Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Jósep var seldur þræll. þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls hans í járn þar til orð hans rættust og orð Drottins sönnuðu mál hans. Konungur sendi boð og lét leysa hann, drottnari þjóðanna leysti fjötra hans, gerði hann herra húss síns og stjórnanda allra eigna sinna svo að hann gæti leiðbeint hirðmönnum að vild og kennt öldungum hans speki. Amen.

Sálm:105:18-22


Bæn dagsins...

Þegar hann kallaði hungur yfir landið, svipti þá öllum birgðum brauðs, sendi hann mann á undan þeim. Amen.

Sálm:105:16-17


Bæn dagsins...

Hann sagði: ,,Þér fæ ég Kanaansland, það skal vera erfðahlutur yðar," þegar þér voru fámennur hópur og bjuggu þar sem fáliðaðir útlendingar. Þeir reikuðu frá einni þjóð til annarrar, frá einu konungsríki til annars. Hann leið engum að kúga þá en hegndi konungum þeirra vegna. ,,Snertið eigi mína smurðu og gerið eigi spámönnum mínum mein." Amen.

Sálm:105:11-15


Bæn dagsins...

Hann er Drottinn, Guð  vor, um víða veröld gilda boð hans. Hann minnist að eilífu sáttmála sína, fyrirheitanna sem hann gaf þúsund kynslóðum, sáttmálans sem hann gerði við Abraham og eiðsins sem hann sór Ísak og setti sem lög fyrir Jakob, ævarandi sáttmála fyrir Ísrael. Amen.

Sálm:105:7-10


Bæn dagsins...

Leitið Drottins og máttar hans, leitið sífellt eftir augliti hans. Minnist dásemdarverkanna sem hann vann, tákna hans og dómanna sem hann kvað upp, þér niðjar Abrahams, þjóns hans, synir Jakobs sem hann útvaldi. Amen.

Sálm:105:4-6


Bæn dagsins...

Syngið honum lof, leikið fyrir hann, segið frá öllum máttarverkum hans. Hrósið yður af hans heilaga nafni, hjarta þeirra sem leita Drottins gleðjist. Amen.

Sálm:105:2-3


Bæn dagsins...

Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna. Amen.

Sálm:105:1


Bæn dagsins...

Dýrð Drottins vari að eilífu, Drottinn gleðjist yfir verkum sínum, hann sem lítur til jarðar svo að hún nötrar, sem snertir við fjöllunum svo að úr þeim rýkur. ég vil ljóða um Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til. Ó, að mál mitt mætti falla honum í geð. Ég gleðst yfir Drottni. Ó, að syndarar mættu hverfa af jörðinni og óguðlegir ekki vera til framar. Lofa þú Drottin, sála mín. Hallelúja. Amen.

Sálm:104:31-35


Bæn dagsins...

Öll vona þau á þig að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma. Þú gefur þeim og þau tína, þú lýkur upp hendi þinni og þau mettast gæðum. Þú byrgir auglit þitt, þá skelfast þau, þú tekur aftur anda þeirra, þá andast þau og hverfa aftur til moldarinnar. Þú sendir út anda þinn, þá verða þau til og þú endurnýjar ásjónu jarðar. Amen.

Sálm:104:27-30


Bæn dagsins...

Þú sendir myrkrið, þá verður nótt og öll skógardýrin fara á stjá. Ljónin öskra eftir bráð og krefjast ætis af Guði. Þegar sólin rís draga þau sig í hlé og leggjast í bæli sín. Þá fer maðurinn út til starfa sinna og vinnur þar til kvöldar.Hversu mörg eru verk þín, Drottinn? þú vannst þau öll af speki. Jörðin er full af því sem þú hefur skapað. Það er hafið, mikið og vítt á alla vegu. Þar er óteljandi grúi, smá dýr og stór. Þar fara skipin um og Levjatan er þú hefur skapað til þess að leika sér þar. Amen.

Sálm:104:20-26


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

133 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 31
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 217615

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband