Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Bæn dagsins...Við Fögrudyr.

Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna.

Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins sem nefndar eru Fögrudyr til að beiðast ölmusu af þeim er inn gengu í helgidóminn.

Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn baðst hann ölmusu.

Þeir horfðu fast á hann og Pétur sagði: ,,Lít þú á okkur."

Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. 

Pétur sagði: ,,Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasarit, statt upp og gakk!" Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp.

Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir, hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga.

Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð.

 Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð.

Menn könnuðust við að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu.

Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því sem fram við hann hafði komið. Amen.

Post:3:1-10.


Bæn dagsins...Samfélag trúaðra.

Ótta setti að hverjum manni en mörg undur og tákn gerðust fyrir hendur postulanna.

Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.

Menn seldu eigur sínar og muni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á.

Daglega komu menn saman með einum huga í helgidóminum, brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.

Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum.

En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim er frelsast létu. amen.

Post:2:43-47.    .

 


bæn dagsins...Ræða Péturs

Þennan Jesú reisti Guð upp og erum við allir votta þess.

Nú er hann hafinn upp til hægri handar Guðs og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum eins og þið sjáið og heyrið.

Ekki steig Davíð upp til himna en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.

Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt að þennan Jesú, sem þið krossfestuð, hefur Guð gert bæði að Drottni og Kristi."

Er menn heyrðu þetta var sem stungið væri í hjörtu þeirra og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: ..Hvað eigum við að gera, bræður?" Pétur sagði skírast í nafni Jesú Krists svo að þið öðlist fyrirgefningu syndanna og gjöf heilags anda.

Því að ykkur er ætlað fyrirheitið, börnum ykkar og öllum þeim sem í fjarlægð eru, öllum þeim sem Drottinn Guð vor kallar til sín.

Og með öðrum fleiri orðum brýndi hann þá og hvatti og sagði: ,,Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð.

En þau sem veittu orði hans viðtöku tóku skírn og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir.

þau ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar. Amen.

Post:2:32-42.


Bæn dagsins...Ræða Péturs

Systkin,óhikað get ég talað við ykkur um ættföðurinn Davíð.

Hann dó og var grafinn og leiði hans er til hér allt til þessa dags.

En hann var spámaður og vissi að Guð hafði með eiði heitið honum að setja einhvern niðja hans í hásæti hans.

Því var það upprisa Krists sem hann sá fyrir þegar hann sagði: Ekki varð hann eftir skilinn í helju og ekki varð líkami hans rotnun að bráð.  Amen.

Post:2:29-31


Bæn dagsins...Ræða Péturs.

Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður sem kom til ykkar frá Guði.

Guð sannaði ykkur það með því að láta hann gera kraftaverk, undur og tákn meðal ykkar eins og þið vitið sjálfir.

Hann fenguð þið framseldan eins og Guð vissi fyrir og felldi að áætlun sinni og þið létuð lögleysingja negla hann á kross og taka af lífi.

En Guð leysti hann úr dauðans böndum og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið að dauðinn fengi haldið honum því að Davíð segir um hann: Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér.

Hann er mér til hægri handar svo að mér sé borgið.

Fyrir því gladdist hjarta mitt og tunga mín fagnaði.

Meira að segja mun líkami minn hvílast í von.

Því að ekki mun þú skilja sálu mína eftir í helju og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.

Kunna gerðir þú mér lífsins vegu og návist þín fyllir mig fögnuði. Amen.

Post:2:22-28

 

 


Bæn dagsins...Ræða Péturs.

Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.

Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð, eld og reykjarmökk.

Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð áður en dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi.

En hver sá sem ákallar nafn Drottins mun frelsast. Amen.

Poist:2:18-21.

 


Bæn dagsins...Ræða Péturs.

Þá steig Pétur fram og þeir ellefu og hann hóf upp raust sína og mælti til þeirra: ,,Gyðingar og allir Jerúsalembúar! Þetta skuluð þið vita.

Ljáið eyru orðum mínum. 

Eigi eru þessir menn drukknir eins og þig ætlið enda aðeins komin dagmál.

Hér er að rætast það sem spámaðurinn Jóel segir: Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.

Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og aldraða yðar á meðal mun drauma dreyma. Amen.

Post:2:14-17


Bæn dagsins...Gjöf heilags anda.

Þá er uppvar runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað.

Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru.

Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra.

Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.

Í Jerúsalem dvöldust  Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum.

Er þetta hljóð heyrðist kom allur hópurinn saman.

Þeim brá mjög við því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu.

Menn voru frá sér af undrun og sögðu: ,,Eru þetta ekki allt Galíleumenn sem hér eru að tala? Hvernig má það vera að við, hvert og eitt, heyrum þá tala okkar eigið móðurmál? Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm.

Hér eru bæði gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar.

Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs." 

Allir voru furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Fólkið er drukkið af sætu víni." Amen.

Post:2:1-13


Bæn dagsins...Postuli valinn.

Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan.

Er þeir komu þangað fóru þeir upp í loftstofuna þar sem þeir dvöldust: það voru þeir Pétur og Jóhannes,Jakob og Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómaus, Mattheus, Jakob Alfensson, Símon vandlætari og Júdas Jakobsson.

Konurnar voru einnig með þeim og María móðir Jesú og bræður hans.

Öll voru þau með einum huga stöðug í bæninni.

Post:1:12-14

Á þessum dögum stóð Pétur upp meðal lærisveinanna.

Þar var saman kominn flokkur manna, um eitt hundrað og tuttugu að tölu.

Hann mælti: ,,Systkin, rætast hlaut það sem heilagur andi sagði fyrir munn Davíðs í Heilagri ritningu um Júdas sem vísaði leið þeim er tóku Jesú höndum.

Hann var í okkar hópi og honum var falin sama þjónusta.

Hann keypti landspildu fyrir launin sem hann fékk fyrir ódæði sitt, steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju svo að iðrin öll lágu úti.

Þetta varð kunnugt öllum Jerúsalembúum og er spilda sú kölluð Akeldamak á tungu þeirra, það er Blóðreitur.

Ritað er í Sálmunum: Bústaður hans skal í eyði verða, enginn skal í honum búa, Annar taki embætti hans.

Einhver þeirra manna sem með okkur voru alla tíð meðan Drottinn Jesús gekk inn og út á meðal okkar, allt frá skírn Jóhannesar til þess dags er hann varð upp numinn frá okkur, verður nú að gerast vottur upprisu hans ásamt okkur." 

Menn völdu tvo, Jósef, kallaðan Barsabbas, öðru nafni Jústus, og Matthías, báðust fyrir og sögðu: ,,Drottinn, þú sem þekkir hjörtu allra.

Sýn þú hvorn þessara þú hefur valið til að taka við þessari þjónustu og postuladómi sem Júdas vék frá til að fara til síns eigin staðar.

Þeir hlutuðu um þá og kom upp hlutur Matthíasar.

Var hann tekinn í tölu postulanna með þeim ellefu. Amen.

Post:1:15-26

 

 

 

 


Bæn dagsins...Upp numinn.

Meðan þeir voru saman spurðu þeir hann: ,,Drottinn, ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa Ísrael?" Hann svaraði: ,,Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir sem faðirinn hefur sjálfur ákveðið.

En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."

Þegar hann hafði mælt þetta verð hann upp numinn að þeim ásjáandi og ský huldi hann sjónum þeirra.

Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: ,,Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins." Amen.

Post:1:6-11


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.