Bæn dagsins...Pétur afneitar.

En þeir tóku Jesú höndum og leiddu brott og fóru með hann í hús æðsta prestsins.

Pétur fylgdi eftir álengdar.

Menn höfðu kveikt eld í miðjum garðinum og sátu við hann og Pétur settist meðal þeirra.

En þerna nokkur sá hann sitja í bjarmanum, hvessti á hann augun og sagði: ,,þessi maður var líka með honum."

Því neitaði hann og sagði: ,,Konan,ég þekki hann ekki."

Litlu síðar sá annar maður Pétur og sagði: ,,Þú ert líka einn af þeim."

En Pétur svaraði: ,,Nei, maður minn, það er ég ekki." 

Og að liðinni um það bil einni stund fullyrti enn annar þetta og sagði: ,, Vist var þessi líka með honum enda Galíleumaður."

Pétur mælti: ,,Ekki skil ég hvað þú átt við, maður."

Og jafnskjótt sem hann sagði þetta gól hani.

Og Drottinn vék sér við og leit til Péturs. 

Þá minntist Pétur orða Drottins er hann mælti við hann: ,,Áður en hani galar í dag muntu þrisvar afneita mér."

Og hann gekk út og grét beisklega. amen.

Lúk:22.54-62


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 207896

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband