Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Bréfið til Hebrea 6.

Þess vegna skulum við sleppa byrjendafræðslunni um Krist og snúa okkur að fræðslunni fyrir lengra komna. Við förum ekki að byrja aftur á undirstöðuatriðum eins og að trúa á Guð og hverfa frá breytni sem leiðir til dauða, kenningunni um skírnir og handayfirlagunni, upprisu dauðra og eilífan dóm. Og þetta munum við gera ef Guð lofar. Ef menn hafa eitt sinn verið upplýstir og notið hinnar himnesku gjafar, fengið hlutdeild í heilögum anda, reynt Guðs góða orð og fundið krafta komandi aldar en hafa síðan fallið frá, er ógerlegt að láta þá snúa við og iðrast. Þeir eru að krossfesta son Guðs að nýju og smána hann fyrir allra augum. Jörð sú er drukkið hefur í sig regnið, sem á hana fellur hvað eftir annað, og ber gróður til gagns fyrir þá sem yrkja hana, fær blessun frá Guði. En beri hún þyrna og þistla er hún ónýt. Yfir henni vofir bölvun og hennar bíður að lokum að verða brennd. En hvað ykkur snertir, þið elskuð, þá er ég sannfærður um að ykkur er betur farið og þið nær hjálpræðinu þó að ég mæli svo. Guð er ekki ranglátur. Hann gleymir ekki verki ykkar og kærleikanum sem þið auðsýnduð honum er þið þjónuðuð hinum heilögu sem þið þjónið enn. Ég óska að sérhvert ykkar sýni sömu ástunda allt til enda þar til von ykkar rætist. Gerist ekki sljó. Breytið heldur eftir þeim sem trúa og eru stöðuglynd og erfa það sem Guð hefur heitið. Bréf/Hebrea 6:1-12.


Bæn dagsins.

Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist. Sálm.37:3-4


Bréfið til Hebrea 5.

Gerist ekki sljó

Um þetta höfum við langt mál að tala og ykkur torskilið af því að athygli ykkar er orðin sljó. Þó að þið tímans vegna ættuð að vera kennarar, þá hafið þið þess enn á ný þörf að einhver kenni ykkur undirstöðuatriði Guðs orða. Svo er komið fyrir ykkur að þið hafið þörf fyrir mjólk en ekki fasta fæðu. En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins. Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá sem jafnt og þétt hafa agað hugann til að greina gott frá illu. Bréf/Hebrea.5:11-14.


Bæn dagsins

Jesús sagði: ,,Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrum." Lúk.15:10


Bréfið til Hebrea 5.

Sérhver æðsti prestur er tekinn úr flokki manna og settur í þágu manna til að þjóna frammi fyrir Guði og bera fram gáfur og fórnir fyrir syndir. Hann getur verið mildur við fáfróða og vegvillta þar sem hann sjálfur er breyskur. Og sökum þess á hann að bera fram syndafórn, eigi síður fyrir sjálfan sig en fyrir lýðinn. Enginn tekur sér sjálfum þennan heiður, það er Guð sem kallar hann eins og Aron.Þannig tók Kristur sér ekki sjálfur þá vegsemd að verða æðsti prestur heldur sagði Guð við hann:

Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Og á öðrum stað: þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks.

Á dögum jarðvistar sinnar bar Jesús með sárum andvörpum og tárum bænir fram fyrir þann sem megnaði að frelsa hann frá dauða og hann var bænheyrður sakir trúar sinnar. Þótt hann væri sonur Guðs lærði hann að hlýða með því að þjást. Þegar hann hafði fullnað allt varð hann öllum, sem honum fylgja, sá sem gefur eilíft hjálpræði, af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks. Bréf/Hebrea 5:1-10.


Bréfið til Hebrea 4.

Æðsti prestur án syndar

Er við þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum við halda fast við játninguna. Ekki höfum við þann æðsta prest er eigi geti séð aumur á veikleika okkar heldur þann sem freistað var á allan hátt eins og okkar en án syndar. Göngum því með djörfung að hásæti Guðs náðar. Þar finnum við miskunn og náð þegar við erum hjálparþurfi. Bréf/Hebrea 4:14-16.


Bréfið til Hebrea 4.

Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkurt ykkar verði til þess að dragast aftur úr. Fagnaðarerindið var okkur boðað eigi síður en þeim. En orðið, sem þeir heyrðu, kom þeim eigi að haldi vegna þess að þeir trúðu því ekki. En við sem trú höfum tekið göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: ,,Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." Þó voru verk Guðs fullger frá grundvöllun heims. Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: ,,Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín." Og aftur á þessum stað: ,,Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." Enn stendur því til boða að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir sem áður fengu fagnaðarerindið gengu ekki inn sakir óhlýðni. Því ákveður Guð aftur dag einn er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: ,,Í dag." Eins og fyrr hefur sagt verið: ,,Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar." Hefði Jósúa leitt þá til hvíldar þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag. Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. Því að sá sem gengur inn til hvíldar hans fær hvíld frá verkum sínum eins og Guð hvíldist eftir sín verk. Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli. Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum við reikningsskil að gera. Bréf/Hebrea.4:1-13.


Sálmur.119:9

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. amen. Sálm.119:9


Bæn dagsins.

Ef einhvern yðar brestur vizku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast. Jak. 1:5-6.


Bréfið til Hebrea 3.

Inn til hvíldar Guðs

Því er það eins og heilagur andi segir:

Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í eyðimörkinni þegar feður yðar gerðu uppreisn og freistuðu mín. Þeir freistuðu mín og reyndu mig þótt þeir fengju að sjá verkin mín í fjörutíu ár. Þess vegna reiddist ég kynslóð þessari og sagði: Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína. Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.

Gætið þess, bræður og systur, að hafa ekkert illt í hjarta og láta engar efasemdir bægja ykkur frá lifanda Guði. Uppörvið heldur hvert annað hvern dag á meðan enn heitir ,,í dag" , til þess að enginn forherðist af táli syndarinnar. Því að við erum orðin hluttakar Krists svo framarlega sem við treystum honum staðfastlega allt til enda eins og í upphafi. Svo segir: ,,Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni." - Hverjir voru þá þeir sem heyrt höfðu og gerðu þó uppreisn? Voru það ekki einmitt allir þeir sem Móse hafði leitt út af Egyptalandi? Og hverjum ,,var hann gramur í fjörutíu ár"? Var það ekki þeim sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni? Og hverjum ,,sór hann að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar hans," nema hinum óhlýðnu? Við sjáum að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn. Bréf/Hebrea.3:7-19.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212107

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.