Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

19.4.2013.Ég kalla af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn, ég vil halda lög þín. Ég ákalla þig, hjálpa þú mér, að ég megi varðveita reglur þínar. Ég er á ferli fyrir dögun og hrópa og bíð orða þinna. Fyrr en vakan hefst eru augu mín vökul til þess að íhuga orð þitt. Sálm.119:145-148.

19,4,2013,
Ég bið að ég missi ekki sjónar á markmiðunum fögru á leiðinni til bata. Ég bið að mér miði áfram til meiri lífsfyllingar.

Bæn.

18.4.2013.Réttlátur ert þú, Drottinn, og réttvísir dómar þínir. Þú hefir skipað fyrir reglur þínar með réttlæti og mikilli trúfesti. Ákefð mín eyðir mér, því að fjendur mínir hafa gleymt orðum þínum. Orð þitt er mjög hreint, og þjónn þinn elskar það. Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn, en fyrirmælum þínum hefi ég eigi gleymt. Réttlæti þitt er eilíft réttlæti og lögmál þitt trúfesti. Neyð og hörmung hafa mér að höndum borið, en boð þín eru unun mín. Reglur þínar eru réttlæti um eilífð, veit mér skyn, ég megi lifa. Sálm.119:137-144.

18,4,2013,
Ég bið að ég geti tekið vel á móti öllum sem leita hjálpar minnar. Ég bið að þeir finni að ég ber sanna umhyggju fyrir þeim.

Bæn.

17.4.2013.Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær. Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra. Ég opna munninn af ílöngun, því ég þrái boð þín. Snú þér til mín og ver mér náðugur, eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt. Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér. Leys mig undan kúgun manna, að ég megi varðveita fyrirmæli þín. Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn og kenn mér lög þín. Augu mín fljóta í tárum, af því að menn varðveita eigi lögmál þitt. Sálm.119:129-136.

17,4,2013,
Ég bið að trú mín styrkist með degi hverjum. Ég bið að hið góða sem gerst hefur í lífi mínu verði því til styrktar.

Bæn.

16.4.2013.Ég hefi iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Gakk í ábyrgð fyrir þjón þinn, honum til heilla, lát eigi ofstopamennina kúga mig. Augu mín tærast af þrá eftir hjálpræði þínu og eftir þínu réttláta fyrirheiti. Far með þjón þinn eftir miskunn þinni og kenn mér lög þín. Ég er þjónn þinn, veit mér skyn, að ég megi þekkja reglur þínar. Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana, þeir hafa rofið lögmál þitt. Þess vegna elska ég boð þín framar en gull og skíragull. Þess vegna held ég beina leið eftir öllum fyrirmælum þínum, ég hata sérhvern lygaveg. Sálm.119:121-128.

16,4,2013
Ég bið að ég skilji kærleika Guðs til mín, því hann er faðir okkar allra. Ég bið að á sama hátt þyki mér vænt um öll hans börn.

Bæn.

15.4.2013.Styð þú mig, að ég megi frelsast og ætíð líta til laga þinna. Þú hafnar öllum þeim, er villast frá lögum þínum, því að svik þeirra eru til einskis. Sem sora metur þú alla óguðlega á jörðu, þess vegna elska ég reglur þínar. Hold mitt nötrar af hræðslu fyrir þér, og dóma þína óttast ég. Sálm.119:117-120.

15,4,2013,
Ég bið að ég þrasi ekki eða þræti, heldur haldi mig rólega við það sem ég tel vera rétt. Ég bið að ég haldi þeirri ró sem mér gefst ef ég trúi á forsjón Guðs í heiminum.

Bæn.

14.4.2013.Burt frá mér, þér illgjörðamenn, að ég megi halda boð Guðs míns. Styð mig samkvæmt fyrirheiti þínu, að ég megi lifa, og lát mig eigi til skammar verða í von minni. Sálm.119:115-116.

14,4,2013,
Ég bið að innst inni sé ég í einingu við Guð. Ég bið að ég varðveiti minn innri frið.


Bæn.

13.4.2013Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Ég hefi svarið og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði. Ég er mjög beygður, Drottinn, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Haf þóknun á sjálfviljafórnum munns míns, Drottinn, og kenn mér ákvæði þín. Líf mitt er ætíð í hættu, en þínu lögmáli hefi ég eigi gleymt. Óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig, en ég hefir eigi villst frá fyrirmælum þínum. Reglur þínar eru eign mín um aldur, því að þær eru yndi hjarta míns. Ég hneigi hjarta mitt að því að breyta eftir lögum þínum, um aldur og allt til enda. Sálm.119:105-112.

Ég hata þá, er haltra til beggja hliða, en lögmál þitt elska ég. Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt. Sálm.119:113-114.

13,4,2013,
Ég bið að ég lifi í anda bænarinnar. Ég bið að ég treysti á Guð til að gefa mér þann styrk sem ég þarf til að gera mitt til að heimurinn verði betri bústaður.

Bæn.

12.4.2013.Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan liðlangan daginn íhuga ég það. Boð þín hafa gjört mig vitrari en óvinir mínir eru, því að  þau heyra mér til um eilífð. Ég er hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar. Ég er skynsamari en öldungar,  því að ég held fyrirmæli þín. Ég held fæti mínum frá hverjum vondum vegi til þess að gæta orðs þíns. Frá ákvæðum þínum hefi ég eigi vikið, því að þú hefir frætt mig. Hversu sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum. Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn, fyrir því hata ég sérhvern lygaveg. Sálm.119:97-104.

12,4,2013,
Ég bið að ég viðurkenni fyrst af öllu neyð mína. Ég bið að ég hafi treyst Guði til að fullnægja þessum þörfum mínum á þann hátt sem mér er fyrir bestu.

Bæn.

11.4.2013.Hversu margir eru dagar þjóns þíns? Hvenær munt þú heyja dóm á ofsækjendum mínum? Ofstopamenn hafa grafið mér grafir, menn, er eigi hlýða lögmáli þínu. Öll boð þín eru trúfesti. Menn ofsækja mig með lygum veit þú mér lið. Nærri lá, að þeir gjörðu út af við mig á jörðunni, og þó hafði ég eigi yfirgefið fyrirmæli þín. Lát mig lðifi halda sakir miskunnar þinnar, að ég megi varðveita reglurnar af munni þínum. Orð þitt, Drottinn, varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum. Frá kyni til kyns varir trúfesti þín, þú hefir grundvallað jörðina, og hún stendur. Eftir ákvæðum þínum stendur hún enní dag, því að allt lýtur þér. Ef lögmál þitt hefði eigi verið unum mín, þá hefði ég farist í eymd minni. Ég skal eigi gleyma fyrirmælum þínum að eilífu, því að með þeim hefir þú látið mig lífi halda. Þinn er ég, hjálpa þú mér, því að ég leita fyrirmæla þinna. Óguðlegir bíða mín til þess að tortíma mér, en ég gef gætur að reglum þínum. Á allri fullkomnun hefi ég sér endi, en þín boð eiga sér engin takmörk. Sálm.119:84-96.

11,4,2013,
Ég bið að ég sé fyrimynd annarra um betra mannlíf. Ég bið að ég sæki fram þrátt fyrir mótbyr.

Bæn.

10.4.2013.Sál mín tærist af þrá eftir hjálpræði þínu, ég bið eftir orði þínu. Augu mín tærast af þrá eftir fyrirheiti þínu: Hvenær munt þú hugga mig? Því að ég er orðinn eins og belgur í reykhúsi, en lögum þínum hefi ég eigi gleymt. Sálm.119:81-83.

10,4,2013,
Ég bið að Guð búi sér samstað í hlýðnu og auðmjúku hjarta mínu. Ég bið að ég leiti leiðsagnar hans af öllum mætti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

100 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 218147

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.