Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2021

Sálmur 67.

Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða. Lýðir skulu lofa þig, guð, þig skulu allar þjóðir lofa. Lýðir skulu gleðjast og fagna því að þú dæmir þjóðirnar réttvíslega og leiðir lýði á jörðinni.

Lýðir skulu lofa þig, Guð, þig skulu allar þjóðir lofa. Jörðin hefur gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessi oss, Guð blessi oss svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann. AMEN.


Sálmur 6.

Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni, tyfta mig í heift þinni. Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna még, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Sál mín er skelfingu lostin, Drottinn, hversu lengi? Snú þú aftur, Drottinn, bjarga lífi mínu, hjálpa mér sakir elsku þinnar. Þar sem enginn minnist þín í dánarheimum, hver lofar þig þá í helju? Ég er útvinda af andvörpum mínum, lauga rekkju mina tárum hverja nótt, væti hvílu mína táraflóði. augu mín eru döpur af harmi, sljó vegna allra óvina minna. Víkið frá mér, allir illvirkjar, því að Drottinn hefur heyrt grát minn, Drottinn hefur hlustað á ákall mitt, Drottinn hefur bænheyrt mig. Allir fjandmenn mínir verða til skammar og skelfast, hraða sér sneypti burt. AMEN 


Sálmur 1.

Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara og eigi situr meðal háðgjarnra heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré gróðursett hjá lindum, það ber ávöxt sinn á réttum tíma og blöð þess visna ekki. Allt, sem hann gerir, lánast honum.

Óguðlegum farnast á annan veg, þeir hrekjast sem hismi í stormi. Því hvorki standast óguðlegir fyrir dómi né syndarar í söfnuði réttlátra. Drottinn vakir yfir vegi réttlátra en vegur ´´oguðlegra enda í vegleysu. AMEN.

 

 


Sálmur 47 söngstjórans.Kóraítasálmur.

Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir allri jörðinni. Hann leggur undir oss lýði og þjóðir fyrir fætur vora. Hann valdi erfðaland oss til handa, stolt Jakobs, sem hann elskar. Guð er upp stiginn með fagnaðarópi, við lúðurhljóm er Drottinn upp stiginn. Syngið Guði, syngið, syngið konungi vorum lof, syngið, því að Guð er konungur yfir allri jörðinni, syngið honum lofsöng. Guð er konungur yfir þjóðunum, Guð situr í sínu heilaga hásæti. Leiðtogar þjóðanna safnast saman ásamt lýð Abrahams Guðs því að Guðs eru skildirnir á jörðu, hann er hátt upp hafinn. AMEN.


Sálmur 38 Minningarljóð.

Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni og tyfta mig ekki í bræði þinni. Örvar þínar hafa hæftvmig og hönd þín liggur þungt á mér. Ekkert er heilbrigt í líkama mínum vegna reiði þinnar, ekkert heilt í beinum mínum sakir syndar minnar. Misgjörðir mínar hafa vaxið mér yfir höfuð, þær eru byrði sem ég fæ ekki borið.Ódaun leggur af sárum mínum, það grefur í þeim sakir heimsku mínnar. Ég er beygður  og mjög bugaður, eigra um  harmandi daginn langan. Brunasviði er í lendum mér og ekkert er heilbrigt í líkama mínum. Ég er lémagna og sundurkraminn, styn í hjartans angist. Drottinn, öll mín þrá er þérkunn og andvörp mín eru eigi hulin þér. hjartað berst í brjósti mér, kraftur minn er þrotinn, jafnvel ljós augna minna er horfið mér. Vinir mínir og kunningjar forðast mig í kröm minni og mínir nánustu halda sig fjarri. Þeir sem sitja um líf mitt leggja snörur fyrir mig, þeir sem vilja mér illt rægja mig og sitja á svikráðum allan liðlangan daginn. En ég er sem daufur, ég heyri það ekki, sem dumbur er opnar ekki munninn, ég er sem maður sem heyrir ekki og engin andmæli hefur í munni. En á þig, drottinn, vona ég, þú munt svara mér, Drottinn, Guð minn. Ég segi : ,, Lát þá eigi hlakka yfir mér, eigi hælast um þegar mér skriðnar fótur." En ég er að falli kominn og þjáning mín er mér sífellt fyrir augum. Ég játa misgjörð mína, er sorgmæddur yfir synd minni. Þeir sem án saka eru óvinir mínir eru margir, fjölmargir þeirr sem hata mig að ástæðulausu. Þeir gjalda mér gott með illu, fjandskapast við mig af því ég leita hins góða. Yfirgef mig ekki, Drottinn, Guð minn, ver ekki fjarri mér. Skunda til liðs við mig, Drottinn, þú hjálp mín. AMEN.


Sálmur 117.

Lofið Drottin,allar þjóðir,

vegsamið hann, allir lýðir,

því að miskunn hans er voldug yfir oss

og trúfesti Drottins varir að eilífu.

Hallelúja.

sálm,117.


Sálmur: Hærra minn Guð, til þín.

86261566_2234230946882233_3802303683513810944_oHærra, minn Guð, til þín,

hærra til þín,

enda þótt öll sé kross

upphefðin mín.

Hljóma skal harpan mín:

:,:Harra, minn Guð, til þín:,:

hærra til þín.

Sofanda sýndu þá

sólstigans braut

upp í þitt eilífa alföðurskaut.

Hljómi svo harpan mín:

:,:Hærra, minn Guð, til þín,:,:

hærra til þín.

Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól,

hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól,

hljómi samt harpan mín:

:,:Hærra, minn Guð, til þín,:,:

hærra til þín.

Matthías Jochumsson/Lowell Mason

 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

330 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 204
  • Frá upphafi: 214189

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband