Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

9.4.2013.Hendur þínar hafa gjört mig og skapað. veit mér skyn, að ég megi læra boð þín. Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast, því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir og að þú hefir lægt mig í trúfesti þinni. Lát miskunn þína verða mér til huggunar, eins og þú hefir heitið þjóni þínum. Lát miskunn þína koma yfir mig, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín. Lát ofstopamennina verða til skammar, af því að þeir kúga mig með rangsleitni, en ég íhuga fyrirmæli þín. Til mín snúi sér þeir er óttast þig og þeir er þekkja reglur þínar. Hjarta mitt sé grandvart í lögum þínum, svo að ég verði eigi til skammar. Sálm.119:73-80.

9,4,2013
Ég bið að ég láti Guð búa hiðn innra með mér um leið og ég vinn fyrir hann. Ég bið að ég gangi út í sólskinið til starfa með Guði.

Bæn.

8.4.2013.Hjarta þeirra er tilfinningarlaust sem mör væri, en ég leita unaðar í lögmáli þínu. Það varð mér til góðs, að ég var beygður, til þess að mætti læra lög þín. Lögmálið af munni þínum er mér mætara en þúsundir af gulli og silfri. Sálm.119:70-72.

8,4,2013
Ég bið að ég verði reiðubúinn til að bera vitni um trú mína. Ég bið að ég láti ekki efasemdir og kaldhæðni vantrúaðra snúa mér frá trúnni.

Bæn

7.4.2013.Þú hefir gjört vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Kenn mér góð hyggindi og þekkingu, því að ég trúi á boð þín. Áður en ég var beygður, villtist ég, en nú varðveiti ég orð þitt. Þú ert góður og gjörir vel, kenn mér lög þín. Ofstopamenn spinna upp lygar gegn mér, en ég held fyrirmæli þín af öllu hjarta. Sálm.119:65-69.

7..4..2013.
Ég bið að ég verði óeigingjarn. Ég bið að ég villist ekki af leið með því að láta gömlu sjálfselskuna laumasa aftur inn í líf mitt.

Bæn

6.4.2013Snörur óguðlegra lykja um mig, en lögmálin þínu hefi ég gleymt. Um miðnætti rís ég upp til þess að þakka þér þín réttlátu ákvæði. Ég er félagi allra þeirra er óttast þig og varðveita fyrimæli þín. Jörðin er full af miskunn þinni, Drottinn, kenn mér lög þín. Sálm.119:61-64.

6,4,2013,
Ég bið að ég taki blessun Guðs opnum örmum. Ég bið að ég verði fús að sleppa taki mínu á efnislegum hlutum og geti þegið þá aftur frá Guði.


Bæn.

5.4.2013.Heiftarreiði við óguðlega hrífur mig, við þá er yfirgefa lögmál þitt. Lög þín eru efni ljóða minna á þessum stað, þar sem ég er gestur. Um nætur minnist ég nafns þíns, Drottinn, og geymi laga þinna. Þetta er orðin hlutdeild mín, að halda fyrirmæli þín. Drottinn er hlutskipti mitt, ég hefi ákveðið að varðveita orð þín. Ég hefi leitað hylli þinnar af öllu hjarta, ver mér náðugur samkvæmt fyrirheiti þínu. Ég hefi athugað vegu mína og snúið fótum mínum að reglum þínum. Ég hefi flýtt mér og eigi tafið að varðveita boð þín. Sálm. 119:53-60.

5,4,2013,

Ég bið að ég megi vera í réttum tengslum við Guð. Ég bið að Guð miðli mér skilningi á persónuleika annarra svo ég geti skilið þá og hjálpað þeim.


Bæn.

4.4.2013.Minnst þú þess orðs við þjón þinn, sem þú lést mig vona á. Þetta er huggun mín í eymd minni, að orð þitt lætur mig lífi halda. Ofstopamenn spotta mig ákaflega, en ég vík eigi frá lögmáli þínu. Ég minnist dóma þinna frá öndverðu, Drottinn, og læt huggast. Sálm.119:49-52.

4,4,2013,
Ég bið að ég fái að þjóna sem farvegur fyrir styrk Guðs inn í líf annarra. Ég bið að ég geri mér far um að sklja aðra.

Bæn.

3..4..2013..Lát náð þína koma yfir, mig, Drottinn, hjálpræði þitt, samkvæmt fyrirheiti þínu, að ég fái andsvör veitt þeim er smána mig, því að þínu orði treysti ég. Og tak aldrei sannleikans orð burt úr munni mínum, því að ég bíð dóma þínna. Ég vil stöðugt varðveita lögmál þitt, um aldur og ævi, þá mun ég ganga um víðlendi, því að ég leita fyrirmæla þinna, þá mun ég tala um reglur þínar frammi fyrir konungum, og eigi skammast mín, og leita unaðar í boðum þínum, þeim er ég elska, og rétta út  hendurnar  eftir boðum þínum, þeim er ég elska, og íhuga lög þín. Sálm.119:41-48.

3,4,2013,
Ég bið að ég vinni með Guði að góðum verkum. Ég bið að ég þjóni Guði og öðrum og lifi þannig gagnlegu og hamingjusömu lífi.

 


Bæn.

2.4.2013.Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna, að ég megi halda þau allt til enda. Veit mér skyn, að ég megi halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta. Leið mig götu boða þinna, því að af henni hefi ég yndi. Beyg hjarta mitt að reglum þínum, en eigi að ranglátum ávinningi. Snú augum mínum frá því að horfa á hégóma, lífga mig á vegum þínum. Staðfest fyrirheit þitt fyrir þjóni þínum, sem gefið er þeim er þig óttast. Nem burt háðungina, sem ég er hræddur við, því að ákvæði þín eru góð. Sjá, ég þrái fyrirmæli þín, lífga mig með réttlæti þínu. Sálm.119:33-40.

2,4,2013,
Ég bið að ég megi ávallt færast ótrauður í fang þau verkefni sem að höndum ber. Ég bið að þau fangbrögð efli manndóm minn.

Bæn.

1.apríl.2013Sál mín loðir við duftið, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Ég hefi talið upp málefni mín, og þú bænheyrðir mig, kenn mér lög þín. Lát mig skilja veg fyrirmæla þinna, að ég megi íhuga dásemdir þínar. Sál mín tárast af trega, reis mig upp eftir orði þínu. Lát veg lyginnar vera fjarri mér og veit mér náðarsamlega lögmál þitt. Ég hefi útvalið veg sannleikans, sett mér ákvæði þín fyrir sjónir. Ég held fast við reglur þínar, Drottinn, lát mig eigi verða til skammar. Ég vil skunda veg boða þinna, því að þú hefir gjört mér létt um hjartað. Sálm.119:25-32.

1,4,2013,
Ég bið að ég láti Guð stjórna lífi mínu. Ég bið að ég láti líf mitt ekki lenda aftur í óreiðu með því að reyna að stjórna því sjálfur.

Bæn.

31 3 2013

Hann er upp risinn:

Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gjöfina. Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn mælti við konurnar: ,,þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans. Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.  Þetta hef ég sagt yður.'' Og þær fóru í skyndi frá gjöfinni, með ótta og mikilli gleði, oghlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: ,, Heilar þið!'' En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: ,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig. Amen. Matteus.28:1-10.

31.3.2013.
Ég bið að ég sé þolinmóður í góðri viðleitni. Ég bið, að mér miði upp á við dag hvern þrátt fyrir hrasgjarna fætur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

100 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 218148

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband