Sálmarnir.

Syngið Drottni nýjan söng því að hann hefur unnið dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og heilagur armur hans. Drottinn kunngjörði hjálpræðin sitt.Hann minntist miskunnar sinnar og trúfesti sinnar við Ísraels hús. Öll endimörk jarðar sáu hjálpræði Guðs vors. Amen sálm,98,1-3.


Sálmarnir.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesusvalentine_1298208Réttlæti og réttvísi eru stoðir hásætis þíns, miskunn og trúfesti þjóna fyrir augliti þínu. Sæl er sú þjóð sem kann að hylla þig, Drottinn, sem gengurví ljóma auglitis þíns, fagnar yfir nafni þínu hvern dag og gleðst yfir réttlæti þínu.Amen.sálm,89,15-17.


Sálmarnir

Nú er frost á FróniDrottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. Af munni barna og brjóstmylkinga hefur þú gert þér vígi til varnar gegn andstæðingum þínum, til að stöðva fjandmenn og hefnigjarna. Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar, hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? Þú gerðir hann litlu minni en Guð, krýndir hann hátiga og heiðri, lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, lagðir allt að fótum hans: sauðfénað allan og uxa og auk þess dýr merkurinnar, fugla himins og fiska hafsins, allt sem fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. amen. sálm,8,2-10.


Sálmarnir.

Englar í ParadísGuð lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt, lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu. Lát þá hörfa undan sakir smánar sinnar er hrópa háð og spé. En allir sem leita þín skulu gleðjast og fagna yfir þér. þeir er unna hjálpræði þínu skulu sífellt segja: ,,Vegsamaður sé Guð." Amen. sálm,70,2-5.


Sálmarnir.

IMG_9963Orð Drottins eru hrein, skírt silfur, sjöhreinsað gull.

Þú Drottinn, munt vernda oss, þú varðveitir oss að eilífu fyrir þessari kynslóð þar sem guðlausir reika um og lítilmennska er í hávegum höfð meðal manna. Amen.sálm,12,7-9.


Sálmarnir.

Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð með fúsleiks anda. Þá mun ég vísa brotlegum vegu þína svo að syndarar hverfi aftur til þín. Frelsa mig frá blóðskuld, Drottinn, Guð hjálpræðis míns, að tunga mín fagni yfir réttlæti þínu. Drottinn, opna vari mínar að munnur minn kunngjöri lof þitt. Þú hefur ekki þóknum á sláturfórnum og færi ég þér brennifórn tekur þú ekki við henni. Guð þekkar fórnir eru sundurmarinn andi. Sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. Amen. sálm,51,14-19.


Sálmarnir.

Komið og sjáið verk Guðs, undursamleg verk hans meðal manna: Hann breytti hafinu í þurrlendi, þeir héldu fótgangandi yfir fjótið, þá gjöddumst vér yfir honum. Hann ríkir umeilífð vegna máttar síns, augu hans gefa gætur að þjóðunum, uppreisnarmenn geta ekki staðið gegn honum. Þér lýðir,lofið Guð vorn og látið hjóma lofsöng um hann. Hann hélt oss á lífi, varði fætur vora falli. Þú reyndir oss, Guð, lagðir þunga byrði á lendar vora, lést menn ríða yfirhöfuð vor. Vér höfum farið gegnum eld og vatn en þú leiddir oss til allsægta. Amen. sálm,66,5-12.


Sálmarnir.

FB_IMG_1605778726313Sæll er sá sem óttast Drottin og gleðst yfir boðum hans. Niðjar hans verða voldugir í landinu, ætt réttvísra mun blessun hljóta. Nægtir og auðæfi eru í húsi hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. Réttvísum skín ljós í myrkri, mildum, miskunnsömum og réttlátum. Vel farnast þeim sem lánar fúslega og annast málefni sín af réttvísi því að hann mun aldrei haggast.Amen.Sálm,112,1-6.


Sálmarnir.

FB_IMG_1619374434180Hjálpa mér ó Guð, því að vötnin ná mér upp að hálsi. sálm,69,2.

Fagnið fyrir Guði, gjörvallt jarðríki,syngið um hans dýrlega nafn, hyllið hann með lofgjörð, segið við Guð: Hversu óttaleg eru verk þín. sálm.66,2-3.


Sálmarnir.

174610341_23846987522250328_5184697638721023643_nLofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Amen.Amen. sálm,41,14.

Stöðugt vonaði ég á Drottin og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr fúafeni, veitti mér fótfestu á kletti og gerði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng til Guðs vors. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni. Amen, sálm,40,2-4.

Sæll er sá maður sem gerir Drottin að athvarfi sínu og snýr sér ekki til dramblátra eða þeirra sem fylgja falsguðum. Drottinn, Guð minn, mörg eru máttaverk þín og áform þín oss til handa, ekkert jafnast á við þig.Amen. sálm,40,5-6.


Sálmarnir.

176632973_4343100955701662_2130028291445278401_nÉg treysti Guði, ég óttast eigi, hvað geta dauðlegir menn gert mér? Allan daginn spilla þeir málstað mínum, allt það er þeir hafa hugsað gegn mér er til ills. Þeir gera samsæri, sitja um mig, þeir gefa gætur að ferðum mínum því að þeir sækjast eftir lífi mínu. Eiga þeir að sleppa þrátt fyrir illsku sína? Guð, steyp þjóðunum í reiði þinni. amen. sálm,56,5-8.


Sálmarnir.

128036854_125429609372800_6287090985994611674_nSkapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda. Þá mun ég vísa brotlegum vegu þína svo að syndarar hverfi aftur til þín. Frelsa mig frá blóðskuld, Drottinn, Guð hjálpræðis míns, að tunga mín fagni yfir féttlæti þínu.amen. sálm,51,12-16.


Sálmarnir.

176064933_4105496079472168_9023865892118516859_nHjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar. Frelsa mig, bjarga mér eftir réttlæti þínu, hneig eyra þitt að mér og hjálpa mér. Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar því að þú ert bjarg mitt og vígi. sálm,71,1-3.

 


Jóhannesarguðspjall.

submit_1583415628Þessi er vitnisburður Jóhannesar þegar ráðamenn í Jerúsalem sendu til hans presta og Levíta til að spyrja hann: ,,Hver ert þú?" Hann svaraði ótvírætt og játaði: ,,Ekki er ég Kristur." Þeir spurðu hann: ,,Hvað þá? Ertu Elíaa?" Hann svarar: ,,Ekki er ég hann." ,,Ertu spámaðurinn?" Hann kvað nei við. Þá sögðu þeir við hann: ,,Hver ert þú?  Við verðum að svara þeim er sendu okkur. Hvað segir þú um sjálfan þig?" Hann sagði: ,,Ég er sá sem Jesaja spámaður talar um. Ég er rödd hrópanda í eyðimörk er segir: gerið beinan veg Drottins." amen.Jóh,1,19-23.


Jóhannesarguðspjall.

Reiki-Practice-Hands-e1510083727401Þau urðu ekki til á náttúrulegan hátt né af vilja manns heldur eru þau af Guði fædd. Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og bér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum. Jóhanness vitnar um hann oghrópar: ,,þetta  er sá sem ég átti við þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig var á undan mér enda fyrri en ég." Af gnægð hans höfum vér öll þegið náð á náð ofan. Lögmálið var gefið með Móse en náðin og sannleikurinn eru komin með jesú Kristi.Enginn hefur nokkurn tíma sér Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er i faðmi Föðurins, hann hefur birt hann. amen. Jóh,1,13-18.


Jóhannesarguðspjall.

6dca3836a1eebc94b836d244a31e92a1Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. amen. Jóh,1,11-12.


Sálmarnir.

167028408_3136198723329134_8934783209734804683_nÉg vil lofa Drottin með munni mínum, í fjölmenni vegsama ég hann því að hann stendur við hlið hins sauða til að hjálpa honum gegn þeim sem sakfella hann. amen. sálm,109,30-31.

Svo segir Drottinn við herra minn: ,,Set þig mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem skör fóta þinna." Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon. Drottna þú meðal óvina þinna. Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn. Á helgum fjöllum fæddi ég þig eins og dögg úr skauti morgunroðans. Drottinn hefur svarið og hann iðrar þess eigi: ,,Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks." Drottinn er þér til hægri handar, hann knosar konunga á degi reiði sinnar. Hann heldur dóm meðal þjóðanna, fyllir allt líkum, knosar höfðingja um víðan vang. Á leiðinni drekkur hann úr læknum, þess vegna ber hann höfuðið hátt. amen. sálm,110,1-7.


Sálmarnir.

173376720_954170278724755_7331578289742859997_n (1)Lofið Drottin, þér þjónar hans, lofið nafn Drottins. Nafn Drottins sé blessað géðan í frá og að eilífu. Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað. Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir, dýrð hans er himnum hærri. Hvað er sem Drottinn, Guð vor? Hann situr hátt og horfir djúpt. Hver er sem hann á himni og á jörðu? Hann reisir lítilmagnann úr duftinu. sálm,113,1-7.

Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra. Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim. Tign og vegsemd eru verk hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. sálm,111,1-3.


Sálmarnir.

173376720_954170278724755_7331578289742859997_nHjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika. Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. ég lofa þig meðal lýðanna, Drottinn,vegsama þig meðal þjóðanna því að miskunn þín nær til himna og trúfesti þín til skýjanna. amen.sálm,108,2-5.


Sálmarnir.

krossar-á-opinni-biblíuÞakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefur leyst úr nauðum og safnað saman frá öðrum löndum, frá austri og vestri, frá norðri og suðri. amen sálm,107,1-5.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

86 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir