Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024

Bæn dagsins...Þjónið Drottni með þolgæði

Barnið mitt, er þú kemur til að þjóna Drottni þú þig þá undir þolraun.

Hjarta þitt sé einlægt og staðfast og rótt á reynslutíma.

Haltu þér fast við Drottin og vík eigi frá honum og þú munt vaxa af því um síðir.

Tak öllu sem að höndum ber, berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.

Eins og gull er reynt í eldi, þannig eru þeir sem Drottinn ann reyndir í deiglu þjáningar.

Treystu honum og hann mun taka þig að sér, gakk réttan veg og vona á hann. Amen.

Síraksbók:2:1-6


Bæn dagsins...Spekin og lotning fyrir Guði.

Spekin býr yfir fjársjóðum spakmæla en guðhræðsla er syndurum viðurstyggð.

 Ef þú þráir speki skaltu halda boðorðin, þá mun Drottinn veita þér gnótt hennar.

 Speki og menntun er að óttast Drottin, trúfesti og auðmýkt gleðja hann.

Sporna ei gegn því að óttast Drottin, gakk ei fyrir hann með svik í hjarta.

Hræsna þú eigi fyrir mönnum og haf gát á vörum þínum.

Hreyk þér eigi upp svo að þú fallir og leiðir vanvirðu yfir þig.

Drottinn mun þá leiða það í ljós sem þú hylur hið innra og auðmýkja þig í augsýn safnaðarins.

Þú gekkst eigi fram í ótta Drottins, hjarta þitt var fullt svika. Amen.

Síraksbók:1:25-30


Bæn dagsins.Hafið taumhald á lund og tungu.

Óréttmæt reiði á engar málsbætur, hömlulaus heift leiðir manninn til falls.

Þolinmóður þreyr til hentugs tíma og honum hlotnast gleði um síðir.

Orðvar er hann uns tími er til, þá hljóta hyggindi hans lof af vörum margra. Amen.

Síraksbók:1:22-24


Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

174 dagar til jóla

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 339
  • Frá upphafi: 209321

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 325
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband