Bloggfærslur mánaðarins, júní 2025

Bæn dagsins...

Leiftur hans lýsa um jarðríki, jörðin sér það og nötrar, björgin bráðna sem vax fyrir augliti Drottins, frammi fyrir Drottni gjörvallrar jarðarinnar. Amen.

Sálm:97:4-5


Bæn dagsins...

Drottinn er konungur, jörðin fagni, eyjafjöldinn gleðjist. Ský og sorti umlykja hann, réttlæti og réttur eru grundvöllur hásætis hans. Eldur fer fyrir honum og eyðir fjandmönnum hans allt um kring. Amen.

Sálm:97:1-3


Bæn dagsins...

Fallið fram fyrir heilagri hátign Drottins, öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum. Boðið meðal þjóðanna: Drottinn er konungur. Jörðin er á traustum grunni, hún bifast ekki. Hann dæmir þjóðirnar með réttvísi. Himinninn gleðjist og jörðin fagni, hafið drynji og allt sem í því er, foldin fagni og allt sem á henni er, öll tré skógarins fagni með þeim fyrir augliti Drottins því að hann kemur, hann kemur til að ríkja á jörðu, hann mun stjórna heiminum með réttlæti og þjóðunum af trúfesti sinni. Amen.

Sálm:96:9-14


Bæn dagsins...

Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir en Drottinn hefur gert himininn, dýrð og hátign eru frammi fyrir honum, máttur og prýði í helgidómi hans. Tignið Drottin, þér ættir þjóða, tignið Drottin með dýrð og mætti, tignið Drottin, heiðrið nafn hans, færið fórn og komið til forgarða hans. Amen.

Sálm:96:5-8


Bæn dagsins...

Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, óttalegri öllum guðum. Amen.

Sálm:96:3-4


Bæn dagsins...

Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni, öll lönd, syndið Drottni, lofið, nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Amen.

Sálm:96:1-2


Bæn dagsins...

Í fjörutíu ár bauð mér við þessari kynslóð og ég sagi: ,,Hjarta þessa fólks hefur villst af leið, það ratar ekki vegu mína." Ég sór því í reiði minni: ,,þeir skulu eigi ná til hvíldarstaðar míns." Amen.

Sálm:95:10-11


Bæn dagsins...

Ó, að þér í dag vilduð heyra raust hans: Herðið ekki hjörtu yðar eins og við Meríba, eins og daginn hjá Massa í eyðimörkinni þegar feður yðar freistuðu mín, reyndu mig þó að þeir sæju verk mín. Amen.

Sálm:95:7-9 


Bæn dagsins...

Komið, föllum fram og tilbiðjum, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum. Því að hann er vor Guð og vér erum gæslulýður hans, hjörðin sem hann gætir. Amen.

Sálm:95:6-7


Bæn dagsins...

Komið, fögnum fyrir Drottni, látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors. Göngum fyrir auglit hans með þakkargjörð, syngjum gleðiljóð fyrir honum. Því að  Drottinn er mikill Guð og mikill konungur yfir öllum guðum. Í hendi hans eru jarðardjúpin og fjallatindarnir heyra honum til, hans er hafið, hann hefur skapað það og hendur hans mynduðu þurrlendið. Amen.

Sálm:95:1-5


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 217188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband