Sálmarnir.

imgItem.2871Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við stein. Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða ungljón og dreka. sálm.91,12-12.

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú ,ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: ,,Hverfið aftur, þér mannanna börn." Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eina og næturvaka.Sálm.90.1-4.


Sálmarnir.

Standard_of_The_Salvation_ArmyHann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið. Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast rjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Sálm.91,3-11.


Sálmarnir.

16684027_268960806868147_7536432119011910902_nDrottinn nafn þitt varir að eilífu,minning þín, Drottinn, frá kyni til kyns því að Drottinn réttir hlut þjóðar sinnar og miskunnar þjónum sínum. sálm.135,13-14.

 


Sálmarnir.

frelsi-sic3b0bc3b3t-ec3b0a-bylting_161030-006-1Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans.

Lofið hann fyrir máttarverk hans,

lofið hann vegna mikillar hátignar hans. Lofið hann með lúðurhjómi, lofið hann með hörpu og gígju. Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með flautum og strengjaleik. Lofið hann með hjómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum. Allt sem andardrátt hefur, lofi Drottin 

               Hallelúja. amen.

Sálm.150,1-6.

 

 

 


Sálmarnir.

76610065-Engel-schreibendSyngið Drottni nýjan söng lofsöngur hans hjómi í söfnuði trúfastra.

Ísrael gleðjist yfir skapara sínum, börn Síoar fagni konungi sínum, lofi nafn hans með dansi, flytji honum lofgjörð með bumbu og gígju. Sálm.149,1-3.


Sálmarnir.

16864315_269779823452912_8918399759845573560_nLofið Drottin frá jörðu, þér stóru sjávardýr og öll djúp hafsins, eldur og hagl, snjór og þoka, þú stormur, sem framfylgir boði hans, þér fjöll og allar hæðir, ávestartrén og sedrustré, þér villidýr og allt búfé, skriðdýr og fljúgandi fuglar, þér konungar jarðar og allar þjóðir, höfðingjar og allir valdsmenn jarðar, yngismenn og yngismeyjar, aldnir og ungir.

Þau lofa nafn Drottins því að nafn hans eitt er hátt upp hafið, hátígn hans ljómar um himin og jörð. 

Hann hefur gert þjóð sína volduga, þvíhjómi lofsöngur hjá öllum dýrkendum hans, hjá sonum Ísraels, lýðnum sem er honum nálægur. Halleljúa. 

    Sálm.148,7-14.


Sálmarnir.

16473723_10210415010268229_4935588988840168600_nLofið Drottin af himnum, 

lofið hann á hæðum, 

lofið hann allir englar hans,

lofið hann, allir herskarar hans. Lofið hann, sól og tungl,

lofið hann, allar lýsandi stjörnur, lofið hann, himnanna himnar, og vötnin himni ofar.

Lofi þau nafn Drottins því að þau voru sköpuð að boði hans.

Hann fékk þeim stað um aldur og ævi, setti þeim lög sem þau fá ekki brotið. sálm.148,1-6.

 


Sálmarnir.

15822577_742460079243611_6357431259905667392_nÉg vegsama þig hvern dag og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, veldi hans er órannsakanlegt. Kynslóð eftir kynslóð vegsamar verk þín, segir frá máttarverkum þínum og dýrlegum ljóma hátignar þinnar: ,,Ég vil syngja um dásemdir þínar."Þær tala um mátt ógnarverka þinna: ,,ég vil segja frá stórvirkjum þínum."  Þær víðfrægja mikla gæsku þína og fagna yfir réttlæti þínu. Sálm.145,2-7.


Sálmarnir.

16114903_10209728248941622_1733222302415453278_nNáðugur og miskunnnsamur  er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Droyyinner öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans. 

Öll verk þín lofa þig, Drottinn, og dýrkendur þínir vegsama þig. Þeir segja frá dýrð ríkis þína og tala um mátt þinn til að boða mönnum veldi þitt, hina dýrlegu hátigan konungdæmis þíns. Sálm.145.8-12.


Sálmarnir.

Cristo_abrazado_a_la_cruz_(El_Greco,_Museo_del_Prado)Sæl er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.

Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki misgjörð og ekki geymir svik í anda.

Meðan ég þagði tærðust bein mín, allan daginn stundi ég því að dag og nótt lá hönd þín  þungt á mér, lífsþróttur minn þvarr sem í sumarbreyskju. Þá játaði ég synd mína fyrir þér og duldi ekki sekt mína en sagði: ,,Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni," Sálm.32.1-5.


Matteusarguðspjall

bild2Sæli eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.

Sælir eru syrgjendur því að þeir munu huggaaðir verða.

Sæli eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.

Sælir eru þeir sem hungraar og þyrstir eftir réttlætinu því að þeir munu saddir verða.

Sælir eru miskunnsamir því að þeir mun miskunnað verða.

Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.

Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.

Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir því að þeirra er himnaríki.

Sæl eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. 

Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður. matt:5,3-12.


Sálmarnir.

15285075_726844914138461_1676246368011932648_nSkapa í mér hreint hjarta, ó Guð og veit mér nýjan, stöðugan anda.Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Sálm:12-13.


Markúsarrgðspjall.

14063953_1388514111220274_8724612632967615429_nÞegar Jóhannes hafð verið tekinn hönduum kom Jesús til Gallíleu,, prédiikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: ,,Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Takið sinnaskiptum og trúið fagnaðarerindnu.markúss.1,14-155


Lúkasarguðspjall.

15230769_724441681045451_8710852163309928183_n copyÁ dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur að nafni Sakaría, af sveit Abía. Kona hans var og af ætt Arons og hét Elísabet. Þau voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu réttlát eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins. En þau áttu ekki barn því að Elíisabet var óbyrrja og  bæði voru þau hniigin að aldri. eitt sinn er röðin kom að sveit Sakaría og hann þjónaði sem prestur í musterinu, þá féll það í hlut hans, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í musteri Drottins og fórna  reykelsi. En  allur fólksfjöldinn var  fyrir utan á bæn meðan reyelsisfórnin var færð. Birtist honum þá engill Drottins sem stóð hægra megin við  reykelsisaltarið. Sakaría var hverft við sýn þessa og  ótta sló á hann.  En engillinn sagði við hann: ,,Óttast þú eigi Sakaría, því að bæn þín er heyrð. Elísabet kona þín mun fæða þér son og þú skalt láta hann heita Jóhannes. Lúk,1,5-13.


Rómverjabréfið

10891954_1401272576844745_6776068769826750747_nRéttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. Hann hefur veitt okkur aðgang að þeirri náð sem við lifum í og við fögnum í voninni um dýrð Guðs. En ekki aðeins það: Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum  að þrengingin veitirþolgæði en þolgæði geri mann fullreyndan og fullreyndur ávonina. Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streyms inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur ergefinn. Róm.5:1-5.


Opinb jóh.

untitledEngli safnaðarins í Fíladelfíu skaltu rita: þetta segir sá heilagi, sá sanni semhefur lykil Davíðs,hann sem lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp. Ég þekki verkin þín. Ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér sem enginn getur lokað .Þú hefur lítinn mátt en hefur þó varðveitt orð mitt og ekki afneitað mér.Opinb Jóh.3,7-8.


Opinb Jóh.

10984039_1398677490437587_2965018721179729541_nSá er sigrar skal þá skrýðast klæðum og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans frammi fyrir föður mínum og englum hans. Hver sem eyra hefur hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Opinb Jóh.3.5-6.


Opinb Jóh.

12247078_1097100306975648_4683979262588873389_nVerður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn því að þú hefur skapað alla hluti og að þínum vilja urðu þeir til og voru skapaðir. Opinb Jóh.4.11


Opinb Jóh.

16649442_274640269622174_9181216372441767967_nÉg er Alfa og ómega, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi," segir Drottinn Guð.

Opinb Jóh.1,8.

Ég , Jóhannes, bróðir yðar, sem í Jesú á hlutdeild með yður í þrengingunni, ríkinu og þolgæðinu, var á eynni Parmos sakir Guðs orðs og vitnisburðarins um Jesú.Ég var hrifinn í anda á Drottinn degi og heyrði að baki mér raust mikla, sem lúður gylli, er sagði: ,,Rita þú í bók það sem þú sérð og send það söfnuðunum sjö í Efesus, Smyrnu, Pergamos, þýatíru, Sardes, Fíladeilfíu og Laódíkeu." Opinb Jóh.1,9-11.


Opin Jóh.

download (3)Sjá hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeirra sem stungu hann, og allar kynkkkkkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Opin.1.7.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

86 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 11
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 218358

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.