Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Áður fyrr talaðir þú í sýn til þeirra sem treystu þér og sagðir: ,,Ég hef sett kórónu á kappa, upphafið ungan mann af lýðnum. Ég fann þjón minn Davíð, smurði hann með minni heilögu olíu. Amen.

Sálm:89:20-21


Bæn Dagsins...

Því að þú ert prýði hennar og máttur og fyrir velþóknun þína er horn vort hafið.Því að skjöldur vor heyrir Drottni til og konungur vor Hinum heilaga í Ísrael. Amen.

Sálm.89:18-19


Bæn dagsins...

Minnstu Davíðs, Drottinn, og allra þrauta hans, hans sem sór Drottni eið,hét Hinum volduga Jakobs: ,,Ég vil eigi ganga inn í tjaldhús mitt, ekki stíga upp í hvílu mína, ekki unna augum mínum svefns eða augnalokum mínum blunds fyrr en ég finn Drottni stað, bústað Hinum volduga Jakobs." Amen.

Sálm:132:1-5


Bæn dagsins...

Allar þjóðir, sem þú hefur skapað, munu koma og falla fram fyrir þér, Drottinn, og tigna nafn þitt því að þú ert mikill og gerir undraverk, þú einn ert Guð. Amen.

Sálm:86:9-10


Bæn dagsins...

Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir en Drottinn hefur gert himininn, dýrð og hátign eru frammi fyrir honum, máttur og prýði í helgidómi hans. Amen

Sálm:96:5-6


Bæn dagsins...

Ef ég vildi telja þær væru þær fleiri en sandkornin, lyki ég við að telja þær vaknaði ég og ég væri enn hjá þér. amen.

Sálm:139:18


Bæn dagsins...

Þú hefur sefað reiði þína, látið af glóandi bræði þinni. Rétt oss við aftur, Guð, frelsari vor, og lát af gremju þinni gegn oss. Amen.

Sálm:85:4-5 


Bæn dagsins...

Þeir segja: ,,Komið. Vér skulum afmá þá sem þjóð svo að nafns Ísraels verði ekki framar minnst." Þeir voru einhuga um ráðagerð sína og gerðu bandalag gegn þér: Edómítar og Ísmaelítar, Móabítar og Hagrítar, Gebal og Ammón og Amalek, Filistear ásamt Týrusbúun. Amen.

Sálm:83:5-8


Bæn dagsins...

Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull, ó Guð, né aðgerðalaus. Því sjá, óvinir þínir gera hark og hatursmenn þínir reigja sig. Þeir sitja á svikráðum við lýð þinn, leggja á ráðin gegn þeim sem þú verndar. Amen.

Sálm:83:2-4


Bæn dagsins...

Þeir hafa hvorki skyn né skilning, þeir ráfa í myrkri. Allar undirstöður jarðar riða. Ég sagði: ,,þér eruð guðir, allir saman synir Hins hæsta en samt munuð þér deyja sem menn, falla sem einn af höfðingjunum." Rís upp, Guð, dæm þú jörðina því að allar þjóðir eru eign þín. Amen.

Sálm:82:5-8


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

128 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 217676

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.