orð í dag. Ellefta reynslusporið.

,,Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það."

Ellefta sporabæn

,,Drottinn, lát mig vera farveg friðar þins - að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er - að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er - að ég megi flytja samhug þangað sem sundrung er - að ég megi flytja sannleika þangað sem villa er - að ég megi flytja trú þangað sem efi er - að ég megi flytja von þangað sem örvænting er - að ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er - að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er. Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast við að hugga en að vera huggaður - að skilja fremur en að vera skilinn - að elska fremur en að vera elskaður.  Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að finna.  Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu.   Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs.Amen."

Við sem erum byrjendur í hugleiðslu gætum nú lesið þessa bæn nokkrum sinnum yfir, mjöð hægt, drukkið í okkur hvert orð og reynt að skilja hina djúpstæðu merkingu sérhverrar setningar og hugmyndar.  Það hjálpar til ef við getum látið af allri mótspyrnu gegn því, sem þessi vinur okkar segir.  Því í hugleiðslu er ekkert rúm fyrir  rökræður. Við hvílumst í ró með hugsunum manns sem á visku, svo að við megum læra og öðlast reynslu.

sporabók.bls.99 - 100.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...."samkvæmt skilningi okkar á honum"...mikilvægt. 12.spora progarmmið er að fá slæmt orð á sig í Svíþjóð vegna fólks sem otar Guði að fólki.

Margir fárveikir flýja fundi vegna "duglegra" Guðsmanna með reyndar takmarkaðan skilning og stundum engan á hvað þeir eru að gera.

Ég fer sjálfur á fundi, finnst 111.sporið meiri háttar og er harður andstæðingur trúarbragða, allra. Ekki bara kristni.

Finnst að fólk ætti að treysta vitundarsamband sitt við einmitt Guð í staðin fyrir að eyða tímanum í trúarbrögð...svona hugsa ég og er stóránægður með það...

Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ellefta sporið átti þetta að vera að sjálfsögðu...hehe..

Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég er í AA á Akureyri það er tala um Guð og sporinn sem hjálpa eða má líka kalla það arðumátt. gangi þig vel og Guð blessi þig

                          Bænin er góð

                                                kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.11.2010 kl. 23:10

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Æðri máttur er betra ef það eru múslimar og búddistar á fundum. Bænir eru ágætar ef maður er ekki alltaf að biðja. Þær þurfa að vera svolítið spari...maður á ekki að vera ónáða Guð of mikið...:)

Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

´vinur minn maður ónáða Guð ekki Guð hlusta á allar bænir eða ég trúi því

Kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 20.11.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 207963

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir