakka þér fyrir að leyfa mér að vakna og lifa. Ég þakka þér fyrir, Drottinn, að þú gefur mér styrk til að takast á við vikuna sem er framundan og allt sem henni fylgir. Viltu hjálpa mér að líkjast þér í dag. Hjálpaðu mér að vera sú manneskja sem þú skapaðir mig til að verða. Verði þinn vilji í lífi mínu. Heilagur andi viltu fylla mig af þér og hjálpa mér að líkjast Jesú á allan hátt. Hjálpaðu mér, Drottinn, að vera góð/ur við alla sem ég hitti í dag og viltu láta ljósið þitt lýsa í mér. Jesús, ég bið þig að koma inní hjarta mitt og fylla það af kærleika til allra manna. Ég bið þess líka að ríki þitt komi á jörðinni. viltu, Drottinn, blessa landið mitt, heimilið mitt og alla sem mér þykir vant um. Frelsaðu okkur frá öllu illu og hjálpaðu okkur að vera tilbúin að mæta þér. Í Jesú nafni, amen.
Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2025 | 21:44
Bæn dagsins...
Sunnudagskvöld
Góði Guð
Þakka þér fyrir helgina sem nú er að baki. Viltu hjálpa mér að vera þér til gleði og öllum til hjálpar og hamingju sem verða á vegi mínum næstu daga. Huggaðu þá sem syrgja og eiga bágt og hjálpaðu þeim að leita huggunar í orði þínu, Biblíunni. Viltu blessa þjóðina mína í nótt og alla daga. Ég bið þig líka að vera með prestunum og þeim sem heimsækja þá sem eiga erfitt. Ég þakka þér fyrir, Drottinn, að mega segja þér allt. Þú skilur allt og ferð ekki með það lengra. Ég bið fyrir öllum sem hafa sært mig og ég bið þig að hjálpa mér að fyrirgefa þeim. Ég bið þig líka að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert rangt og viltu hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Ég legg mig í þínar hendur í nótt og bið að þinn vilji verði í lífi mínu. Í Jesú nafni, amen
Bænabók
Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2025 | 07:58
Bæn dagsins
Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka.Amen.
Sálm:91:9-13
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2025 | 05:29
Bæn dagsins...
23 Davíðssálmur.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig og um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Amen.
Sálm:23:1-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2025 | 08:40
Bæn dagsins...
Til söngstjórans. Davíðssálmur.
Heyr, Guð, raust mína er ég kveina, varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins, skýl mér fyrir flokki illmenna, fyrir illvirkjamúg er hvetur tungur sínar sem sverð, miðar eitruðum orðum líkt og örvum til þess að skjóta úr launsátri á hinn ráðvanda, þeir hæfa hann óvænt, hvergi hræddir. Þeir eggja hver annan með illyrðum, ráðgast um að leggja snörur, spyrja: ,,Hver getur séð oss?" Þeir áforma glæpi, leyna lævísum brögðum. Hyldýpi er hugur manns og hjarta. Þá skýtur Guð ör gegn þeim, óvænt verða þeir sárir og tunga þeirra verður þeim að falli.
Hver sem sér þá hristir höfuðið og allir fyllast skelfingu.
Þá mun hver maður óttast, kunngjöra dáðir Guðs og gefa gætur að verkum hans. Hinn réttláti gleðst yfir Drottni og leitar hælis hjá honum og allir hjartahreinir munu sigri hrósa. Amen.
Sálm:64:2-11
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2025 | 07:05
Bæn dagsins...
Sálmur eftir Davíð þá er hann var í Júdaseyðimörk.
Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég. Sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í vatnslausu landi, skrælnuðu af þurrki. Þannig hef ég litast um eftir þér í helgidóminum til að sjá mátt þinn og dýrð. Miskunn þín er mætari en lífið. Varir mínar skulu vegsama þig. Þannig mun ég lofa þig á meðan ég lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni. Ég mettast eins og af feitmeti og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum. Því að þú komst mér til hjálpar, í skugga vængja þinna fagna ég. Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig. Þeir sem sækjast eftir lífi mínu munu sjálfir hverfa í djúp jarðar. Þeir munu verða ofurseldir sverðseggjum, verða sjakölum að bráð.
En konungurinn mun gleðjast yfir Guði, hver, sem sver við hann, skal fagna af því að munni lygaranna verður lokað. Amen.
Sálm:63:2-12
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2025 | 10:29
Bæn dagsins...
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld því að frá honum kemur von mín. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur. Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. þjóð, treyst honum ávallt, úthall hjarta þínu fyrir honum. guð er oss athvarf. Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn, á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman. Treystið ekki á ofbeldi, alið ekki fánýta von til rændra muna. Þótt auðurinn vaxi, þá reið þig ekki á hann.
Eitt hefur Guð sagt, tvennt hef ég heyrt: Hjá Guði er máttur og hjá þér, Drottinn, er miskunn því að þú geldur sérhverjum eftir verkum hans. Amen.
Sálm:62:6-13
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2025 | 00:25
Bæn dagsins...
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann einn er klettur minn og hjálpræði,vígi mitt, mér skrikar ekki fótur. Amen.
Sálm:62:2-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
250 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 17.4.2025 Bæn dagsins...
- 16.4.2025 Bæn dagsins...
- 15.4.2025 Bæn dagsins...
- 14.4.2025 Bæn dagsins...
- 13.4.2025 Bæn dagsins...
- 12.4.2025 Bæn dagsins...
- 11.4.2025 Bæn dagsins...
- 10.4.2025 Bæn dagsins...
- 9.4.2025 Bæn dagsins...
- 8.4.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson