31.1.2022 | 17:37
Markúsarguðspjall.
Leyndardómur Guðs ríkis
Þegar Jesús var orðinn einn spurðu þeir tólf og hinir lærisveinarnir, sem með honum voru, um dæmisögurnar. Hann svaraði þeim: ,,Ykkar er gefinn leyndardómur Guðs ríkis.Aðrir sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum, að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið." Mark.4.10-12.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2022 | 06:59
Bæn dagsins.
Jesús sagði: ,,Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður." Jóh.15:14.
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Sálm 46:2-3.
Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda. Sálm.31:16.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2022 | 21:16
Markúsarguðspjall.
Sæði sáð
Aftur tók Jesús að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum að hann varð að stíga í bát og sitja það, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið. Hann kenndi því margt í dæmisögum og sagði við það: ,,Hlýðið á! sáðmaður gekk út að sá og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni og fuglar komu og átu það upp. Sumt féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það rann skjótt upp því það hafði ekki djúpa jörð. En er sól hækkaði visnaði það og sökum þess að það hafði ekki rótfestu skrælnaði það. Og sumt féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það og það bar ekki ávöxt. En sumt féll í góða jörð, kom upp, óx og bar ávöxt, það gaf þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt." Og hann sagði: ,,Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri!" Mark.4:1-9.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2022 | 12:09
Bæn dagsins.
Sérhver,sem trúir á Krist,mun ekki verða til skammar. Róm.9:33.
Ég og ættmenn mínir munum þjóna Drottni. Jós.24:15.
Guði er enginn hlutur um megn. Lúk.1:37.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2022 | 23:36
Markúsarguðspjall.
Móðir og bræður
Nú koma móðir Jesú og bræður, standa úti og gera honum orð að koma. Mikill fjöldi sat í kringum hann og var honum sagt: ,,Móðir þín, bræður og systur eru hér úti og spyrja eftir þér." Jesús svarar þeim: ,,Hver er móðir mín og bræður?" Og hann leit á þau er kringum hann sátu og segir: ,,Hér er móðir mín og bræður mínir! Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir." Mark.3.31-35.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2022 | 09:49
Bæn dagsins.
Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu,sem þú tekur þér fyrir hendur. Jós.1:9.
Jesús sagði: ,,Enginn getur sér Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." Jóh.3:3.
Drottinn sagði við Samúel: ,,Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt, því að ég hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað." 1.Sam.16:7.
Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist. Sálm.37:3-4.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2022 | 20:32
Markúsarguðspjall.
Lastmæli
Þegar Jesús kemur heim safnast þar aftur mannfjöldi svo þeir gátu ekki einu sinni matast. Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum enda sögðu þeir að hann væri frá sér. Og fræðimennirnir, er komnir voru ofan frá Jerúsalem, sögðu: ,,beelsebúl er í honum. Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana." En Jesús kallaði þá til sín og mælti við þá í líkingum: ,, Hvernig getur Satan rekið Satan út? Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt fær það ríki eigi staðist og verði heimili sjálfu sér sundurþykkt fær það heimili eigi staðist. Sé nú Satan risinn gegn sjálfum sér og orðinn sér sundurþykkur fær hann ekki staðist, þá er úti um hann. Enginn getur brotist inn í hús hins sterka og rænt eigum hans nema hann bindi áður hinn sterka, þá getur hann rænt hús hans. Sannlega segi ég ykkur: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þau kunna að lastmæla, en sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd. En þeir höfðu sagt: ,,Ohreinn andi er í honum." Mark.3:20-30.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2022 | 04:50
Bæn dagsins.
Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað, og eyra hann er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Jes.59:1
Trúr er Guð, sem yður hefir kallað til samfélags sonar síns, Jesú Kristi, Drottins vors. 1.Kor.1:9.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2022 | 20:18
Markúsarguðspjall.
Postular valdir
Síðan fór Jesús til fjalls og kallaði til sín þá er hann sjálfur kaus og þeir komu til hans. Hann skipaði tólf er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika og gefið þeim vald til að reka út illa anda. Jesús skipaði þá tólf: Símon, er hann gaf nafnið Pétur,Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, en þeim gaf hann nafnið Boanerges, sem þýðir þrumusynir, og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara og Júdas Ískaríot, þann er sveik hann. Mark.3:13-19.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2022 | 04:56
Bæn dagsins.
Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 1. Kor.1:18.
Jesús sagði:,,Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Post.1:8.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2022 | 19:15
Markúsarguðspjall.
sonur Guðs
Jesús fór með lærisveinum sínum út að vatninu og fylgdi mikill fjöldi úr Galíleu og úr Júdeu, frá Jerúsalem, Ídúdeu, landinu handan Jórdanar, og úr byggðum Týrusar og Sídonar kom til hans fjöldi manna er heyrt höfðu hve mikið hann gerði. Og Jesús bauð lærisveinum sínum að hafa til bát fyrir sig svo að mannfjöldinn þrengdi eigi að honum. En marga hafði hann læknað og því þustu að honum allir þeir sem einhver mein höfðu til að snerta hann. voru óhreinum öndum, sáu hann féllu þeir fram fyrir honum og æptu upp: ,,Þú ert sonur Guðs."En Jesús lagði ríkt á við þá að þeir gerðu hann eigi kunnan. Mark:3.7-12.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2022 | 04:55
Bæn dagsins.
Þreytumst ekki að gjöra það, sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Gal.6:9
Sjá, til blessunar verð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gjöf eyðingarinnar, því að þú varpaðir að baki þér öllum syndum mínum. Jes.38:17.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2022 | 20:13
Sjáumst á ný.
SJÁUMST Á NÝ.
Sjáumst á ný björtu sólskini í
þótt um stað og stund við vitum ekki nú.
Bros gegnum tár munu um ókomin ár
bægja öllum skýjum burt, það er mín trú.
Ó, kysstu alla frá mér, vini og vandamenn hér,
biðin verður ei löng.
Og tjáðu þeim mína ást,- er þú síðast mig sást
að ég söng þennan söng:
Sjáumst á ný björtu sólskini í.
Glöð og sæl við hittumst aftur, ég og þú.
Lag:Ross Parker. þýðing: Ómar Ragnarsson.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2022 | 19:34
Markúsarguðspjall.
Á hvíldardegi
Öðru sinni gekk Jesús í samkunduhús. Það var maður með visna hönd og höfðu þeir nánar gætur á Jesú hvort hann læknaði hann á hvíldardegi. Þeir hugðust kæra hann . Og Jesús sagir við manninn með visnu höndina: ,,Statt upp og kom hér fram!" Síðan spyr hann þá: ,,Hvort er heldur leyfilegt að gera gott eða gera illt á hvíldardegi, bjarga lífi eða deyða?" En þeir þögðu. Og Jesús leit á þá með reiðisvip, hvern á eftir öðrum, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra og sagði við manninn: ,,Réttu fram hönd þína." Hann rétti fram höndina og hún varð heil Þá gengu farísearnir út og tóku þegar með Heródísarsinnum saman ráð sín gegn honum, hvernig þeir gætu náð lífi hans. Mark.3:1-6.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2022 | 05:00
Bæn dagsins.
Svo hefir hinn alvaldi Drottinn, hinn heilagi Ísrael, sagt: Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. Jes.30:15.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá Matt.5:8.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2022 | 20:36
Markúsarguðspjall.
Drottinn hvíldardagsins
Svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni. farísearnir sögðu þá við hann: ,,Lít á, hví gera þeir það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?" Jesús svaraði þeim: ,,Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði er honum lá á þegar hann hungraði og menn hans? Hann fór inn í Guðs hús þegar Abíatar var æðsti prestur og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum." Og Jesús sagði við þá: ,,Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins." Mark.2:23-28.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2022 | 05:02
bæn dagsins.
Ég veit, að lausnari minn lifir og hann mun að lokum ganga fram á foldu.Job. 19:25
Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. 1.Jóh.5:14.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2022 | 18:06
Markúsarguðspjall.
Meðan brúðguminn er hjá þeim
Lærisveinar Jóhannesar og farísear héldu nú föstu. Þá koma menn til Jesú og spyrja hann: ,,Hví fasta lærisveinar Jóhannesar og lærisveinar farísea en þínir lærisveinar fasta ekki?" Jesús svaraði þeim: ,,Hvort geta brúðkaupsgestir fastað meðan brúðguminn er hjá þeim? Alla þá stund sem brúðguminn er hjá þeim geta þeir ekki fastað. En koma munu þeir dagar er brúðguminn verður frá þeim tekinn, þá munu þeir fasta á þeim degi. Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa. Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi því þá sprengir vínið belgina og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi." Mark.2.18-22.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2022 | 09:36
Bæn dagsins.
Allt megna ég fyrir hjáp hans, sem mig styrkan gjörir. Fil.4:13.
Sérhver gefi eins og hann hefir ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að guð elskar glaðan gjafara. 2.Kor.9:7.
Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. 1.Jóh.1:9.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2022 | 17:41
Markúsarguðspjall.
Fylg þú mér
Aftur fór Jesús út og gekk með fram vatninu. Allur mannfjöldinn kom til hans og hann kenndi þeim. Og er hann gekk þar sá hann Leví Alfensson sitja hjá tollbúðinni og Jesús segir við hann: ,,Fylg þú mér!" Og hann stóð upp og fylgdi honum. Svo bar við að Jesús sat að borði í húsi hans. Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með honum og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: ,,Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum." Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: ,,Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara." Mark.2.13-17.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
223 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 15
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 216288
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 15.5.2025 Bæn dagsins...
- 14.5.2025 Bæn dagsins...
- 13.5.2025 Bæn dagsins...
- 12.5.2025 Bæn dagsins...
- 11.5.2025 Bæn dagsins...
- 10.5.2025 Bæn dagsins...
- 9.5.2025 Bæn dagsins...
- 8.5.2025 Bæn dagsins...
- 7.5.2025 Bæn dagsins...
- 6.5.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson