Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021

Sálmarnir.

Healing_the_Sick003Hann gefur gaum að bæn hinna allslausu og hafnar ekki bæn þeirra. Þetta skal skáð fyrir komandi kynslóð og þjóð, sem enn er ekki sköpuð, skal lofa Drottin. Drottinn lítur niður frá sinni heilögu hæð, horfir frá himni til jarðar til að heyra andvörp bandingja og leysa börn dauðans, til að kunngjöra nafn Drottins á Síon og lofa hann í Jerúsalem þegar þjóðir safnast þar saman og konungsríki til að þjóna Drottni. amen. sálm102,18-23.


Sálmarnir

Jesus og tre disipler på fjelletVarðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. ég segi við Drottin: ,,þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig." Á hinum heilögu í landinu ob hinum dýrlegu hef ég alla velþóknun mína. sálm,16,1-3.

Miklar eru þjáningar þeirra sem elta aðra guði. Ég vil ekki dreypa þeirra blóðugu dreypifórnum og ekki taka nöfn þeirra mér í munn. Drottinn þú ert hlutskipti mitt og minn afmældi bikar, þú heldur uppi hlut mínum. Mér féllu að erfðahlut indælir staðir og arfleifð mín líkar mér vel. ég lofa Drottin sem gefur  mér mér ráð, jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra. ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. Fyrir því fagnar hjarta mitt, hugur minn gleðst og líkami minn hvílist í friði því að þú ofurselur helju ekki líf mitt, sýnir ekki gröfina þeim sem treystir þér. Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. amen. sálm,16,4-11.


Sálmarnir.

Kneeling_Cross_Man_RedSælir eru þeir sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig. Sælir eru þeir menn sem finna styrk hjá þér er þeir er þeir fara um táradalinn breyta þeir honum í vatnsríka vín og haustregnið færir honum blessun. Þeir eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon. Drottinn, Guð hersveitanna, heyr bæn mína, hlýð á hana. Jakobs Guð. amen.sálm,84,5-9.


Sálmarnir.

Titian_-_The_Trinity_in_Glory_-_WGA22817-2-960x504Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. því óttumst vér eigi þótt jörðin haggist og fjöllin steypist í djúp hafsins, þótt vötnin dynji og ólgi, þótt fjöllin ríði af ofsa þeirra. elfur kvíslast og gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta. Guð býr í henni miðri, hún bifast ekki, Guð hjálpar hyenni þegar birtir af degi. amen. sálm,46,2-6.


Jóel.

Witness-to-the-resurrection-1Óttast ekki , land, heldur fagna og gleðst því að Drottinn hefur unnið mikil srórvirki. Óttist ekki, dýr merkurinnar. Beitilönd öræfanna gróa, trén bera ávöxt, fíkjutrér og vínviðurinn veita þrótt sinn.  Gleðjist, Síonarbúar, og fagnið í Drottni, Guði yðar. amen. Jóel.2,21-23.


Sálmarnir.

166715452_3136198413329165_5924074205713273573_nLofið Drottin, þér þjónar hans, lofið nafn Drottins. Nafn Drottins sé blessað héðan í frá og ap eilífu. Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað. Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir, dýrð hans er himnum hærri. Hver er sem Drottinn, Guð vor? Hann situr hátt  og gorfir djúpt. Hver er sem hann á himni og á jörðu? Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,lyftir snauðum úr svaðinu og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum, hjá höfðingjum þjóðar sinnar. 
Hann fær óbyrjunni heimili sem glaðri barnamóður. Hallelúja. amen. sálm,113,1-9.


Lúkasarguðspjall.

93031509_2867355136684581_8568743347915587584_nFriður sé með yður

Nú voru þau að tala um þetta og þá stendur hann sjálfur meðal þeirra og segir við þau: ,,Friður sé með yður!" 

En þau skelfdust og urðu hrædd og hugðust sjá anda. Hann sagði við þau: ,,Hví eryð þið óttaslegin og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta ykkar? Lítið á hendur mínar og fætur að  það er ég sjálfur. Þreifið á mér og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þið sjáið að ég hef." Þegar hann hafði þetta mælt sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. Enn gátu þau ekki trúað fyrir fögnuði og undrun. þá sagði hann við þau: ,,Hafið þið hér nokkuð til matar? þau fengu honum stykki af steiktum fiski og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim. Og hann sagði við þau: ,,Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur: Allt sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast." Síðan lauk hann upp huga þeirra að þau skildu ritningarnar. amen.Lúk,24,36-45.

Og hann sagði við þau: ,,Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja í Jerúsalem. Þið eru vottar þessa. Ég sendi ykkur andann sem faðir minn hét ykkur en verið kyrr í borginni uns þig íklæðist krafti frá hæðum. amen. Lúk,24,46-49.

Með miklum fögnuði

Síðan fór hann með þau út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þau. En það varð meðan hann var að bless þau, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins. En þau féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði. Og þau voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð. amen. Lúk,24,50-53.


Lúkasarguðspjall.

17629628_1655138761458124_1319934008604515087_nHann er upp risinn

en í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin sem þær höfðu búið. Þær sáu þá að steininum hafði verið velt frá gröfinni og þegar þær stigu inn fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. Þær skildu ekkert í þessu en þá brá svo við að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær. ,, Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess hvernig hann talaði við yður meðan hann var enn í Galíleu. Hann sagði að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krosssfestur en rísa upp á þriðja degi." Og þær minntust orða hans, sneru frá gjöfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það sem við hafði borið. amen. Lúk,24,1-12.


Lúkasarguðspjall.

main-qimg-81b525639622457ada212a873e303597Þá kallaði Jesús hárri röddu: ,,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Og er hann hafði þetta mælt gaf hann upp andann. amen.Lúk,23,46.

 


Lúkasarguðspjall.

d0c829395eb139abdfac76a60bc0d518Krossfestur

Þegar þeir leiddur Jesú út tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann að hann bæri hann eftir Jesú. en Jesú fylgdi mikiill fjöldi fólks og kvenna er hörmuðu hann og grétu. Jesús sneri sér að þeim og mælti: Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér en grátið yfir sjálfum ykkur og börnum ykkar. Því þeir dagar koma er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf er aldrei fæddu og þau brjóst sem engan nærðu. Þá munu menn segja við fjööin Hrynjið yfir okkur! og við hálsana: Hyljið okkur! því að sé þetta geri við hlð græna tré, hvað mun þá verða um hið visna?" Með Jesú voru og færðir til lífláts aðrir tveir sem voru illvirkjar. Og er þeir komu til þess staðar sem heitir Hauskúpa krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri. Þá sagði Jesús: ,,Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki heir gera. amen. Lúk,23,26-34.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 212108

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband