Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Bæn dagsins.

Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá Heb.11:


Speki Salómons.

Guð er ekki valdur að dauðanum

Sækist ekki eftir dauðanum me' ráðleysi og leiðið ekki yfir yður glötun með handaverkum yðar. Guð er ekki valdur að dauðanum og gleðst ekki yfir að líf deyr. Guð skapaði allt til þess að það lifði. Allt sem skapað er í heiminum er heilnæmt og í því er ekkert banvænt eitur né heldur ríkir Hel á jörðu. Réttlætið er ódauðlegt.1:12-15.


Bæn dagsins.

Sjá hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Jes.59:1


Bæn dagsins.

Meistarinn er hér og vill finna þig. Jóh.11:28

Augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans. Job 34:21


Bæn kvöldsins.

Óttist aðeins Drottin og þjónið

honum trúlega af öllu hjarta yðar,

því sjáið, hversu mikið hann hefir 

fyrir yður gjört.

1.Sam.12:24


Speki Salómons.

Speki Salómons

Guð heyrir orð vor

Spekin er andi sem elskar menn og lætur orðum lastarans ekki óhegnt. Guð er vitni þess sem bærist með manninum, vakir yfir hjarta hans og hlýðir á það sem hann mælir. Andi Drottins fyllir alla heimsbyggðina, hann heldur öllu í skorðum og nemur hvert hljóð. Þess vegna getur enginn dulist sem fer með ranglátt mál né vikist undan réttlætisdómi hans. Vélráð hins óguðlega munu rannsökuð, orð hans munu berast Drottni og sanna misgjörðir hans. Því að Drottinn hlustar eftir öllu með vandlæti, minnsti kurr fer ekki fram hjá honum. Varist því ónytsamt högl og gætið þess að mæla ekki öðrum á bak. Það sem sagt er í leyndum dregur dilk á eftir sér og lyginn munnur tortímir sálinni. 1:6-11.


Nahúm.

Drottinn er góður, athvarf á degi

neyðarinnar, og hann þekkir þá, sem 

treysta honum

 Nahúm 1:7


Speki Salómons.

Speki Salómons

Réttlætið leiðir til ódauðleika

Elskið réttlætið, þér sem drottnið á jörðu. Hugsið til Drottins af alúð og leitið hans af einlægu hjarta. Hann lætur þá finna sig sem freista hans ekki  og hann birtist þeim sem vantreysta honum ekki. Rangar hugsanir fjarlægja menn Guði og máttur hans afhjúpar heimsku þeirra sem freista hans. Spekin kemst ekki inn í þá sál sem illt smíðar og tekur sér ekki bústað í líkama sem ofurseldur er synd. Því að heilagur andi, sem menntar, flýr svik  og forðast ráðabrugg fávísra; þegar ranglætið nálgast afhjúpar hann sig. 1:1-5


Bæn dagsins.

Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð. 2.Kor.5:20


Bæn dagsins.

Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? Heb.13:6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 208002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband