Bloggfærslur mánaðarins, júní 2025

Bæn dagsins...

En Drottinn er mér háborg og Guð minn klettur mér til hælis. Hann geldur þeim misgjörð þeirra og tortímir þeim í illsku þeirra, Drottinn, Guð vor, afmáir þá. Amen.

Sálm:94:22-23


Bæn dagsins...

Þegar áhyggjur þjaka mig hressir huggun þín sál mína. Ert þú í bandalagi við hinn spillta dómstól sem misnotar lögin og veldur þjáningu? þeir sitja um líf hins réttláta og sakfella saklaust blóð. Amen.

Sálm:94:19-21


Bæn dagsins...

Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna, hver standa með mér gegn illgjörðamönnum? Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar. Þegar ég hugsa: ,,Mér skriðnar fótur," þá styður mig miskunn þín, Drottinn. Amen.

Sálm:94:16-18


Bæn dagsins...

Drottinn mun ekki hafnalýð sínum, hann mun ekki yfirgefa arfleifð sína. Réttlætið mun aftur ríkja í réttarfari og allir hjartahreinir munu lúta því. Amen.

Sálm:94:14-15


Bæn dagsins...

Sæll er sá maður er þú agar, Drottinn, og fræðir með lögmáli þínu svo að hann njóti friðar á erfiðum dögum uns hinum óguðlega verður grafin gjöf. Amen.

Sálm:94:12-13


Bæn dagsins...

Takið eftir, þér hinir skilningslausu meðal lýðsins og vitgrönnu, hvenær ætlið þér að vitkast? Mun sá eigi heyra sem eyranu hefur plantað og sá eigi sjá sem augað hefur til búið? Skyldi sá ekki hegna sem agar þjóðirnar, hann, sem kennir manninum visku? Drottinn þekkir hugsanir manna, veit að þær eru vindgustur einn. Amen.

Sálm:94:8-11


Bæn dagsins...

Assúr sameinast þeim einnig og styður Lots niðja með armi sínum. Farðu með þá eins og Midían, eins og Sísera, eins og Jabín við Kísonlæk, þeim var gereytt við Endór, þeirurðu áburður á jörðina. Amen.

Sálm:83:9-11


Bæn dagsins...

Þeir kremja lýð þinn, Drottinn, kúga arfleifð þína, drepa ekkjur og aðkomandi og myrða munaðarlausa. Þeir segja: ,,Drottinn sér þetta ekki, Guð Jakobs tekur ekki eftir því." Amen.

Sálm:94:5-7


Bæn dagsins...

Drottinn, Guð hefndarinnar, Guð hefndarinnar, birst þú í ljóma. Rís þú upp, dómari jarðar, endurgjald drembilátum breytni þeirri. Hve lengi, Drottinn, mega guðlausir, hve lengi mega guðlausir fagna? Þeir ausa úr sér stóryrðum, allir illvirkjar hreykja sér. Amen.

Sálm:94:1-4


Bæn dagsins...

Fljótin hófu upp, Drottinn, fljótin hefja upp gný sinn.Máttugri en gnýr mikilla vatna, máttugri en brimöldur hafsins, er Drottinn í upphæðum. Vitnisburðir þínir haggast ekki. Heilagleiki sæmir húsi þínu, Drottinn, um allar aldir. Amen.

Sálm:93:3-5


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 217193

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.