Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...Hagnýt ráð

Varðveittu, sonur minn, fyrirmæli föður þins og hafnaðu ekki viðvörun móður þinnar. Festu þau á hjarta þitt, bittu þau um háls þinn. Þau leiða þig hvar sem þú ferð, þegar þú hvílist vaka þau yfir þér og þegar þú vaknar, þá tala þau til þín. Þín að fyrirmæli eru lampi og viðvörun ljós, og hvatning og handleiðsla leið til lífsins því að þær varðveita þig fyrir vondri konu, fyrir hálli tungu framandi konu. Girnstu ekki fegurð hennar í hjarta þínu og láttu hana ekki ginna þig með augnaráði sínu. Því að skækja fæst fyrir einn brauðhleif en ótrú kona náunga þíns sækist eftir lífi þínu. Getur nokkur borið glóð í klæðafaldi án þess að föt hans sviðni? Getur nokkur gengið á glóðum án þess að svíða iljar sínar? Svo fer þeim sem hefur mök við konu náunga sína, sá hlýtur refsingu sem hana snertir. Engin fyrirlítur þjófinn þegar hann stelur til að seðja hungur sitt. Náist hann verður hann þó að greiða sjöfalt og láta frá sér allar eigur sínar. Sá sem drýgir hór með giftri konu er vitstola, hann steypir sjálfum sér í glötun. Högg og smán mun hann hljóta og vansæmd hans verður aldrei afmáð. Eiginmaðurinn verður hamstola af reiði og hefnd hans verður vægðarlaus, hann lítur ekki við neinum bótum og hafnar gjöfum þínum hversu ríkulegar sem þær eru. Amen.

Orðs::6:20-35


Bæn dagsins...Hagnýt ráð

Varmennið, illmennið, talar tveimur tungum, deplar augunum, gefur merki með fótunum og bendir fingrunum, bruggar vélráð í hjarta sínu, áformar ódæði, kveikir illdeilur. Því mun ógæfan steypast yfir hann, á augabragði kemur hrun hans og ekkert er til bjargar. Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð: hrokafullt augnaráð, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði, hjarta sem bruggar fjörráð, fætur sem fráir eru il illverka, ljúgvottur sem sver meinsæri og sá sem kveikir illdeilur meðal bræðra. Amen.

Orðs:6:12-19


Bæn dagsins...Hagnýt ráð

Skoðaðu háttu hans og lærðu hyggindi. þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra, þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðuna um uppskerutímann. Hve lengi ætlar þú að hvílast, letingi? Hvenær ætlar þú að rísa af svefni? Sofa ögn enn, blunda  ögn enn, leggja saman hendur til að hvílast ögn enn. Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi, skorturinn eins og vopnaður maður. Amen.

Orðs:6:7-11           


Bæn dagsins...Hagnýt ráð

Losaðu þig eins og dádýr úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans. Farðu til maursins, letingi. Amen.

Orðs:6:5-6


Bæn dagsins...Hagnýt ráð

Sonur minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú átt handsal við framandi mann, þá hefurðu bundið þig eigin orðum, látið fangast af orðum munns þíns. Gerðu þá þetta, sonur minn, til að losa þig því að þú ert kominn á vald náunga þínum. Láttu þér hvorki koma dúr á auga né blundur á brá. Amen.

Orðs:6:1-4


Bæn dagsins...Varað við lausung

Leggðu leið þína langt frá henni og komdu hvergi nærri dyrum hennar svo að þú gefir ekki öðrum æskuþrótt þinn og líf þitt hörðum húsbónda, svo að framandi menn nærist ekki af þreki þínu og þú erfiðir í annarra húsi og þú andvarpir að lokum, þegar líkami þinn og hold veslast upp, og segir: ,,Hví fyrtist ég við leiðsögn og lét mér umvöndun í léttu rúmi liggja, að ég skyldi ekki hlýða rödd kennara minna og hneigja eyra mitt til þeirra sem fræddu mig. Minnstu munaði að ég rataði í harðar raunir á dómþingi safnaðarins."Drekktu vatn úr brunni þínum og ferskt vatn úr eigin lind. Eiga lindir þínar að flóa út á götuna og lækir þínir út á torgin? þínar skulu þær vera og ekki falla öðrum í skaut. Uppspretta þín sé blessuð og gleddu þig yfir eiginkonu æsku þinnar, ástarhindinni, dádýrinu yndislega. Brjóst hennar geri þig ætíð drukkinn og ást hennar fjötri þig  ævinlega. Hví skyldir þú, sonur minn, láta aðra konu töfra þig og taka framandi konu í faðm þér? Vegir hvers manns blasa við Drottni, hann gætir að öllum leiðum hans. Misgjörðir hins óguðlega fanga hann, hann lætur fangast í snörur eigin synda. Hann deyr vegna skorts á aga,heimskan stígur honum til höfuðs. Amen.

Orðs:5:Þ8-23


Bæn dagsins...Varað við lausung

Sonur minn, gefðu gaum að speki minni, ljáðu eyra þitt hyggindum mínum til þess að þú varðveitir mannvit og varir þínar geymi  þekkingu. Hunang drýpur af vörum framandi konu og munnur hennar er hálli en olía. En síðar verður hún beiskari en malurt og beitt eins og tvíeggjað sverð. Fætur hennar feta niður til dauðans, spor hennar liggja til heljar. Hún ratar ekki áleið lífsins, brautir hennar eru á reiki og áttum hefur hún glatað. Heyrið mig því, synir, og víkið ekki frá orðum mínum.Amen.

Orðs:5:1-7


bæn Dagsins...Ávinningur spekinnar

Vegur ranglátra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki um hvað þeir hrasa. Sonur minn, gefðu gaum að máli mínu, hneigðu eyra þitt að orðum mínum. Láttu þau ekki víkja frá augum þínum, varðveittu þau innst í hjarta þínu því að þau eru líf þeim sem hljóta þau og lækning öllum líkama þeirra. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. Haltu munni þínum fjarri fláum orðum og vörum þínum fjarri lygamálum. Beindu augum þínum fram á við og sjónum þínum að því sem fram undan er. Veldu fótum þínum beina braut, þá verður ætíð traust undir fótum. Víktu hvorki til hægri né vinstri, haltu fæti þínum frá illu. Amen.

Orðs:4:22-27


Bæn dagsins...Ávinningur spekinnar

Varðveittu leiðsögnina og slepptu henni ekki, varðveittu hana því að hún er líf þitt. Farðu ekki brautir ranglátra og gakktu ekki á vegi vondra manna. Sneiddu hjá honum, farðu hann ekki, snúðu frá honum og farðu fram hjá. Þeir geta ekki sofið nema þeir hafi gert illt og þeim kemur ekki dúr á auga nema þeir hafi fellt einhvern, brauð glæpsins þeir og drekka vín ofbeldisins. Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi.Amen.

Orðs:4:13-18

 


Bæn dagsins...Ávinningur spekinnar

Hlustaðu, sonur minn, og gefðu gaum að orðum mínum, þá verða æviár þín mörg. Ég vísa þér veg spekinnar og leiði þig á braut ráðvendninnar, á göngunni verður leið þín ekki þröng og hlaupirðu muntu ekki hrasa. Amen.

Orðs:4:10-12


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband