Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024

Bæn dagsins...Háðsyrði um hjáguðadýrkun.

Helminginn af viðnum brennir hann í eldi, á glóðinni steikir hann kjöt, etur steik og verður saddur, hlýjar sér og segir: ,,Nú er mér vel heitt, ég nýt eldsins."

Úr því sem gengur af gerir hann sér  guð, skurðgoð sem hann krýpur fyrir, tilbiður og segir: ,,Hjálpa mér því að þú ert guð minn."

Þ:eir skynja hvorki né skilja því að augu þeirra eru lokuð svo að þeir sjá ekki, og hjörtu þeirra einnig svo að þeir skilja ekki.

Hann hugsar ekki neitt, hefur hvorki skyn né skilning til að segja: ,,Ég brenndi helming viðarins í eldi og bakaði brauð við glæðurnar, steikti á þeim kjöt og neytti en úr því sem  eftir var gerði ég mér viðurstyggð og ég kraup fyrir trjádrumbi."

Þann mann, sem sækist eftir ösku, hefur táldregið hjarta blekkt og hann bjargar ekki lífi sínu og segir: ,,Er það ekki tál sem ég hef í hægri hendi? Amen.

Jesaja:44:16-20

 

 


Bæn dagsins...Háðsyrði um hjáguðadýrkun.

Járnsmiður vinnur verk sitt við glóðir, slær smíði sína til með hamri og mótar hana með sterkum armi.

Þegar hann hungrar missir hann máttinn, fái hann ekki vatn að drekka. þreytist hann.

Trésmiður mælir með þræði, dregur upp útlínur með krít, sker úr viðinn með hnífi sínum, markar fyrir með sirkli og gerir mannsmynd, fríðleiksmann sem á að búa í húsi.

Hann fellir sedrustré, velur sér steineik eða aðra eik, lætur trén vaxa innan um önnur skógartré.

Hann gróðursetur ask sem regnið veitir vöxt svo að hann nýtist mönnum til eldiviðar.

Hann tekur nokkuð af viðnum og ornar sér, kveikir eld við hluta hans og bakar brauð, úr nokkru gerir hann guð og fellur fram fyrir honum, mótar hann sem líkneski og krýpur fyrir því. Amen.

Jesaja:44:12-15


Bæn dagsins...Háðsyrði um hjáguðadýrkun.

Þeir sem gera skurðgoð eru einskis nýtir og guðirnir, sem þeir elska, eru fánýti og vitni þeirra sjá ekkert, vita ekkert og verða sér til skammar.

Hver gerir skurðgoð eða steypir líkneski nema til þess að hafa gagn af því? Allir sem reiða sig á það verða sér til skammar.

Smiðirnir eru aðeins menn, þeir ættu að safnast saman og taka sér stöðu, þeir mundu allir skelfast og verða sér til skammar.Amen.

Jesaja:44:9-11


Bæn dagsins...Guð er einn.

Svo segir Drottinn, konungur Ísraels, lausnarinn, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti.

Enginn Guð er nema ég.

Hver er sem ég? Hann gangi fram og tali og lýsi því yfir, skýri mér frá því.

Hver sagði fyrir um framtíðina í upphafi? Skelfist ekki og látið ekki hugfallast.

Lét ég yður ekki heyra þetta, boðaði það frá öndverðu? 

Þér eruð vitni mín.

Er nokkur annar Guð en ég? Enginn annar klettur er til það ég veit. Amen.

Jesaja:44:6-8

 


Bæn dagsins...Blessun yfir Ísrael.

Ég úthelli anda mínum yfir niðja þína og blessun minni yfir börn þín.

Þau munu dafna eins og sef við vatn, eins og pílviðir á lækjarbökkum.

eitt þeirra mun segja: ,,Ég heyri Drottni til," annað mun nefna sig nafni Jakobs, enn annað rita á hönd sér: ,,Eign Drottins", og taka sér sæmdarheitið Ísrael. Amen.

Jesaja:44:3-5

 


Bæn dagsins...Blessun yfir Ísrael.

Hlýð þú á, Jakob, þjónn minn, og Ísrael sem ég hef útvalið.

Svo segir Drottinn sem skapaði þig, mótaði þig í móðurlífi og hjálpar þér: Óttast ekki, Jakob, þjónn minn, Jesjúrún sem ég hef útvalið því að ég helli vatni yfir hið þyrsta land og veiti ám um þurrlendið. Amen.

Jesaja:44:1-3


Bæn dagsins...Sekt Ísraels fyrirgefin. (Gleðilegt Sumar)

Ég afmái afbrot þín sjálfs mín vegna, ég einn, og minnist ekki synda þinna.

Stefndu mér, við skulum eigast lög við, verðu þig svo að þú getir réttlætt þig.

Fyrsti forfaðir þinn syndgaði og talsmenn þínir brutu gegn mér.

Þess vegna vanhelgaði ég hina heilögu höfðingja og ofurseldi Jakob banni og Ísrael háðung. amen.

Jesaja:43:25-28

 


Bæn dagsins...Sekt Ísraels fyrirgefin.

Þú hefur ekki ákallað mig, Jakob, né þreytt þig mín vegna, Ísrael.

Þú færðir mér ekki lömb í brennifórnir og tignaðir mig ekki með sláturfórnum þínum.

Ég hef hvorki íþyngt þér með kornfórnum né þreytt þig með reykelsisfórnum, þú hefur hvorki keypt mér ilmreyr fyrir fé né satt mig á feiti sláturfórna þinna.

Nei, þú hefur þreytt mig með syndum þínum, íþyngt mér með sekt þinni. Amen.

Jesaja:43:22-24


Bæn dagsins...Vegur um eyðimörkina.

Svo sagir Drottinn sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn, hann sem leiddi út vagna og hesta ásamt öflugum her en þeir leggja kyrrir og rísa ekki aftur, þeir kulnuðu út eins og hörkveikur.

Minnist hvorki hins liðna né hugleiðið það sem var.

Nú hef ég nýtt fyrir stafni, nú þegar vottar fyrir því, sjáið þér það ekki? Ég geri veg um eyðimörkina og fljót í auðninni.

Dýr merkurinnar munu tigna mig, sjakalar og strútar, því að læt vatn spretta upp í eyðimörkinni og fljót í auðninni til að svala minni útvöldu þjóð.

Þjóðin, sem ég myndaði handa mér, mun flytja lofgjörð um mig. Amen.

Jesaja:43:16-21

 


Bæn dagsins...Vegur um eyðimörkina.

Svo segir Drottinn, lausnari yðar, Hinn heilagi Ísraels: Yðar vegna sendi ég til Babýlonar, ríf niður alla slagbranda en fögnuður Kaldea verður harmakvein.

Ég Drottinn, yðar Heilagi, skapari Ísraels er konungur yðar. Amen.

Jesaja:43:14-15


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212100

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.