Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
5.3.2010 | 14:55
AA bókin fjórða prentun 1988.
FORMÁLI:
fyrir íslensku útgáfunni
Drykkjusýki er sjúkdómur. Sjúkdómur, sem ekki verður læknaður að fullu, aðeins gerður óvirkur. Óvirkur þannig að lifa má eðlilegu lífi meðan áfengis er ekki neytt. Hver sá maður, sem stendur andspænis ólæknandi sjúkdómi, er grafið hefur undan félagslegri velferð hans og rænt hann stjórn á eigin lífi, er kominn í ógöngur. Bókin sem hér fer á eftir er vegvísir. Vegvísir saminn af körlum og konum, er komist hafa í ógöngur en fundið úr þeim leið. Leið, sem stendur opin öllum er þurfa og vilja fara hana.
Jóhannes Bergsveinsson
læknir.
5.3.2010 | 04:45
AA bók fjórða prentun 1988
5.kafli.
Hvernig það er í framkvæmd
Sjaldan höfum við vitað til þess að nokkur villtist af leið, sem einarðlega fetaði í spor okkar. Þeir, sem ekki fá bata, eru fólk sem getur ekki, eða vill ekki gefa sig algerlega á vald þessari einföldu stefnu, venjulega karlar og konur, sem eðlis síns vegna er ókleift að vera heiðarleg gagnvart sjálfum sér. Slíkt ógæfufólk er til. Þríverður ekki um kennt. Það virðist vera fætt svona. Það er haldið eðlislægu getuleysi til að skilja og þroska með sér lifnaðarhætti, sem krefjast strangs heiðarleika. Líkur þess fyrir bata eru undir meðallagi. Einnig er til fólk sem þjáist af geðrænum truflunum alvarlegs eðlis, en margir úr þessum hóp geta náð sér, ef þeir hafa eiginleika til að vera heiðarlegir. Sögur okkar sýna í stórum dráttum hvernig við vorum, hvað gerðist, og hvernig við erum núna. Sért þú viss um að þú viljir eiga hlutdeild í því sem okkur hefur hlotnast og ert reiðubúinn til að ganga eins langt og þarf til þess - þá ertu reiðubúinn að stíga ákveðin spor. Okkur hraus hugur við sumum þeirra. Við héldum að við gætum fundið auðveldari og þægilegri leið. En það gátum við ekki. Við biðjum þig af dýpstu og einlægustu alvöru að ganga óhræddur ýtarlega til verks, strax frá byrjun. Sum okkar hafa reynt að halda í gamlar hugmyndir með þeim afleiðingum að árangurinn var enginn, þar til við slepptum þeim alveg. Minnstu þess að það er áfengi sem við erum að glíma við - og það er lævís, óútreiknanlegur og voldugur andstæðingur. Hjálparlaust ráðum við ekki við það. En einn er það, sem allt vald er gefið, og það er Guð. Megir þú finna hann núna. Allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Við stóðum á krossgötum. Við fólum okkur skilyrðislaust vernd og umhyggju hans. Hér eru sporin sem við stigum, og í þeim felast tillögur okkar um leiðina til bata:
1. Við viðurkennum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
2. Við fórum að trúa, að æðri máttur gæti gert okkur heilbrigð að nýju.
3. Við tókum þá ákvörðun að leita Guðs og láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu hans, samkvæmt skilningi okkar á honum.
4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar.
6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna allar okkar skapgerðarveilur.
7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær.
9. Við bættum brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan.
10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar, viðurkenndum við yfirsjónir okkar undanbragðalaust.
11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það.
12. Við fundum, að sá árangur, sem náðist með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
Mörgum okkar varð að orði: ,,Naumast eru það nú fyrirmælin! þetta tekst mér aldrei." Láttu ekki hugfallast. Engu okkar hefur tekist að fara eftir þessum frumatriðum út í ystu æsar. Við erum ekki dýrlingar. Aðalatriðið er, að við séum fús til að þroskast eftir andlegum leiðum. Frumskilyrðin, sem við höfum skrifað hjá okkur, eru vörður við þroskaleiðina. Við stefnum að andlegri framför frekar en andlegri fullkomnun. Lýsingar okkar á alkóhólistanum, kaflinn sem skrifaður er fyrir efasemdarmennina og það sem við höfum upplifað sjálf á undan og eftir, gerir þrjár mikilvægar staðreyndir deginum ljósari:
a) að við vorum alkóhólistar og gátum ekki stjórnað eigin lífi.
b) að sennilega hefði enginn mannlegur máttur getað bjargað okkur frá alkóhólisma.
c) að Guð gat það bæði og vildi, ef við leituðum hans.
1.3.2010 | 13:39
orð í dag
Ó Ísrael, bið þú Drottins, því að hjá Drottni er miskunn, og hjá honum er gnægð lausnar. Hann mun leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans. Sálm.130:7-8.
Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. jóh.14:6.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Matt.5:9.
Íslensk þjóð.
Við biðjum þig Drottinn fyrir íslenskri þjóð og fósturjörð, blessa forseta Íslands og ríkisstjórn, alþingi og dómstóla. Gef frið og einingu í þjóðlífinu og gef að viðhorf okkar mótist af vilja þínum, réttlæti og mannúð og lotningu fyrir lífi, í Jesú nafni. Amen
265 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 102
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 2.4.2025 Bæn dagsins...
- 1.4.2025 Bæn dagsins...
- 31.3.2025 Bæn dagsins...
- 30.3.2025 Bæn dagsins...
- 29.3.2025 Bæn dagsins...
- 28.3.2025 Bæn dagsins...
- 27.3.2025 Bæn dagsins...
- 26.3.2025 Bæn dagsins...
- 25.3.2025 Bæn dagsins...
- 24.3.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson