Bæn.

30.12.´15.

Þakkað föðurnum, sem hefur gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu. Hann hefur frelsað oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar. Í honum eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu synda vorra.


bæn.

29.12.´15.

Komið, vér skulum hverfa aftur til Drottins, því að hann hefir sundur rifið og mun lækna oss, hann hefir lostið og mun binda um sár vor.


Bæn.

28.12.´15.

Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar,og ég mun veita yður hvíld.


Bæn.

27.12.15.

Og hann tók sig upp og fór til föður sins. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann.


Bæn.

26.12.´15.

En verið þér öruggir og látið yður eigi fallast hendur, því að breytni yðar mun umbun hljóta.


Bæn.

25.12.´15.

Ég hef gefið þeim orð þitt, og heimurinn hataði þá, af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.

Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa.

 

 


Jóla og áramót.

24,12,2015,

Gleðileg Jól og þakkað fyrir ári sem er að líða 

                    Kær kveðja Gulli Dóri


Bæn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.12.´15.

 

Hann svaraði: ,,Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi. En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.´´

 


Bæn.

23.12.´15.

Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota.

En þar sem syndirnar eru fyrirgefnar, þar þarf ekki framar fórn fyrir synd.


Bæn.

22.12.´15.

Pétur sagði við þá: ,,Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.


Bæn.

21.12.´15.

Ef vér segjum: ,,Vér höfum ekki synd,´´ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér ssegjum: ,,Vér höfum ekki syndgað,´´þá gjörum vér hann að lygara og orð hans er ekki í oss.

 


Bæn.

20.12.´15.

og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.

 


Bæn.

19.12.´15.

Gangið inn um þrönga hliðið því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. 

Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann.


Bæn.

18.12.´15.

Hæli er hinn eilífi Guð, og hið neðra eru eilíir armar.

Hann stökkti óvinum þínum undan þér og sagði: Gjöreyð!


Bæn.

16.12.´15.

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andddi Guðs sveif yfir vötnunum. 1.Mós.1,1-2.

 

 


Bæn.

15.12.´15.

Því að augu Drottinn eru yfir hinum réttlátu

og eyru hann hneigjast að bænum þeirra.

En auglit Drottins er gegn þeim, sem illt gjöra.

Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? 

 


Bæn.

14.12.´15.

Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf. Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann ossað sem .

Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum. Þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um. Amen. 

 


Bæn.

13.12.´15.

Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, 

þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt, til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn, 

og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.

 

 


Bæn.

12.12.´15.

Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður.


Bæn.

11.12.´15.

,,Ég vil staðfesta ætt þína að eilífu 

reisa hásæti þitt frá kyni til kyns.´´

þá lofuðu himnarnir dásemdarverk þín, Drottinn,

og söfnuður heilagra trúfesti þína.

Því að hver er í himninum jafn Drottni,

hver er líkur Drottni meðal

guðasonanna?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 217049

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.