Bæn.

3.11.´15.

Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika.


´Bæn.

2.11.´15.

Jesús sagði: ,,Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.´´

Jesús sagði: ,, Óttast ekki, trú þú aðeins.´´


Bæn.

1.11.´15.

Jesús sagði: ,,Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli.´´

Óttist aðeins Drottin og þjónið honum trúlega af öllu hjarta yðar, því sjáið, hversu mikið hann hefir fyrir yður gjört.


Bæn.

31.10.´15.

Jesús sagði: ,,Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.´´


Bæn.

29.10.´15.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefir í Kristi Jesú.frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Hjörtu yðar séu heil og óskipt gagnvart Drottni, Guði vorum, svo að þér breytið eftir lögum hans og haldið boðorð hans.

 


Bæn.

28,,10,,´15,,

Þú skalt vegsama Drottin Guð þinn fyrir landið góða, sem hann gaf þér.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.


Bæn.

27.10.´15.

Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn. Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.

Öllum þeim, sem tóku við honum (Jesú), gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.


Bæn.

26.10.´15.

Jesús sagði: ,,Allt, sem þér iljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.´´


Bæn.

25.10.´15.

Ég veit, að lausnari minn lifir og hann mun að lokum ganga fram á foldu.

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.


Bæn.

24..10..´15..

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikill, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að sendaa verkamenn til uppskeru sinnar.´´


Bæn.

23.10.´15.

Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?


Bæn.

22.10.´15.

Sá sem tala flytjo orð Guðs, sá sem þjónustu hefir skal þjóna eftir þeim mætti, sem Guð getur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist.


Bæn.

21.10.´15.

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.Guð

Guð séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist!


Bæn.

20.10.´15.

Jesús sagði: ,,Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, í fullri gnægð.´´

Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins.


´Bæn.

19.10.´15.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Jesús sagði: ,,þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.´´

Jesús sagði: ,,Sannlega,sannlega segi ég yður: Sá, sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.´´


Bæn.

18.10.´15.

Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann, öllum, sem ákalla hann í einlægni.

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!


united.

everton.0 - man united.3 17.10.´15.

Everton...0 - Manchester United...3

Manchester United van sinn fyrsta sigur á Everton á Goodison Park í fjögur ár þegar lærisveinar Gaal báru sigurorð af bítlaborgarliðinu Everton.


Bæn.

17.10.´15.

Drottinn er í nánd.

Hann skaltu láta heita Jesúm, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir.


Bæn.

16.10.´15.

Jesús sagði: ,,Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður.´´

Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.


Bæn.

15.10.´15.

Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.

Kristur Jesús afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

170 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 217060

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband