Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Bæn dagsins

Tjáið Drottni vegsemd, þér guðasynir, tjáið Drottni vegsemd og vald. Tjáið Drottni dýrð þá er nafni hans hæfir. fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða. Raust Drottins hljómar yfir vötnunum, Guð dýrðarinnar lætur þrumur drynja, Drottinn ríkir yfir hinum miklu vötnum. Raust Drottins hljómar með krafti, raust Drottins hljómar með tign. Raust Drottins brýtur sedrustré, Drottinn brýtur sundur sedrustrén á Líbanon. Hann lætur Líbanon hoppa eins og kálf, Sirjonfjall  eins og villinaut. Raust Drottins klýfur eldinn í loga, raust Drottins lætur eyðimörkina skjálfa, Drottinn lætur Kadesauðnina nötra. Raust Drottins lætur hindirnar bera, flettir berki af trjánum og allt í helgidómi hans segir: Dýrð! Drottinn situr í hásæti yfir flóðinu, Drottinn ríkir sem konungur um eilífð. Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drottinn blessar lýð sinn með friði. AMEN. 

Sálm 29:1-11                     


Bæn dagsins

Elskið Drottin, allir þér hans trúuðu. Drottinn varðveitir hina trúföstu en geldur hrokafullum margfalt. Verið sterkir og hughraustir, allir sem bíðið Drottins.AMEN.

Sálm.31:24-25


Bæn dagsins

Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar. Bjarga mér í réttlæti þínu Hneig eyra þitt að mér, kom skjótt mér til hjálpar. Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, því að þú ert bjarg mitt og vígi og sakir nafns þíns munt þú leiða mig og stjórna mér.AMEN. Sálm 31:2-4


Bæn dagsins

Fagnið, þér réttlátir, yfir Drottni, hreinlyndum hæfir að syngja lof.  Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir hann á tístrengjaða hörpu.AMEN

Sálm 32:33


Bæn dagsins

En á þig, Drottinn, vona ég, þú munt svara mér, Drottinn, Guð minn. AMEN.

Sálm 38:16


Bæn dagsins

Þeir verða að eilífu varðveittir en niðjar óguðlegra upprætti. Réttlátir fálandið til eignar og búa þar ævinlega. AMEN.

Sálm 37:29


Bæn dagsins

Vona á Drottin og gef gætur að vegi hans, hann mun hefja þig upp, að þú erfir landið, og þú munt sjá guðleysingjum tortímt. amen.

Sálm 37:34


Bæn dagsins

Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðum mínum. Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig. AMEN.

   Sálm 39:2


Bæn dagsins

Heyrið þetta, allar þjóðir, hlustið, allir heimsbúar, bæði háir og lágir, jafnt ríkir sem fátækir. Munnur minn mælir speki og ígrundum hjarta míns er hyggindi. Ég hneigi eyra mitt að spakmæli, ræð gátu mína við hörpuhljóm. Hví skyldi ég óttast á neyðartímum þegar heift svikara ógnar úr öllum áttum? Þeir reiða sig á auð sinn og stæra sig af ríkidæmi sínu. AMEN.

Sálm 49:2-7


Bæn dagsins

Hyggið að þessu, þér sem gleymið Guði, ella rif ég yður sundur og enginn er til bjargar. Sá sem færir þakkarfórn heiðrar mig og þann sem breytir grandvarlega læt ég sjá hjálpræði Guðs. AMEN.

    Sálm.50:22-23


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

230 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 160
  • Frá upphafi: 208160

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband