Bæn.

5.1.´16.

Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar

gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og

ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið

sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verka. 2.kor.9,8.


Bæn.

4.1.´16.

Svo segir Drottinn:

Bölvaður er sá maður, sem reiðir sig á 

menn og gjörir hold að styrkleik sínum, en

hjarta hans víkur frá Drottni. Jeremía.17,5.

 


Bæn.

3.1.´16.

Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.


Bæn.

2.1.´16.

Enginn getur þjónað tveimur herrum.

Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn

eða þýðist annan og afrækir hinn.

Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. matt.6,24.


Bæn.

1.1.´16.

Verið hughraustir og öruggir óttist eigi og hræðist þá eigi, því að Drottinn Guð þinn fer sjálfur með þér. Hann mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.´´ 5.mós.31,6


Gleðilegt nýtt ár.

01.01.2016.

Gleðilegt nýtt ár þakka fyrir liði ár elskuna mína.


Bæn.

31.12.´15.

Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig?

Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg.

,,Guð minn!´´ hrópa ég um daga, en þú

svarar ekki,

og um nætur, en ég finn enga fró.

Og samt ert þú Hinn heilaagi,

sá er ríkir uppi yfir lofsöngvum Ísraels.

Þér treystu feður vorir,

þeir treystu þér, og þú hjálpaðir þeim,

til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað,

þér treystu þeir og urðu ekki til skammar.

 


Bæn.

30.12.´15.

Þakkað föðurnum, sem hefur gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu. Hann hefur frelsað oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar. Í honum eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu synda vorra.


bæn.

29.12.´15.

Komið, vér skulum hverfa aftur til Drottins, því að hann hefir sundur rifið og mun lækna oss, hann hefir lostið og mun binda um sár vor.


Bæn.

28.12.´15.

Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar,og ég mun veita yður hvíld.


Bæn.

27.12.15.

Og hann tók sig upp og fór til föður sins. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann.


Bæn.

26.12.´15.

En verið þér öruggir og látið yður eigi fallast hendur, því að breytni yðar mun umbun hljóta.


Bæn.

25.12.´15.

Ég hef gefið þeim orð þitt, og heimurinn hataði þá, af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.

Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa.

 

 


Jóla og áramót.

24,12,2015,

Gleðileg Jól og þakkað fyrir ári sem er að líða 

                    Kær kveðja Gulli Dóri


Bæn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.12.´15.

 

Hann svaraði: ,,Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi. En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.´´

 


Bæn.

23.12.´15.

Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota.

En þar sem syndirnar eru fyrirgefnar, þar þarf ekki framar fórn fyrir synd.


Bæn.

22.12.´15.

Pétur sagði við þá: ,,Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.


Bæn.

21.12.´15.

Ef vér segjum: ,,Vér höfum ekki synd,´´ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér ssegjum: ,,Vér höfum ekki syndgað,´´þá gjörum vér hann að lygara og orð hans er ekki í oss.

 


Bæn.

20.12.´15.

og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.

 


Bæn.

19.12.´15.

Gangið inn um þrönga hliðið því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. 

Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

85 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 218377

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband