Markúsarguðspjall.

Pétur afneitar

Pétur var niðri í garðinum. þar kom ein af þernum æðsta prestsins og sá hvar Pétur var að orna sér. Hún horfir á hann og segir: ,,Þú varst líka með manninum frá Nasaret, þessum Jesú." Því neitaði Pétur og sagði: ,,Ekki veit ég né skil hvað þú ert að fara." Og hann gekk út í forgarðinn (en þá gól haninn). Þar sá þernan hann og fór enn að segja við þá sem hjá stóðu: ,,Þessi er einn af þeim. En hann neitaði sem áður. Litlu síðar sögðu þeir er hjá stóðu enn við Pétur: ,, Vist ertu einn af þeim enda ertu Galíleumaður." En Pétur sór og sárt við lagði: ,,Ég þekki ekki þennan mann sem þið talið um." Um leið gól haninn annað sinn og Pétur minntist þess er Jesús hafði mælt við hann: ,,Áður en hani galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar." Þá fór hann að gráta. Mark.14:66-72.


Markúsarguðspjall.

Fyrir ráðinu

Nú færðu þeir Jesú til æðsta prestsins. Þar komu saman allir æðstu prestarnir, öldungarnir og fræðimennirnir. Pétur fylgdi honum álengdar, allt inn í garð æðsta prestsins. Þar sat hann hjá þjónunum og vermdi  sig við eldinn. Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu vitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann en fundu eigi. Margir báru þó ljúgvitni gegn honum en framburði þeirra bar ekki saman. Þá stóðu nokkrir upp og báru ljúgvitni gegn Jesú og sögðu: ,, Við heyrðum hann segja: Ég mun brjóta niður musteri þetta, sem með höndum er gert, og reisa annað á þrem dögum sem ekki er með höndum gert." En ekki bar þeim heldur saman um þetta. Þá stóð æðsti presturinn upp og spurði Jesú: ,,Svarar þú því engu sem þessir vitna gegn þér?" En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: ,,Ertu Kristur, sonur hins blessaða?" Jesús sagði: ,,Ég er sá og þið munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hins almáttuga og koma í skýjum himins." Þá reif æðst presturinn klæði sín og sagði: ,,Hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. Hvað líst ykkur?" Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan. Þá tóku sumir að hrækja á hann, þeir huldu andlit hans, slógu hann með hnefunum og sögðu við hann: ,,Þú ert spámaður, hver sló þig? Eins börðu þjónarnir hann. Mark.14:53-65.


Markúsarguðspjall.

Tekinn höndum

Um leið, meðan Jesús var enn að tala. kemur Júdas, einn þeirra tólf, og með honum flokkur manna frá æðstu prestunum, fræðimönnunum og öldungunum og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: ,,Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum og færið brott í tryggri vörslu." Hann kemur, gengur beint að Jesú og segir: ,,Meistari!" og kyssti hann. En hinir lögðu hendur á hann og tóku hann fastan. Einn þeirra, er hjá stóðu, brá sverði, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. þá sagði Jesús við þá: ,,Eruð þið að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega var ég hjá ykkur í helgidóminum og kenndi og þið tókuð mig ekki höndum. En ritningarnar hljóta að rætast." Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir Jesú og flýðu. En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. þeir vildu taka hann en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn. Mark.14:43-52.


Bæn dagsins.

Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefir sjálfur sagt: ,,Ég mun ekki leppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Heb13:5.

Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. Matt.4:17.

Öllum þeim, sem tóku við honum (Jesú),gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Jóh. 1:12.


Bloggfærslur 31. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband