AA bók fjórða prentun 1988

gamla AA bók.1988

                            5.kafli.

Hvernig það er í framkvæmd

Sjaldan höfum við vitað til þess að nokkur villtist af leið, sem einarðlega fetaði í spor okkar. Þeir, sem ekki fá bata, eru fólk sem getur ekki, eða vill ekki gefa sig algerlega á vald þessari einföldu stefnu, venjulega karlar og konur, sem eðlis síns vegna er ókleift að vera heiðarleg gagnvart sjálfum sér. Slíkt ógæfufólk er til. Þríverður ekki um kennt. Það virðist vera fætt svona. Það er haldið eðlislægu getuleysi til að skilja og þroska með sér lifnaðarhætti, sem krefjast strangs heiðarleika. Líkur þess fyrir bata eru undir meðallagi. Einnig er til fólk sem þjáist af geðrænum truflunum alvarlegs eðlis, en margir úr þessum hóp geta náð sér, ef þeir hafa eiginleika til að vera heiðarlegir.  Sögur okkar sýna í stórum dráttum hvernig við vorum, hvað gerðist, og hvernig við erum núna. Sért þú viss um að þú viljir eiga hlutdeild í því sem okkur hefur hlotnast og ert reiðubúinn til að ganga eins langt og þarf til þess - þá ertu reiðubúinn að stíga ákveðin spor.  Okkur hraus hugur við sumum þeirra.  Við héldum að við gætum fundið auðveldari og þægilegri leið.  En það gátum við ekki. Við biðjum þig af dýpstu og einlægustu alvöru að ganga óhræddur ýtarlega til verks, strax frá byrjun.  Sum okkar hafa reynt að halda í gamlar hugmyndir með þeim afleiðingum að árangurinn var enginn, þar til við slepptum þeim alveg.  Minnstu þess að það er áfengi sem við erum að glíma við - og það er lævís, óútreiknanlegur og voldugur andstæðingur.  Hjálparlaust ráðum við ekki við það. En einn er það, sem allt vald er gefið, og það er Guð.  Megir þú finna hann núna.  Allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust.  Við stóðum á krossgötum. Við fólum okkur skilyrðislaust vernd og umhyggju hans.  Hér eru sporin sem við stigum, og í þeim felast tillögur okkar um leiðina til bata:

1. Við viðurkennum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.

2. Við fórum að trúa, að æðri máttur gæti gert okkur heilbrigð að nýju.

3. Við tókum þá ákvörðun að leita Guðs og láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu hans, samkvæmt skilningi okkar á honum.

4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.

5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar.

6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna allar okkar skapgerðarveilur.

7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.

8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær.

9. Við bættum brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan.

10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar, viðurkenndum við yfirsjónir okkar undanbragðalaust.

11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð,  samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það.

12. Við fundum, að sá árangur, sem náðist  með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.

Mörgum okkar varð að orði: ,,Naumast eru það nú fyrirmælin! þetta tekst mér aldrei." Láttu ekki hugfallast. Engu okkar hefur tekist að fara eftir þessum frumatriðum út í ystu æsar. Við erum ekki dýrlingar. Aðalatriðið er, að við séum fús til að þroskast eftir andlegum leiðum. Frumskilyrðin, sem við höfum skrifað hjá okkur, eru vörður við þroskaleiðina. Við stefnum að andlegri framför frekar en andlegri fullkomnun.  Lýsingar okkar á alkóhólistanum, kaflinn sem skrifaður er fyrir efasemdarmennina og það sem við höfum upplifað sjálf á undan og eftir,  gerir þrjár mikilvægar staðreyndir deginum ljósari:

a) að við vorum alkóhólistar og gátum ekki stjórnað eigin lífi.

b) að sennilega hefði enginn mannlegur máttur getað bjargað okkur frá alkóhólisma.

c) að Guð gat það bæði og vildi, ef við leituðum hans.

05.03.2010
BATI

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 208402

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband