Bæn.

Bæn 21

Bæn dagsins:

Ég bið að ekkert komi mér úr jafnvægi. Ég bið að ég megi ganga leið mina með hægð.


Bæn.

Bæn 20

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi hvílast og endurnærast. Ég bið að ég megi staldra við og bíða þess að styrkur minn endurnýist.


Bæn.

Bæn 19

Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái að horfast í augu við framtíðina með djörfung. Ég bið að mér verði gefinn styrkur til að mæta lífi og dauða óttalaust.


Bæn.

Bæn 18

Bæn dagsins:

Ég bið að hugur minn megi vera rólegur og heilbrigður. Ég bið að fá að vera viðsýnn og líta ofar eigin hag.


Bæn.

Bæn 17

Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái séð Guð með augum trúarinnar. Ég bið að sú sýn orsaki breytingu á persónuleika mínum.

Jesús sagði: ,,Enginn getur sér Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju. Jóh:3:3


Bæn.

Bæn 16

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi halda áfram að þroskast andlega. Ég bið að ég megi gera þetta að takmarki lífs míns.

 

Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. Fil:4:13.

 


Bæn.

Bæn 15

Bæn dagsins:

Ég bið að stundir mínar með Guði gefi mér styrk. Ég bið að ég geti veitt öðrum hlutdeild í þeim styrkleika.


Bæn.

Bæn 14

Bæn dagsins:

Ég bið að Guð megi oft vera mér í huga. Ég bið að ég megi njóta friðar og hvíldar við tilhugsunina um kærleika og umhyggju Guðs.


Bæn.

Bæn 13

Bæn dagsins:

Ég bið að ég láti ekki annríki hversdagsins víkja Guði til hliðar. Ég bið að ég leiti oft og í tæka tíðtil Guðs.


Bæn.

Bæn 12

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi ávinna mér að verða aðnjótandi máttar Guðs og friðar. Ég bið að ég geti þroskað með mér þá tilfinningu, að Guð leiði mig.


Bæn.

Bæn 11

Bæn dagsins:

Ég bið að Guð hjálpi mér til þess að verða í öllum greinum það sem hann vill að ég sé. Ég bið að mega horfast í augu við vandamál dagsins með jafnaðargeði.


Bæn.

bæn 10

Bæn dagsins:

ég bið að mér hlotnist náð til þess að reyna að hugsa í anda guðs. Ég bið að hugsanir mínar lúti leiðsögn Drottins.


Bæn.

Bæn 9

Bæn dagsins:

Ég bið að líf mitt megi grundvallast á bjargi trúarinnar. Ég bið að mér hlotnist að fylgja guðlegri forsjón.


Bæn.

bæn 8

Bæn dagsins:

Ég bið að mega í dag öðlast innri frið. Ég bið að fá í dag að vera í sátt við sjálfan mig.


Bæn.

bæn 7

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi eignast innistæðu á himni. Ég bið að þegar mér liggur mikið við megi ég verða þessarra fjársjóða aðnjótandi.


Bæn.

bæn 6

Bæn dagsins:

Ég bið að mér auðnist að vera í einingu við Guð. Ég bið að ég fái að berast með straumi hins góða í tilverunni.


Bæn.

bæn 5

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi kjósa mér það hlutskipti sem sál minni er til góðs. Ég bið að ég fái skilið ætlun Guðs með lífi mínu.


Bæn.

bæn 4
Jesús sagði: ,,Farið út um allan heim og prédikið
fagnaðarerindið öllu mannkyni.''

 

 

 Bæn dagsins:

 

Ég bið að ég megi reyna mitt ítrasta. Ég bið að sú viðleitni mín að seilast ofar, eftir andlegum verðmætum, breyti skapgerð minni.

 

Jesús fór með lærisveinum sínum út að vatninu, og fylgdi mikill fjöldi úr Galíleu og úr Júdeu, Frá Jerusalem, Ídúmeu, landinu handan Jórdanar, og úr byggðum Týrusar og Sídonar kom til hans fjöldi manna, er heyrt höfðu, hve mikið hann gjörði. markús.3:7-8.

7 júní 2013

 

 

 

 

 

 


Bæn.

bæn 3

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi vænta þess að Guð uppfylli þarfir mínar. Ég bið að ég muni koma með vandamál mín til Guðs, svo að hann hlálpi mér til að leysa þau.


Bæn.

bæn 2

Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái hlustað á hina hljóðu, mildu rödd Guðs. Ég bið að ég hlýði rödd samvísku minnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

164 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 217134

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.