Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins

Þú hefur hafið hægri hönd óvina hans og glatt alla fjandmenn hans. Þú snerir sverðseggjum hans undan og studdir hann ekki í stríðinu. Þú eyddir vegsemd hans og steyptir hásæti hans til jarðar. Þú hefur stytt æskudaga hans og hulið hann smán. Amen.

Sálm:89:43-46


Bæn dagsins ...

En nú hefur þú hafnað þínum smurða, útskúfað honum í reiði þinni, þú hefur rift sáttmálanum við þjón þinn, vanhelgað kórónu hans og fleygt til jarðar. Þú braust niður alla varnarmúra hans og lagðir virki hans í rúst. Allir vegfarendur ræna hann og grannar hans hæða hann. Amen.

Sálm:89.39-42


Bæn dagsins...

Ætt hans skal haldast við um aldur og ævi og hásæti hans sem sólin frammi fyrir mér, það skal standa að eilífu sem tunglið, hið trausta vitni ofar skýjum." Amen.

Sálm:89:37-38


Bæn dagsins...

Ég mun ekki vanhelga sáttmála minn og ekki taka það aftur sem mér hefur af vörum liðið. Eið sór ég við heilagleika minn: Ég mun aldrei bregðast Davíð. Amen.

Sálm:89:35-36


Bæn dagsins...

Hverfi synir hans lögmáli mínu, fylgi þeir ekki reglum mínum, vanhelgi lög mín og haldi ekki boðorð mín,þá mun ég vitja afbrota þeirra með vendinum og misgjörða þeirra með plágum en miskunn mína mun ég ekki frá honum taka og eigi bregða trúfesti minni. Amen.

Sálm:89:31-34


Bæn dagsins...

Ég geri hann að frumburði mínum, að hinum æðsta meðal konunga jarðar. Ég mun varðveita miskunn mína við hann að eilífu, sáttmáli minn við hann skal stöðugur standa. Ég mun viðhalda ætt hans um aldur og hásæti hans meðan himinninn stendur. amen.

Sálm:89:28-30


Bæn dagsins...

Hann mun hrópa til mín: Þú ert faðir minn, Guð minn, og klettur hjálpræðis minn. Amen.

Sálm:89:27


Bæn dagsins...

Trúfesti mín og miskunn skulu vera með honum og vegna nafns míns mun horn hans hátt upp hafið. Ég legg hönd hans á hafið, hægri hönd hans á fljótin. Amen.

Sálm:89:25-26


Bæn dagsins...

Hönd mín mun styðja hann og armur minn styrkja hann. Enginn óvinur mun yfirbuga hann og enginn ofbeldismaður beygja hann, í augsýn hans mun ég brjóta andstæðinga hans á bak aftur, gera út af við hatursmenn hans. Amen.

Sálm:89:22-24


Bæn dagsins...

Áður fyrr talaðir þú í sýn til þeirra sem treystu þér og sagðir: ,,Ég hef sett kórónu á kappa, upphafið ungan mann af lýðnum. Ég fann þjón minn Davíð, smurði hann með minni heilögu olíu. Amen.

Sálm:89:20-21


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

128 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.