Markúsarguðspjall.

Trú þú aðeins

Þegar Jesús kom aftur yfir um á bátnum safnaðist að honum mikill mannfjöldi þar sem hann var við vatnið. Þar kom og einn af samsamkundustjórunum, Jaírus að nafni, og er hann sá Jesú féll hann til fóta honum, bað hann ákaft og sagði: ,,Dóttir mín litla er að dauða komin. Kom og legg hendur yfir hana að hún læknist og lifi." Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum og var þröng um hann. Þar var kona sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni en engan bata fengið, öllu heldur versnað. Hún heyrði um Jesú og kom hún í mannþrönginni að baki honum og snart klæði hans. Hún hugsaði: ,,Ef ég fæ aðeins snert klæði hans mun ég heill verða." Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar og hún fann það á sér að hún var heil af meini sínu. Jesús fann þegar á sjálfum sér  að kraftur hafði farið út frá honum og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: ,,Hver snart klæði mín?" Lærisveinar hans sögðu við hann: ,,Þú sérð að mannfjöldinn þrengir að þér og spyrð þó: Hver snart mig?" Jesús litaðist um til að sjá hver þetta hefði gert en konan, sem vissi hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann. Jesús sagði við hana:,,Dóttir trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði og ver heil meina þinna." Meðan hann var að segja þetta koma menn heiman frá samkundustjóranum og segja: ,,Dóttir þín er látin, hví ómakar þú meistarann lengur?" Jesús heyrði hvað þeir sögðu en gaf ekki um heldur sagði við samkundustjórann: ,,Óttast ekki, trú þú aðeins." Og nú leyfði hann engum að fylgja sér nema Pétri og þeim bræðrum Jakobi og Jóhannesi. Þeir koma að húsi samkundustjórans. Þar sér hann að allt er í uppnámi, grátur mikill og kleinan. Jesús gengur inn og segir: ,, Hví hafið þið svo hátt og grátið? Barnið er ekki dáið það sefur." En menn hlógu að honum. þá lét Jesús alla fara út og tók með sér föður barnsins og móður og þá sem með honum voru og gekk þar inn sem barnið var. Og hann tók hönd barnsins og sagði: ,,Talíþa kúm!" Það þýðir: ,,Stúlka litla, ég segi, rís upp!" Jafnskjótt reis stúlkan upp og fór að ganga um en hún var tólf ára. Og menn urðu frá sér numdir af undrum. En Jesús lagði ríkt á við þá að láta engan vita þetta og bauð að gefa henni að eta.Mark.5:21-43.

 


Bæn dagsnis

Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Róm.6:23.

Jesús sagði: ,,Ég er ljós heimsins. Sá, sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." Jóh.8:12.


Markúsarguðspjall.

Í byggð Gerasena

Þeir komu nú yfir um vatnið í byggð Gerasena. Og um leið og Jesús sté úr bátnum kom maður á móti honum frá gröfunum, haldinn óhreinum anda. Hann hafðist við í gröfunum og enginn gat lengur bundið hann, ekki einu sinni með hlekkjum. Oft hafði hann verið fjötraður á fótum og höndum en hann braut jafnóðum af sér hlekkina og sleit fjötrana og gat enginn ráðið við hann. Allar nætur og daga var hann í gröfunum eða á fjöllum, æpti og lamdi sig grjóti. Þegar hann sá Jesú álengdar hljóp hann og féll fram fyrir honum og æpti hárri röddu: ,,Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs Hins hæsta? Ég bið þið í Guðs nafni, kvel þú mig eigi!" því að Jesús hafði sagt við hann: ,,þú óhreini andi, far út af manninum." Jesús spurði hann þá: ,,Hvað heitir þú?" Hinn svaraði: ,,Hersing heiti ég, við erum margir." Og hann bað Jesú ákaft að senda þá ekki brott úr héraðinu. En þar í fjallinu var mikil svínahjörð á beit. Og þeir báðu hann: ,,Send okkur í svínin, lát okkur fara í þau!" Hann leyfði þeim það og fóru þá óhreinu andarnir úr manninum og í svínin og gjörðin, nær tveim þúsundum, ruddist fram af bröttum árbakkanum í vatnið og drukknaði þar. En hirðarnit flýðu og sögðu tíðindin í borginni og sveitinni. Menn fóru þá að sjá hvað gerst hafði, komu til Jesú og sáu óða manninn, sem hersingin hafði verið í, sitja þar klæddan og heilvita. Og þeir urðu hræddir. En sjónarvottar sögðu þeim hvað fram hafði farið við óða manninn og frá svínunum. Og þeir tóku að biðja Jesú að fara úr héruðum þeirra. Þá er Jesús sté í Bátinn bað sá er læknaður hafði verið að fá að vera með honum. En Jesús leyfði honum það eigi, heldur sagði: ,,Far heim til þín og þinna og seg þeim hve mikið Drottinn hefur gert fyrir þig og verið þér miskunnsamur." Hann fór og tók að kunngjöra í Dekapólis hve mikið Jesús hafði gert fyrir hann og undruðust það allir. Mark.5:2-20.


Bæn dagsins

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sálm.23:1

Sæll er sá, er afbotn eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sálm.32:1

Ef vér segjum: ,,Vér höfum samfélag við hann," og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann. 1.Jóh.1:6.


Markúsarguðspjall.

Líkt mustarðskorni

Og Jesús sagði: ,,Við hvað eigum við að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum við að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni.Þegar því er sáð í mold er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess." Í mörgum slíkum dæmisögum flutti Jesús þeim orðið svo sem þeir gátu numið og án dæmisagna talaði hann ekki til þeirra en fyrir lærisveinum sínum skýrði hann allt þegar þeir voru einir. Mark.4:30-34.

 

Í stormi

Að kvöldi sama dags sagði Jesús við þá: ,,Förum yfir um vatnið!" Þeir skildu þá við mannfjöldann, fóru í bátinn þar sem Jesús var og sigldu burt. Aðrir bátar fylgdu þeim eftir. Þá brast á stormhrina mikil og féllu öldurnar inn í bátinn svo við lá að hann fyllti. Jesús var í skutnum og svaf á kodda. Þeir vöktu hann og sögðu við hann: ,, Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?" Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: ,,Þegi þú, haf hljótt um þig!" Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. Og hann sagði við þá: ,,Hví eruð þið hræddir, hafið þið enn enga trú?" En þeir urðu miklum ótta lostnir og sögðu hver við annan:  ,,Hver er þessi? Jafnvel vindur og vatn hlýða  honum." Mark.4:35-41.


Bæn dagsins.

Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. Sálm.119:11.

Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Heb.11:1.

Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum. Róm.5:8.


Markúsarguðspjall.

Ljós á ljósastiku

Og Jesús sagði við þá: ,,ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það verði eigi gert opinbert né leynt að það komi ekki í ljós. Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!" Enn sagði hann við þá: ,,Gætið að hvað þið heyrið. Með þeim mæli, sem þið mælið, mun ykkur mælt verða og við ykkur bætt. Því að þeim sem hefur mun gefið verða og frá þeim sem eigi hefur mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur." Mark.4:21-25.

 

Sæðið grær og vex

Þá sagði Jesús: ,,Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin." Mark.4:26-29.


Bæn dagsins.

Styrkist nú í Dottni og í krafti máttar hans Ef es.6:10.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.S´´alm.119:9.

Drottinn er í nánd. Fil.4:5.


Markúsarguðspjall.

Merking dæmisögunnar

Og Jesús sagir við lærisveinana: ,,Þið skiljið eigi þessa dæmisögu. Hvernig fáið þið þá skilið nokkra dæmisögu? Sáðmaðurinn sáir orðinu.Það hjá götunni, þar sem orðinu er sáð, merkir þá sem heyra en Satan kemur jafnskjótt og tekur burt orðið sem í þá var sáð. Eins það sem sáð var í grýtta jörð, það merkir þá sem taka orðinu með fögnuði um leið og þeir heyra það en hafa enga rótfestu. Þeir eru hvikulir og þegar þrenging verður eða ofsókn vegna orðsins bregðast þeir þegar. Öðru var sáð meðal þyrna. Það merkir þá sem heyra orðið en áhyggjur heimsins, til auðæfanna og aðrar girndir koma til og kefja orðið svo það ber engan ávöxt. Hitt, sem sáð var í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið, taka við því og bera þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt." Mark.4:13-20


Bæn dagsins.

Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum, og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar. Kól.3:16

Sæll er sá maður, sem stenzt freistingu, því að þegar hann hefir reynzt hæfur, mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefir heitið þeim, er elska hann. Jak.1:12.


Markúsarguðspjall.

Leyndardómur Guðs ríkis

Þegar Jesús var orðinn einn spurðu þeir tólf og hinir lærisveinarnir, sem með honum voru, um dæmisögurnar. Hann svaraði þeim: ,,Ykkar er gefinn leyndardómur Guðs ríkis.Aðrir sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum, að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið." Mark.4.10-12. 


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður." Jóh.15:14.

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Sálm 46:2-3.

Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda. Sálm.31:16.


Markúsarguðspjall.

Sæði sáð

Aftur tók Jesús að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum að hann varð að stíga í bát og sitja það, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið. Hann kenndi því margt í dæmisögum og sagði við það: ,,Hlýðið á! sáðmaður gekk út að sá og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni og fuglar komu og átu það upp. Sumt féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það rann skjótt upp því það hafði ekki djúpa jörð. En er sól hækkaði visnaði það og sökum þess að það hafði ekki rótfestu skrælnaði það. Og sumt féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það og það bar ekki ávöxt. En sumt féll í góða jörð, kom upp, óx og bar ávöxt, það gaf þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt." Og hann sagði: ,,Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri!" Mark.4:1-9.


Bæn dagsins.

Sérhver,sem trúir á Krist,mun ekki verða til skammar. Róm.9:33.

Ég og ættmenn mínir munum þjóna Drottni. Jós.24:15.

Guði er enginn hlutur um megn. Lúk.1:37.


Markúsarguðspjall.

Móðir og bræður

Nú koma móðir Jesú og bræður, standa úti og gera honum orð að koma. Mikill fjöldi sat í kringum hann og var honum sagt: ,,Móðir þín, bræður og systur eru hér úti og spyrja eftir þér." Jesús svarar þeim: ,,Hver er móðir mín og bræður?" Og hann leit á þau er kringum hann sátu og segir: ,,Hér er móðir mín og bræður mínir! Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir." Mark.3.31-35.


Bæn dagsins.

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu,sem þú tekur þér fyrir hendur. Jós.1:9.

Jesús sagði: ,,Enginn getur sér Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." Jóh.3:3.

Drottinn sagði við Samúel: ,,Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt, því að ég hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað." 1.Sam.16:7.

Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist. Sálm.37:3-4.

 

 

 


Markúsarguðspjall.

Lastmæli

Þegar Jesús kemur heim safnast þar aftur mannfjöldi svo þeir gátu ekki einu sinni matast. Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum enda sögðu þeir að hann væri frá sér. Og fræðimennirnir, er komnir voru ofan frá Jerúsalem, sögðu: ,,beelsebúl er í honum. Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana." En Jesús kallaði þá til sín og mælti við þá í líkingum: ,, Hvernig getur Satan rekið Satan út? Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt fær það ríki eigi staðist og verði heimili sjálfu sér sundurþykkt fær það heimili eigi staðist. Sé nú Satan risinn gegn sjálfum sér og orðinn sér sundurþykkur fær hann ekki staðist, þá er úti um hann. Enginn getur brotist inn í hús hins sterka og rænt eigum hans nema hann bindi áður hinn sterka, þá getur hann rænt hús hans. Sannlega segi ég ykkur: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þau kunna að lastmæla, en sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd. En þeir höfðu sagt: ,,Ohreinn andi er í honum." Mark.3:20-30.


Bæn dagsins.

Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað, og eyra hann er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Jes.59:1

Trúr er Guð, sem yður hefir kallað til samfélags sonar síns, Jesú Kristi, Drottins vors. 1.Kor.1:9.


Markúsarguðspjall.

Postular valdir

Síðan fór Jesús til fjalls og kallaði til sín þá er hann sjálfur kaus og þeir komu til hans. Hann skipaði tólf er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika og gefið þeim vald til að reka út illa anda. Jesús skipaði þá tólf: Símon, er hann gaf nafnið Pétur,Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, en þeim gaf hann nafnið Boanerges, sem þýðir þrumusynir, og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara og Júdas Ískaríot, þann er sveik hann. Mark.3:13-19.


Bæn dagsins.

Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 1. Kor.1:18.

Jesús sagði:,,Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Post.1:8.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

87 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.