Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

sálmarnir

Sæll er sá er gefur gaum að bágstöddum,

á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.

Drottinn varðveitir hann og lætur hann

njóta lífs og sælu í landinu.

Og eigi ofurselur þú hann græðgi óvina hans.

   ( sálm.41:2-3 )


Lúkas

image004_258

Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu, fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri, skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einu hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.

Lúk.17:28-36 mannakorn í dag 8,02,08


morgunbæn

Nú er ég klæddur og kominn á ról,

Kristur Jesús veri mitt skjól,

í guðsóttanum gefðu mér

að ganga í dag, svo líki þér.

  (ókunnur höfundur)


sálmarnir

jcatdoor2

Bið róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín - ég verð eigi valtur á fótum.

              sálm,62 : 2-3.

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.

                          sálm,62 : 6.


kvöldbæn

Nú legg ég augun aftur,

ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt

Æ, virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

  (Matthías Jochumsson.)


orð í gleði

Kærleikur

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla ... og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika væri ég ekki neitt ... Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

                             (1.kor.13.1-2,13)

Vísa mér veg þinn, Drottinn,

ger mig fúsa að fara hann.

     (Heilög Birgitta)


prédikarinn

image004_258

Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í því öllu. Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra. Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.

préd,12:13-14.mannakorn í dag 7,02,08


bæn

krossar_400

Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur eigi eilíft líf.

   Jóhannesarguðspjall 3:16


kvöldbæn

bakgrundangel

Vertu, góði Guð, hjá mér.

Gæfa lífsins er hjá þér.

Vertu ævi-athvarf mitt,

alltaf sé ég barnið þitt.

(Einar M Jónsson)


Kvöldbæn

Vertu nú yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni,

sitji Guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

(Sigurður Jónsson)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212125

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband