Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022
31.3.2022 | 21:25
Markúsarguðspjall.
Pétur afneitar
Pétur var niðri í garðinum. þar kom ein af þernum æðsta prestsins og sá hvar Pétur var að orna sér. Hún horfir á hann og segir: ,,Þú varst líka með manninum frá Nasaret, þessum Jesú." Því neitaði Pétur og sagði: ,,Ekki veit ég né skil hvað þú ert að fara." Og hann gekk út í forgarðinn (en þá gól haninn). Þar sá þernan hann og fór enn að segja við þá sem hjá stóðu: ,,Þessi er einn af þeim. En hann neitaði sem áður. Litlu síðar sögðu þeir er hjá stóðu enn við Pétur: ,, Vist ertu einn af þeim enda ertu Galíleumaður." En Pétur sór og sárt við lagði: ,,Ég þekki ekki þennan mann sem þið talið um." Um leið gól haninn annað sinn og Pétur minntist þess er Jesús hafði mælt við hann: ,,Áður en hani galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar." Þá fór hann að gráta. Mark.14:66-72.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2022 | 20:38
Markúsarguðspjall.
Fyrir ráðinu
Nú færðu þeir Jesú til æðsta prestsins. Þar komu saman allir æðstu prestarnir, öldungarnir og fræðimennirnir. Pétur fylgdi honum álengdar, allt inn í garð æðsta prestsins. Þar sat hann hjá þjónunum og vermdi sig við eldinn. Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu vitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann en fundu eigi. Margir báru þó ljúgvitni gegn honum en framburði þeirra bar ekki saman. Þá stóðu nokkrir upp og báru ljúgvitni gegn Jesú og sögðu: ,, Við heyrðum hann segja: Ég mun brjóta niður musteri þetta, sem með höndum er gert, og reisa annað á þrem dögum sem ekki er með höndum gert." En ekki bar þeim heldur saman um þetta. Þá stóð æðsti presturinn upp og spurði Jesú: ,,Svarar þú því engu sem þessir vitna gegn þér?" En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: ,,Ertu Kristur, sonur hins blessaða?" Jesús sagði: ,,Ég er sá og þið munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hins almáttuga og koma í skýjum himins." Þá reif æðst presturinn klæði sín og sagði: ,,Hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. Hvað líst ykkur?" Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan. Þá tóku sumir að hrækja á hann, þeir huldu andlit hans, slógu hann með hnefunum og sögðu við hann: ,,Þú ert spámaður, hver sló þig? Eins börðu þjónarnir hann. Mark.14:53-65.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2022 | 19:36
Markúsarguðspjall.
Tekinn höndum
Um leið, meðan Jesús var enn að tala. kemur Júdas, einn þeirra tólf, og með honum flokkur manna frá æðstu prestunum, fræðimönnunum og öldungunum og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: ,,Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum og færið brott í tryggri vörslu." Hann kemur, gengur beint að Jesú og segir: ,,Meistari!" og kyssti hann. En hinir lögðu hendur á hann og tóku hann fastan. Einn þeirra, er hjá stóðu, brá sverði, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. þá sagði Jesús við þá: ,,Eruð þið að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega var ég hjá ykkur í helgidóminum og kenndi og þið tókuð mig ekki höndum. En ritningarnar hljóta að rætast." Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir Jesú og flýðu. En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. þeir vildu taka hann en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn. Mark.14:43-52.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2022 | 05:22
Bæn dagsins.
Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefir sjálfur sagt: ,,Ég mun ekki leppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Heb13:5.
Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. Matt.4:17.
Öllum þeim, sem tóku við honum (Jesú),gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Jóh. 1:12.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2022 | 19:55
Markúsarguðspjall.
Í Getsemane
Þeir koma til staðar er heitir Getsemane og Jesús segir við lærisveina sína: ,,Setjist hér meðan ég biðst fyrir." Hann tók með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes. Og nú setti að honum ógn og angist. Hann segir við þá: ,,Sál mín er hrygg allt til dauða. Biðið hér og vakið." Þá gekk Jesús lítið eitt áfram, féll ril jarðar og bað að þessi stund færi fram hjá sér ef þess væri kostur. Hann sagði: ,, Abba, faðir! allt megnar þú. Tak þennan kaleik frá mér! þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt." Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: ,,Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt." Aftur vék Jesús brott og baðst fyrir með sömu orðum. Þegar hann kom aftur fann hann þá enn sofandi því drungi var á augum þeirra. Og ekki vissu þeir hvað þeir ættu að segja við hann. Í þriðja sinn kom hann og sagði við þá: ,, Sofið þið enn og hvílist? Nú er nóg. Stundin er komin. Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. Standið upp, förum! Sá er í nánd er mig svíkur." Mark. 14:32-42.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2022 | 05:24
Bæn dagsins.
Þá heyrði ég raust Drottins. Hann sagði: ,,Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor?" Og ég sagði: ,,Hér er ég, send þú mig!" Jes.6:8.
Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Sálm.90:12.
Jesús sagði: ,, Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti, og hinn lifandi. Ég dó en sjá, lifandi er ég um aldir alda, og ég hefi lykla dauðans og Heljar." Opb.1:17-18.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2022 | 21:16
Markúsarguðspjall.
Til Olíufjallsins
Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsins. Og Jesús sagði við þá: ,,Þið munuð allir hafna mér því að ritað er:
Ég mun slá hirðinn og sauðirnir munu tvístrast.
En eftir að ég er upp risinn mun ég fara á undan ykkur til Galíleu." þá sagði Pétur: ,,Þótt allir hafni þér geri ég það aldrei." Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Nú í nótt, áður en hani galar tvisvar, muntu afneita mér þrisvar."
En Pétur kvað enn fastar að: ,,Þó að ég ætti að deyja með þér þá mun ég aldrei afneita þér." Eins töluðu þeir allir. Mark.14:26-31.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2022 | 05:20
Bæn dagsins.
Náðugur og miskunnsamur er Drottin, þolinmóður og mjög gæskuríkur Sálm.103:8.
Jesús sagði: ,,Ef þér elskið og, munuð þér halda boðorð mín." Jóh.14:15.
Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. 1.Jóh.1:9.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2022 | 05:25
Bæn dagsins.
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldugar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Róm 3:23-24.
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm.121:2.
Sæll er hver sá, er óttast Drottin, er gengur á hans vegum. Já afla handa þinna skalt þú njóta. Sæll ert þú, vel farnast þér. Sálm 128:1-2.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2022 | 08:00
Markúsarguðspjall.
Heilög kvöldmáltíð
Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það, gaf þeim og sagði: ,,Takið þetta er líkami minn." Og Jesús tók kaleik, gerði þakkir og gaf þeim og þeir drukku af honum allir. Og hann sagði við þá. ,, þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans,úthelli fyrir marga.. sannlega segi ég ykkur. Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki." Mark.14:22-25.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 212100
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 21.11.2024 Bæn dagsins...
- 20.11.2024 Bæn dagsins...
- 19.11.2024 Bæn dagsins...
- 18.11.2024 Bæn dagsins...
- 17.11.2024 Bæn dagsins...
- 16.11.2024 Bæn dagsins...
- 15.11.2024 Bæn dagsins...
- 14.11.2024 Bæn dagsins...
- 13.11.2024 Bæn dagsins...
- 12.11.2024 Bæn dagsins...
Bloggvinir
- Anna Heiða Harðardóttir
- Aida.
- Kvíðin kona
- Rafn Haraldur Sigurðsson
- Jón Magnússon
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Sverrir Halldórsson
- Kafteinninn
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Auðun Gíslason
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Íris María
- Ásdís Rán
- Brynja skordal
- Ágúst Böðvarsson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rakel Lind
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Myndlistarfélagið
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Vilborg Traustadóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Eygló Hjaltalín
- Halla Vilbergsdóttir
- Mín veröld
- egvania
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Svanur Heiðar Hauksson
- Pétur Björgvin
- Ester
- Nancy Drew
- Benna
- Guðrún Olga Clausen
- Inga Lára Helgadóttir
- Agný
- Ólafur Jóhannsson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Helga Dóra
- Heiða B. Heiðars
- Blúshátíð í Reykjavík
- Guðný Lára
- Heiður Helgadóttir
- Baldvin Jónsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Guðfríður Lilja
- Birna G
- Jóhann Helgason
- Ruth
- Mofi
- Heiða
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- gudni.is
- Sigríður Jónsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Grétar Örvarsson
- Jens Guð
- Elísa Ósk Jónsdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Óskar Arnórsson
- oktober
- Árni þór
- Jakob Falur Kristinsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Jóhann Hauksson
- Snorri Óskarsson
- HÉR & NÚ
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Gunnlaugur Helgason
- Sverrir Stormsker
- Öll lífsins gæði?
- Dagrún Þórný Marínardóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Sveinn Arnarsson
- Kristján L. Möller
- Karl V. Matthíasson
- Guðríður Arnardóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Taflfélagið Hellir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Skák.is
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Rannsóknarskýrslan
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Elma Berglind Stefánsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Kristin stjórnmálasamtök
- Jón Valur Jensson
- Ásar, Víkingafélag Akureyrar
- Óskar Sigurðsson
- Hugarafl - Valdefling
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- ADHD
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Guðrún Norberg
- Bjarni Harðarson
- Tómas Ibsen Halldórsson