Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2025

Bæn dagsins...

Þú settir vatninu mörk sem það má ekki fljóta yfir, aldrei framar skal það hylja jörðina. Þú lést lindin spretta upp í dölunum, þær streyma milli fjallanna, þær svala öllum dýrum merkurinnar, villiasnarnir slökkva þar þorsta sinn. Amen.

Sálm:104:9-11


Bæn dagsins...

Frumdjúpið huldi hana eins og klæði, vötnin náðu yfir fjöllin, þau flýðu ógnun þína, hrökkluðust undan þrumuraust þinni, flæddu yfir fjöll, steyptust niður í dali, þangað sem þú hafðir ætlað þeim stað. Amen.

Sálm:1014:6-8


Bæn dagsins...

Þú þenur út himininn eins og tjalddúk, reftir sal þinn ofar skýjum. Þú gerir skýin að vagni þínum, ferð um á vængjum vindsins. Þú gerir vindana að sendiboðum þínum, bálandi eld að þjónum þínum. Þú grundvallar jörðina á undirstöðum hennar svo að hún haggast eigi um aldur og ævi. Amen.

Sálm:104:3-5


Bæn dagsins...

Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. Þú ert skrýddur dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Amen.

Sálm:104:1-2


Bæn dagsins...

Lofið Drottin, allar hersveitir hans, þjónar hans er framkvæmið vilja hans. Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín. Amen.

Sálm:103:21-22


Bæn dagsins...

Drottinn hefur reist hásæti sitt á himnum og konungdómur hans drottnar yfir alheimi. Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans. Amen.

Sálm:103:19-20


Bæb dagsins...

En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar og réttlæti hans nær til barnabarnanna, þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans. Amen.

Sálm:103:17-18


BBæn dagsins...

Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar.Amen.

Sálm:103:15-16


Bæn dagsins...

Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hann fjarlægt afbrot vor frá oss.Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. Því að hann þykkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold. 

Sálm:103:12-14


Bæn dagsins...

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður. Hann hefur eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðinni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann. Amen.

Sálm:103:8-11


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

131 dagur til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 217647

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband