Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni, tyfta mig ekki í heift þinni. Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Amen.

Sálm:6:2-3


Bæn dagsins...

Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, sem einn vinnur máttarverk. Lofað sé hans dýrlega nafn um aldur og ævi og öll jörðin fyllist dýrð hans! Amen, amen.

Sálm:72:18-19


Bæn dagsins...

Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa, því að hann grundvallaði hana á hafinu, festi hana á vötnunum. Amen.

Sálm:24:1-2

Hver fær að stíga upp á fjall Drottins og hver fær að dveljast á hans helga stað? Sá sem hefur flekklausar hendur og hreint hjarta, sækist ekki eftir hégóma og vinnur ekki rangan eið. Hann hlýtur blessun frá Drottni og réttlæti frá Guði, frelsara sínum. Þetta er sú kynslóð sem leitar hans, þráir auglit þitt, Jakobs Guð. Amen.

Sálm:24:3-6


Bæn dagsins...

Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig því að ég er hjálparvana og snauður. Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum sem treystir þér. Ver mér náðugur , Drottinn, því að ég ákalla þig allan daginn. Lát þjón þinn fagna því að ég hef sál mína til þín.Amen.

Sálm:86:1-4


Bæn dagsins...

Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er er sá maður sem leitar hælis hjá honum. Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir sem óttast hann líða engan skort. Ljón búa við skort og svelta en þeir er leita Drottins fara einskis góðs á mis. Amen

Sálm:34:9-11


Bæn dagsins...

En ég fæ að ganga í hús þitt fyrir mikla miskunn þína, fæ að falla fram fyrir þínu heilaga musteri í ótta frammi fyrir þér. Amen.

Sálm:5:8.


Bæn dagsins...

Lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér sem standið í húsi Drottins um nætur. Lyftið höndum til helgidómsins og lofið Drottin. Drottinn blessi þig frá Síon, Hann sem skapaði himin og jörð. Amen.

Sálm:134:1-3


Bæn dagsins...

Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Amen.

Sálm:53:3


Bæn dagsins...

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Ég hef svarið og haldið það að varðveita þín réttláta ákvæði. Amen.

Sálm:119:105-106


Bæn dagsins...

Guðs ríki í nánd

Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum kom Jesús til Galíleu, prédikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: ,,Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Takið sinnaskiptum og trúið fagnaðarerindinu." Amen.

Markús:1:14-15

Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki. Amen.

Matt:5:3

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 215490

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband