Sálmarnir.

175999336_153204803387521_6763317262864563420_nLofa þú Drottin, sála mín. 

Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. sveipaður dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Þú þennur út himininn eins og tjalddúk, reftir sal þinn ofar skýjum. Þú gerir skýin að vagni þínum, ferð um á vængjum vindsins. AMEN.sálm,104,1-3.


Sálmarnir.

Þér ber lofsöngur, Guð á Síon, og við þig séu heitin efnd. Þú sem heyrir bænir, til þín leita allir menn. þegar misgjörðir vorar verða oss um megn fyrirgefur þú oss.AMEN. sálm,65,2-4


Sálmarnir.

CXCL5315Drottinn, þú hefur haft þóknun á landi þínu, snúið við hag Jakobs. þú hefur fyrirgefið misgjörð lýðs þíns, hulið allar syndir hans. AMEN.sálm,85,2-3.


Sálmarnir.

189554279_2577437529228238_3212277578705402951_nHeyr, Guð, raust mína er ég kveina, varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins, skýl mér fyrir flokki illmenna, fyrir illvirkjamúg er hvetur tungur sínar sem sverð, miðar eitruðum orðum líkt og örvum til þess að skjóta úr launsátri á hinn ráðvanda, þeir hæfa hann óvænt, hvergi hræddir. Þeir eggja hver annan með illyrðum, ráðgast um að leggja snörur, spyrja: ,,Hver getur séð oss?" Þeir áforma glæpi, leyna lævísum brögðum. Hyldýpi er hugur mannsog hjarta. Þá skýtur Guð ör gegn þeim, óvænt verða þeir sárir og tunga þeirra verður þeim að falli. AMEN. sálm,64,2-9.


Sálmarnir.

18422258_1672616286377038_2995650290341837221_oÉg vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra. Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim. Tign og vegsemd eru verk hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. AMEN. sálm,111,1-3.

Hallelúja

 


Sálmarnir.

185680265_3954338968019212_431095324622724720_nHinir réttvísu sjá það og gleðjast og allt illt lokar munni sínum. Hver sem er vitur gefi gætur að þessu og menn taki eftir náðarverkum Drottins. AMEN. sálm,107,42-43.


Sálmarnir.

18423065_1672616413043692_7793628866451917823_oLofa þú Drottin sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. AMEN.sálm,103,2-4.


Sálmarnir.

Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss heldur þínu nafni dýrðina sakir miskunnar þinnar og trúfesti. Amen. sálm,115,1. 


Sálmarnir.

Því sjá, þeir farast sem fjarlægjast þig, þú afmáir alla sem eru þér ótrúir. En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þínum, AMEN. sálm,73,27-28.


Sálmarnir.

Drottinn, Guð minn, hjá þér leita ég hælis, hjálpa mé frá öllum ofsækjendum mínum og bjarga mér svo að enginn rífi mig sundur eins og ljón, dragi mig burt, þangað sem enginn hjálpar.AMEN. sálm,7,2-3.


Sálmarnir.

18404176_1672616243043709_7344794963026590890_oEn ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína, þú leiðir mig eftir ályktum þinni og síðan munt þú taka við mér í dýrð. Hvern á ég annars að himnum? Og hafi ég þig hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. AMEN. sálm,73,23-26.


Sálmarnir

18403770_1672619663043367_7712828822321066790_oHeyr kvein mitt, Guð, hlusta á bæn mína. Ég hrópa til þín frá endimörkum jarðar því að hjarta mitt örvæntir. Hef mig upp á bjarg það sem mér er of hátt því að þú ert mér hæli, traust vígi gegn óvinum. Lát mig gista í tjaldi þínu um eilífð, eiga athvarf í skjóli vængja þinna því að þú, Guð, hefur heyrt heit mitt, fengið þeim erfðahlut sem óttast nafn þitt. AMEN.sálm,61,2-6.


Matteusarguðspjall.

18404218_1672623979709602_7799169935065026956_oUppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinna. AMEN. matt,9,37.


Sálmarnir.

Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast,þér sem leitið Guðs - hjörtu yður lifni við þvíað Drottinn hlustar á hina fátæku og fyrirlítur eigi bandingja sína. Hann skulu lofa himinnog jörð, höfinog allt sem í þeim hrærist.AMEN. sálm,69,33-35.


Sálmarnir.

lofaður sé Drottinn er ber byrðar vorar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. Guð er oss hjálpræðisguð og alvaldur Drottinn bjargar frá dauðanum.AMEN. sálm,68,20-21.


Sálmarnir.

Syngið Guði, ríki jarðar, syngið Drottni lof, honum sem ríður um himininn, himininn ævaforna, og lætur raust sína hjóma, sína voldugu raust. Lofið veldi Guðs, yfir Ísrael er hátign hans og máttur hans í skýjunum. Óttalegur er Guð í helgidómi sínum, Ísraels Guð veitir lýð sínum mátt og megin. Lofaður sé Guð. AMEN. sálm,68,33-36.


Sálmarnir.

Með vörum mínum tel ég upp öll ákvæði munns þíns. Ég gleðst yfir vegi laga þinna eins og yfir gnótt auðæfa. Ég vil íhuga fyrirmæli þín oggefa gaum að vegum þínum. Ég leita unaðar í lögmáli þínu, glaymi eigi orði þínu. AMEN. sálm,119,13-16. 


Sálmarnir.

20210507_172118Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.

Ég leita þín af öllu hjarta,lát mig eigi villast frá boðum þínum. AMEN. sálm 119,9-10.


Sálmarnir.

Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Ég hrósa mér af Drottni, hinirr snauðu skulu heyra það og fagna. Vegsamið Drottin ásamt mér, tignum nafn hans einum hug. Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist. Amen. sálm,34,2-5.


Sálmarnir.

Drottinn, Guð vor, þú bænheyrðir þá, þú reyndist þeim fyrirgefandi Guð en refsaðir þeim fyrir misgjörðir þeirra. Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli því að heilagur er Drottinn, Guð vor. Amen. sálm,99,8-9.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

87 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 218346

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.