Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

30 3 3013

Sál mín er kvalin af þrá eftir ákvæðum þínum alla tíma. Þú hefir ógnað ofstopamönnum, bölvaðir eru þeir, sem vikja frá boðum þínum. Velt þú af mér háðung og skömm, því að ég hefi haldið reglur þínar. Þótt þjóðhöfðingjar sitji og taki saman ráð sín gegn mér, þá íhugar þjónn þinn lög þín. Og reglur þínar eru unun mín, boð þín eru ráðgjafar mínir. Sálm.119:20-24.

30.3.2013.
Ég bið að dómur annarra komi mér ekki úr jafnvægi. Ég bið, að ég láti Guð einan um að dæma mig.

Bæn.

29 3 2013

Yfir vegi vitnisburða þinna gleðst ég eins og yfir alls konar auði. Fyrirmæli þín vil ég íhuga og skoða vegu þína. Ég leita unaðar í lögum þínum, gleymi eigi orði þínu. Veit þjóni þínum að lifa, að ég megi halda orð þín. Ljúk upp augum mínum, að ég megi skoða dásemdirnar í lögmáli þínu. Ég er útlendingur á jörðunni, dyl eigi boð þín fyrir mér. Sálm.119:14-19.

29,3,2013,
Ég bið að ég geti lifað andlegu lífi með Guði. Ég bið, að ekkert trufli né eyðileggi þennan leynda friðarreit.

Dæmið ekki.

28,3,2013,Dæmið ekki:

Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yðuraftur mælt verða.'' Lúkas.6:37-38.

Amen.


Bæn.

28 3 2013

Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Ég geymi orð þín í hjartamínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín. Með vörum mínum tel ég upp öll ákvæði munns þíns. Sálm.119:10-13.

28.3.2013.
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. matt.7:7.
Ég bið að trú mín og undirgefni  vaxi. Ég bið, að lífsfylling mín aukist.

Bæn.

27 3 2013

Ég skal þakka þér af einlægu hjarta, er ég hefi numið þín réttlátu ákvæði. Ég vil gæta laga þinna, þá munt þú alls ekki yfirgefa mig. 119:7-8.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?  Með því að gefa gaum að orði þínu. 119:9.

27.3.2013.
Ég bið að ég sé móttækilegur fyrir anda Guðs. Ég bið, að hann hafi bætandi áhrif á samskipti mín við annað fólk.

Bæn.

26 3 2013

Þú hefir gefir skipanir þínar, til þess að menn skuli halda þær vandlega. Ó að breytni mín mættti vera staðföst, svo að ég varðveiti lög þín.  Þá mun ég eigi til skammar verða, er ég gef gaum að öllum boðum þínum. Sálm.119:4-6.

26.3.2013.
Ég bið, að ég kjósi að ganga yfir brú trúarinnar. Ég bið, að með því fái ég þann innri styrk sem ég þarf á að halda.

Bæn.

25 3 2013

Þú ert Guð minn, og ég þakka þér, Guð minn, ég vegsama þig.

Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.  Sálm.118:28-29.

Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins.

Sælir eru þeir er halda reglur hans, þeir er leita hans af öllu hjarta og eigi fremja ranglæti, en ganga á vegum hans. Sálm.119:1-3.

 

Ég bið að ég haldi stöðugt áfram daglegri staðfestu minni við að efla andlega reynslu. Ég bið að þessi viðleitni vari alla ævi mína.


sálmarnir.

24,3,2013

Þetta er dagurinn sem Drottinn hefir gjört, fögnum, verum glaðir á honum. Drottinn, hjálpa þú, Drottinn, gef þú gengi!  Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, frá húsi Drottins blessum vér yður.  Drottinn er Guð, hann lætur oss skína ljós. Sálm.118:24-27.


Bæn.

24 3 2013

Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist. Sálm.37:3-4.

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Jós. 1:9.

Ég bið að trú mín byggist á eigin reynslu af mætti Guðsí lífi mínu. Ég bið, að ég skynji þetta framar öllu öðru í heiminum.


Fyrirbæn Jesú.

23.3.2013

Fyrirbæn Jesú:

Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til til himins og sagði: ,,Faðir, stundin er komin. Gjör son þinn dýrlegan, til þess að sonurinn gjöri þig dýrlegan. Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum. En það er hið eilífa líf að þekkja  þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna. Faðir gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. Jóhannes.17:1-5.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

100 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 218149

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband