Lúkasarguðspjall.

15230769_724441681045451_8710852163309928183_n copyÁ dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur að nafni Sakaría, af sveit Abía. Kona hans var og af ætt Arons og hét Elísabet. Þau voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu réttlát eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins. En þau áttu ekki barn því að Elíisabet var óbyrrja og  bæði voru þau hniigin að aldri. eitt sinn er röðin kom að sveit Sakaría og hann þjónaði sem prestur í musterinu, þá féll það í hlut hans, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í musteri Drottins og fórna  reykelsi. En  allur fólksfjöldinn var  fyrir utan á bæn meðan reyelsisfórnin var færð. Birtist honum þá engill Drottins sem stóð hægra megin við  reykelsisaltarið. Sakaría var hverft við sýn þessa og  ótta sló á hann.  En engillinn sagði við hann: ,,Óttast þú eigi Sakaría, því að bæn þín er heyrð. Elísabet kona þín mun fæða þér son og þú skalt láta hann heita Jóhannes. Lúk,1,5-13.


Rómverjabréfið

10891954_1401272576844745_6776068769826750747_nRéttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. Hann hefur veitt okkur aðgang að þeirri náð sem við lifum í og við fögnum í voninni um dýrð Guðs. En ekki aðeins það: Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum  að þrengingin veitirþolgæði en þolgæði geri mann fullreyndan og fullreyndur ávonina. Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streyms inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur ergefinn. Róm.5:1-5.


Opinb jóh.

untitledEngli safnaðarins í Fíladelfíu skaltu rita: þetta segir sá heilagi, sá sanni semhefur lykil Davíðs,hann sem lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp. Ég þekki verkin þín. Ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér sem enginn getur lokað .Þú hefur lítinn mátt en hefur þó varðveitt orð mitt og ekki afneitað mér.Opinb Jóh.3,7-8.


Opinb Jóh.

10984039_1398677490437587_2965018721179729541_nSá er sigrar skal þá skrýðast klæðum og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans frammi fyrir föður mínum og englum hans. Hver sem eyra hefur hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Opinb Jóh.3.5-6.


Opinb Jóh.

12247078_1097100306975648_4683979262588873389_nVerður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn því að þú hefur skapað alla hluti og að þínum vilja urðu þeir til og voru skapaðir. Opinb Jóh.4.11


Opinb Jóh.

16649442_274640269622174_9181216372441767967_nÉg er Alfa og ómega, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi," segir Drottinn Guð.

Opinb Jóh.1,8.

Ég , Jóhannes, bróðir yðar, sem í Jesú á hlutdeild með yður í þrengingunni, ríkinu og þolgæðinu, var á eynni Parmos sakir Guðs orðs og vitnisburðarins um Jesú.Ég var hrifinn í anda á Drottinn degi og heyrði að baki mér raust mikla, sem lúður gylli, er sagði: ,,Rita þú í bók það sem þú sérð og send það söfnuðunum sjö í Efesus, Smyrnu, Pergamos, þýatíru, Sardes, Fíladeilfíu og Laódíkeu." Opinb Jóh.1,9-11.


Opin Jóh.

download (3)Sjá hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeirra sem stungu hann, og allar kynkkkkkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Opin.1.7.


Opin,Jóh.

146941783_10221995864318584_6635553000944756226_nFrá Jóhannesi til safnaðanna sjö í Asíu.

Náð sé með yður og friður frá honum sem er og var og kemur og frá öndunum sjö sem eru frammi fyrir hásæti hans og frá Jesú Kristi sem er votturinn trúi, frumburður upprisunnar frá dauðum, höfðinginn yfir konungum jarðar. Hann elska oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu. Opin,Jóh,1,4-5.


Opinb Jóh.

11039342_1469618900010112_5771523099742064338_nOpinberun Jesú Krists sem Guð gaf honum til að sýna þjónum sínum það sem verða á innan skamms. Jesús Kristur sendi engil sinn og lét hann kynna það Jóhannesi, þjóni sínum, sem bar vitni um orð Guðs  og vitnisburð Jesú Krists um allt það er hann sá. 

Sæll er sá er les þessi spádómsorð og sælir eru þeir sem heyra þau og varðveita það sem í þeim er ritað því að tíminn er í nánd. opinb Jóh, 1,1-3.


Sálmarnir.

147549980_444476236919105_5903079765450525856_nLofaður sé Drottinn, bjarg mitt, sem æfir hendur mínar til bardaga, fingur mína til orrustu. Þú ert miskunn mín og vígi, vörn mín og hjálparhella, skjöldur minn og athvarf, hann leggur undir mig þjóðir.

Drottinn, hvað er maðurinn, að þú þekkir hann, mannsins barn, að þú gefir því gaum? Maðurinn er sem vindblær, dagar hans líða hjá eins og skuggi. sálm.144,1-4.

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans. sálm.145.8-9.


Sálmarnir.

12814036_1164508360234842_687919882272513375_n Leyf mér að lifa sakir nafns þíns, Drottinn,leið mig úr nauuðum sakir réttlætis þíns. Lát óvinii mína hverfa sakir trúfesti þinnar, tortím öllum sem ógna lífi mínu því að ég er þjónn þinn.Sálm143,11-12.

 


Sálmarnir.

10897113_912258238793190_2618103749237080448_nBjarga mér frá óvinum mínum Drottinn, ég flý á náðir þínar. Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut.Sálm.143,9-10.


Sálmarnir.

10153134_762181210467561_822949975_nLát mig heyra miskunn þína að morgni dags því að þér treysti ég. Vísa mér veginn sem ég skal halda því að til þín hef ég sál mína. Sálm.143,8.


Sálmarnir.

10177244_776978778987804_5362528279041474930_nÓvinur ofsækir mig. Hann traðkar líf mitt niður, lætur mig búa í myrkri eins og þá sem löngu eru dánir. Kjarkurinn bregst mér, hjartað stöðvast í brjósti mér.

Ég minnist fornra daga, hugleiði allar gjörðir þínar, ígrunda verk handa þinna. Ég lyftir upp höndum mínum til þín, mig þyrstir eftir þér eina og örfoka land.

Bænheyr mig fljótt, Drottinn, því að lífsþróttur minn þverr.

Byrg eigi auglit þitt fyrir mér svo ég líkist þeim sem grafnir eru. Sálm.143,3-7.


Sálmarnir.

522001_165853826908715_1663916590_nDrottinn, heyr þú bæn mína, ljá eyra grátbeiðni minni í trúfesti þinni, bænheyr mig í réttlæti þínu. Leið þjón þinn ekki fyrir rétt, því að enginn sem lifir er réttlátur fyrir augliti þínu. Sálm.143,1-2.

 


Sálmarnir.

551390_165853966908701_1578955425_nÉg hrópa til þín, Drottinn, og segi: þú ert hæli mitt, hlutsskipti mitt á landi lifenda. Gef gaum að kveini mínu því að éger þjákaður mjö. Bjarga mér frá ofsækjendum mínum því að þeir eru sterkari en ég. Leið mig út úr fangelsinu svo að ég geti lofað nafn þitt. Géttlátir hópast þá um mig því að þú reynist mér vel. Sálm.142,6-8.


Sálmarnir.

1798461_868659359819745_1210467769516784052_nÉg hrópa hátt til Drottins, hef rödd mína til Drottins og bið um miskunn. Ég úthelli fyrir honum kvíða mínum, tjái honum neyð mína. Sálm,142,2-3.

 

 

 

 


Sálmarnir.

138984594_431893111510751_1072289351151274829_nÉg sagði við Drottin: þú ert Guð minn. Ljá eyra grátbeiðni minni. Drottinn, Guð minn, þú ert mérmáttug hjálp, þú skýlir höfði mínu á orrustudegi. Drottinn, uppfylll eigi óskir hins óguðlega, lát vélráð hans ekki takast. sálm.140,7-9.

Ég tígna þig, Guð minn og konungur,og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Sálm.145,1.


Sálmarnir.

143825327_2501401480165177_5577676768229063340_o68 mánuði edrú í dag

Það sem hefur hjálpað mér er að vera heiðarlegur og breyta lífi mínu. Var mikið á samkomum festur 3 árinn

Takk fyrir hjálpina sáá,AA,Trú.

Þakklátur fyrir lífi í dag.

Bjarga mér, Drottinn, frá illmennum, vernda mig fyrir ofbeldismönnum, fyrir þeim sem hafa illt í hyggju og daglega efna til ófriðar. Þeir hvessa tungur sínar eins og höggormar, nöðrueitur er undir vörum þeirra. Varðveit mig, Drottinn, fyrir hendi óguðlegra, vernda mig fyrir ofbeldismönnum, fyrir þeim sem hyggjast bregða fyrir mig fæti. sálm.140.2-5.

Ég sagði við Drottin: Þú ertGuð minn. Ljá eyra grátbeiðni minni. sálm.140.7


Jesaja.

IMG_4654Andi Drottins er yfir mér því að Drottinn hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, til að græða þá sem hafa sundurmarin hjörtu, boða föngum lausn og fjötruðum frelsi, til að boða náðarár Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga þá sem hryggir eru og setja höfuðdjásn í stað ösku á syrgjendur í Síon, fagnaðarolíu í stað sorgarklæða, skartkæði í stað hugleysis. Þeir verða nefndir réttlætiseikur, garður Drottins sem birtir dýrð hans. Jesaja.61.1-3.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

178 dagar til jóla

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.6.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 216939

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband