Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Bæn dagsins...Sálmarnir.

Lofið Drottin frá jörðu, þér stóru sjávardýr og öll djúp hafsins, eldur og hagl, snjór og þoka, þú stormur, sem framfylgir boði hans, þér fjöll og allar hæðir, ávaxtatrén og öll sedrustré, þér villidýr og allt búfé, skriðdýr og fljúgandi fuglar, þér konungar jarðar og allar þjóðir, höfðingjar og allir valdsmenn jarðar, yngismenn og yngismeyjar, aldnir og ungir. Amen.

Sálma:148:7-12


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér. Amen.

Sálm:32:8


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Veit mér uppreisn æru og snú þér til mín og hugga mig.

Þá mun ég lof trúfesti þína með hörpuleik, Guð minn, og leika á gígju þér til lofs, þú Hinn heilagi í Ísrael.

Varir mínar skulu fagna þegar ég leik fyrir þér og sál mín sem þú hefur endurleyst. Amen.

Sálm:71:21-23

 


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Máttur þinn og réttlæti, ó Guð, nær til himins. þú hefur unnið stórvirki, Guð minn, hver er sem þú? Þú, sem lést mig reyna miklar þrautir og þrengingar, munt lífga mig að nýju og hefja mig aftur úr undirdjúpum jarðar.Amen.

Sálm:71:19-20


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Ég vil lossyngja máttarverk þín, Drottinn Guð, og lofa réttlæti þitt þitt, það eitt.

Guð, þú hefur kennt mér frá æsku og allt til þessa kunngjöri ég dásemdarverk þín.Amen.

Sálm:71:16-17.


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Guð minn, bjarga mér úr hendi guðlausra, úr greipum kúgara og harðstjóra.

Þú ert von mín, Drottinn, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku, frá móðurlífi hef ég stuðst við þig, frá móðurskauti hefur þú verndað mig, um þig hljómar ætíð lofsöngur minn.

Ég er orðinn mörgum sem teikn en þú ert mér öruggt hæli. Amen.

sálma:71:4-7

 


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Öll vona þau á þig að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma.

Þú gefur þeim og þau tína, þú lýkur upp hendi þinni og þau mettast gæðum. Amen.

Sálm:104:27-28


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Amen.

Sálm:106:1


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna.

Syngið honum lof,leikið fyrir hann, segið frá öllum máttarverkum hans.Hrósið yður af hans heilaga nafni, hjarta þeirra sem leita Drottins gleðjist.

Leitið Drottins og máttar hans, leitir sífellt eftir augliti hans. Amen.

Sálm:105:1-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra.

Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar  öllum er hafa unun af þeim.

Sálm:111:1-2


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband