Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir, að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður." Matt.28:18-20.

Ég er almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar. 1.Mós. 17:1

Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra, er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama. Heb.13.3.


Markúsarguðspjall.

Skiljið þig ekki enn?

Um þessa mundir bar enn svo við að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar.Jesús kallar þá til sín lærisveinana og sagir við þá: ,, Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Menn hafa nú verið hjá mér þrjá daga og hafa ekkert til matar. Láti ég þá fara fastandi heim til sín örmagnast þeir á leiðinni en sumir þeirra eru langt að." Þá svöruðu lærisveinarnir: ,,Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?" Hann spurði þá: ,,Hve mörg brauð hafið þið?" Þeir sögðu: ,,Sjö." Þá bauð Jesús fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gerði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann bað Guð að blessa þá og bauð að einnig þeir skyldu bornir fram. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku lærisveinarnir saman leifarnar, sjö körfur. En þar voru um fjögur þúsund manns. Síðan lét hann fólkið fara. Og hann sté þegar í bátinn með lærisveinum sínum og kom í Dalmanútabyggðir. Þangað komu farísear og tóku að þrátta við Jesú, þeir vildu freista hans og kröfðu hann um tákn af himni. Hann andvarpaði þungan og mælti: ,,Hví heimtar þessi kynslóð tákn? Sannlega segi ég ykkur: Þessari kynslóð verður alls ekki gefið tákn." Hann skildi síðan við þá, sté aftur í bátinn og fór yfir um. Mark.8:1-13.


Bæn dagsins

Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? Heb.13:6.

Ég fulltreysti einmitt því, að Guð, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. Fil.1.6.

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist! 1.kor.15:57.


Bæn dagsins

Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Heb.12:6-7.

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Róm.8:31.


Bæn dagsins

Guð er enginn hlutur um megn. Lúk.1:37.

Hjálp vor er fólgin í nafni Drottins, skapara himins og jarðar. Sálm. 124:8.

Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta Sálm.90:12.


Markúsarguðspjall.

Allt gerir hann vel

Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: ,,Effaþa," það er:Opnist þú. Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum en svo mjög sem hann bannaði þeim því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust mjög og sögðu: ,,Allt gerir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla." Mark.7:31-37.


Bæn dagsins.

Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Róm.8:32

Sá, sem trúir á soninn, hefir eilíft líf, en sá, sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum. Jóh.3:36.

Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. Matt.4:17.


Markúsarguðspjall.

Eigi fékk hann dulist

Jesús tók sig upp þaðan og hélt til byggða Týrusar. Þar fór hann inn í hús og vildi engan láta vita. En eigi fékk hann dulist. Kona ein frétti þegar af honum og kom og féll honum til fóta en dóttir hennar hafði óhreinan anda. Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað Jesú að reka illa andann út af dóttur sinni. Hann sagði við hanna: ,,Lofaðu börnunum að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana." Hún svaraði honum: ,,Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna." Og Jesús sagði við hana: ,,Vegna þessara orða  skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttir þinni." Hún fór heim, fann barnið liggjandi á rúminu og illi andinn var farinn. Mark.7:24-30.


Bæn dagsins.

Þá heyrði ég raust Drottins. Hann sagði: ,,Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor?" Og ég sagði: ,,Hér er ég,send þú mig!" Jes.6:8

Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga Matt. 20.28.

Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgangt verða. Orðskv.  16:3.


Markúsarguðspjall.

Hið ytra og innra

Nú safnast að Jesú farísear og  nokkrir fræðimenn, komnir frá Jerúsalem. Þeir sáu að sumir lærisveina hans neyttu matar með vanhelgum, það er óþvegnum, höndum. En farísear, og reyndar Gyðingar allir, eta ekki nema þeir þvoi hendur sínar og fylgja þannig erfðavenju forfeðra sinna. Og ekki neyta þeir matar þegar þeir koma frá torgi nema þeir hreinsi sig áður. Þeir fara einnig eftir mörgum öðrum fyrirmælum sem þeim hefur verið kennt, svo sem að hreinsa bikara, könnur og eirkatla. Farísearnir og fræðimennirnir spyrja hann: ,,Hvers vegna fylgja lærisveinar þínir ekki erfðavenju forfeðranna heldur neyta matar með vanhelgum höndum?" Jesús svarar þeim: ,,Sannspár var Jesaja um ykkur hræsnara þar sem ritað er: Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið. Þið hafnið boðum Guðs en haldið erfikenning manna." Enn sagði Jesús við þá: ,,Listavel gerið þið að engu boðorð Guðs svo þig getið rækt erfikenning ykkar. Móse sagði: Heiðra föður þinn og móður þína, og Hver sem formælir föður eða móður skal deyja. En þið segið: Ef maður segir við föður sinn eða móður: það sem ég hefði átt að styrkja þig með er korban ég gef það til musterisins, þá leyfið þið honum ekki framar að gera neitt fyrir föður sinn eða móður. Þannig látið þið erfikenning ykkar, sem þið fylgið, ógilda orð Guðs. Og margt annað gerið þið þessu líkt."Aftur kallaði Jesús til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið mig öll og skiljið. Ekkert er það utan mannsins er saurgi hann þótt inn í hann fari. Hitt  saurgar manninn sem út frá honum fer. Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri! Þegar Jesús var kominn inn frá fólkinu spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna. Og hann sagir við þá: ,,Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna. Þannig lýsti hann alla fæðu hreina. Og hann sagði: ,,Það sem fer út frá manninum það saurgar manninn. Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn." Mark.7:2-23.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212107

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.