Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Sálmarnir.

8799908_origDrottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. AMEN.

Sálm.121.7-8.


Sálmarnir

125388793_3670021786352935_4128849295456358250_oÉg hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann vörður Ísraels.Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. Sálm.121,1-6.


Sálmarnir.

23_2_2012Ég ákalla Drottin í nauðum mínum og hann bænheyrir mig. Drottinn, bjarga mér frá ljúgandi vörum og tælandi tungum.Hvernig mun hann hegna þér, hvað láta koma yfir þig,svikula tunga? Hvesstar örvar hermanns ásamt glóandi kolum. Vei mér því að ég dvelst í Mesek, verð að búa hjá tjaldbúðum Kedars. Of lengi hef ég búið hjá þeim er friðinn hata. Þegar ég tala um frið vilja þeir ófrið. Sálm.120,1-7.


Sálmarnir.

137278712_1832246893591889_5141692879421740467_oÉg þakka þér að þú bænheyrðir mig og komst mér til hjálpar. Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu,er orðinn að hyrningarsteini. Sálm.118,21-22.

Sælir eru grandvarir,þeir er fram ganga í lögmáli Drottins. Sælir eru þeir er halda boð hans og leita hans af öllu hjarta, eigi fremja ranglæti en ganga á vegum hans. Sálm.119.1-3.

 


Lúkasarguðspjall

IMG_20210112_0001Andi Drottins er yfir mér af því að hann hefur smurt mig.  

Hann hefur send mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,  boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa, og kunngjöra náðarár Drottins. Lúk,4,18.


Sálmarnir

getFileÉg þakka þér að þú bænheyrðir mig og komst mér til hjálpar. Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn að hyrningarsteini. Að tilhlutan Drottins er þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum. 

Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum. Sálm.118,21-24.


Sálmarnir

122967293_10224868925060513_507341068195753628_nFagnaðar - siguróp kveða við í tjöldum réttlátra: ,,Hægri hönd Drottins vinnur máttarverk,

hægri hönd Drottins er upphafin,

hægri hönd Drottins vinnur stórvirki."

Ég mun eigi deyja heldur lifa og kunngjöra dáðir Drottins. Drottinn hefur hirt mig harðlega en eigi ofurselt mig dauðanum.

Ljúkið upp fyrir mér hliðum réttlætisins að ég megi ganga inn um þau og lofa Drottin. Þetta er hlið Drottins réttl´stir ganga það inn, Sálm.118,15-20.


Sálmarnir

akureyri-iceland-june-view-strandgata-street-mountains-above-akureyri-city-northern-part-country-akureyri-167323671Framandi þjóðir umkringdu mig en í nafni Drottins hef ég sigrað þær. Þær umkringdu mig á alla vegu en ég sigraði þær í nafni Drottins. Þær umkringdu mig eins og býflugnasveimur, fuðruðu upp eins og eldur í þyrnum,en í nafni Drottins hef ég sigrað þær. Mér var hrint og var nærri fallinu en Drottinn veitti mér lið. Drottinn er styrkur minn oog loffsöngur, hann varð mér til hjálpræðis.Sálm.118,10-14.


Sálmarnir

aerial-view-of-akureyri-town-in-icelandlofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir að eilífu. Hallelúja. amen sálm.117,1-2.

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Það mæli Ísrael því að miskunn hans varir að eilífu. Það mæli Arons ætt því að miskunn hans varir að eilífu. Það mæli þeir sem óttast Drottin því að miskunn hans varir að eilífu. Í þrengingunni ákallaði ég Drottin, hann bænheyrði mig og rýmkaði mu mig. Drottinn er með mér, ég óttast eigi, hvað geta menn gert mér? Drottinn er með mér, hann hjálpar mér og ég get haakkað yfir hatursmönnum mínum. Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum, betra er að leita skjóls hjá Drottni en að treysta tignarmönnum. Sálm.118,1-9


Sálmarnir

Arts_center_in_Akureyri_Arkitema_03Drottinn, Guð hefndarinnar, Guð hefndarinnar,birst þú í ljóma.

Rís þú upp, dómari jarðar, endurgjald drembilátum breytni þeirra. Hve lengi, Drottinn mega guðlausir, hve lengi mega guðlausir fagna? þeir ausa úr sér stóryrðum, allir illvirkjar hreykja sér. Þeir kremja lýð þinn, Drottinn, kúga arfleifð þína, drepa ekkjur og aðkomandi og myrða munaðarlausa. Þeir segja: ,,Drottinn sér þetta ekki, Guð Jakobs tekur ekki eftir því."

Takið eftir, þér hinir skilngslausu meðal lýðsins og vitgrönnu, hvenær ætlið þér að vitkast? Mun sá eigin heyra sem eyranu hefur plantað og sá eigi sjá sem augað hefur til búið? Skyldi sá ekki hegna sem agar þjóðirnar, hann, sem kennir manninum visku? Drorrinn þekkir hugsanir manna, veit að þær eru vindgustur einn. Sálm,94,1-11.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212106

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband